Fylgdu eftir hnúfubak sem var flæktur í veiðarfæri Kjartan Kjartansson skrifar 18. júní 2023 15:38 Hnúfubakurinn sem björgunarsveitir vöktuðu í Skjálfanda um helgina. Talið er að hann hafi losnað við veiðarfærin sjálfur en að þau hafi skilið ör eftir sig. Björgunarsveitin Garðar Björgunarsveitarfólki frá Húsavík, hvalaskoðunarfyrirtæki og hvalasérfræðingar lögðust á eitt um að fylgja eftir hnúfubaki sem var flæktur í veiðarfæri í Skjálfanda um helgina. Eftir marga klukkutíma vöktun og eftirför virtist hvalurinn hafa losnað við bandið. Starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja urðu fyrst varir við hnúfubakinn á föstudagskvöld. Hvalurinn var með einhvers konar veiðarfæri utan um hausinn og annað bægslið. Fylgdust áhafnar hvalaskoðunarbáta með hvalnum alla aðfararnótt laugardags, að sögn Ingibjargar Friðriksdóttur úr aðgerðastjórn Björgunarsveitarinnar Garðars í Húsavík. Svo mikið var af hval í flóanum að erfitt reyndist að vakta dýrið. Björgunarsveitarfólk ásamt Chörlu Basran, kanadískum sjávarlíffræðingi og doktor við Háskóla Íslands, héldu svo út klukkan átta í gærmorgun. „Markmið var að reyna að ná dróna- og ljósmyndum af honum til þess að meta þetta í raun og veru. Við ætluðum ekkert að reyna neitt annað,“ segir Ingibjörg við Vísi. Dróni var notaður til þess að fylgjast með hnúfubaknum úr lofti.Björgunarsveitin Garðar Virtist laus við bandið en með ör Hópurinn var í um átta tíma að fylgja hvalnum eftir úti á flóanum. Hann var yfirleitt í fylgd annarra hvala og hvarf þeim stundum sjónum. Starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja aðstoðuðu við vöktunina og sömuleiðis nemendur úr sumarnámskeiði Háskóla Íslands í líffræði í Húsavík. Þegar nægilegt myndefni safnaðist hélt björgunarliðið aftur í land. Basran taldi þá að bandið væri farið af dýrinu. Hún sendi myndefnið til kollega sinna í Bandaríkjunum sem staðfestu að það sem sæist á hvalnum væri líklega ör eftir veiðarfærin. „En það var á honum á fyrstu myndunum okkar fyrir hádegi þannig að það hefur farið af honum yfir daginn,“ segir Ingibjörg sem telur að veiðarfærin hafi líklega komið frá línu- eða smábáti. Bægslagangur við vöktun á hnúfubak sem var flæktur í veiðarfæri.Björgunarsveitin Garðar Hvalir Björgunarsveitir Þingeyjarsveit Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja urðu fyrst varir við hnúfubakinn á föstudagskvöld. Hvalurinn var með einhvers konar veiðarfæri utan um hausinn og annað bægslið. Fylgdust áhafnar hvalaskoðunarbáta með hvalnum alla aðfararnótt laugardags, að sögn Ingibjargar Friðriksdóttur úr aðgerðastjórn Björgunarsveitarinnar Garðars í Húsavík. Svo mikið var af hval í flóanum að erfitt reyndist að vakta dýrið. Björgunarsveitarfólk ásamt Chörlu Basran, kanadískum sjávarlíffræðingi og doktor við Háskóla Íslands, héldu svo út klukkan átta í gærmorgun. „Markmið var að reyna að ná dróna- og ljósmyndum af honum til þess að meta þetta í raun og veru. Við ætluðum ekkert að reyna neitt annað,“ segir Ingibjörg við Vísi. Dróni var notaður til þess að fylgjast með hnúfubaknum úr lofti.Björgunarsveitin Garðar Virtist laus við bandið en með ör Hópurinn var í um átta tíma að fylgja hvalnum eftir úti á flóanum. Hann var yfirleitt í fylgd annarra hvala og hvarf þeim stundum sjónum. Starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja aðstoðuðu við vöktunina og sömuleiðis nemendur úr sumarnámskeiði Háskóla Íslands í líffræði í Húsavík. Þegar nægilegt myndefni safnaðist hélt björgunarliðið aftur í land. Basran taldi þá að bandið væri farið af dýrinu. Hún sendi myndefnið til kollega sinna í Bandaríkjunum sem staðfestu að það sem sæist á hvalnum væri líklega ör eftir veiðarfærin. „En það var á honum á fyrstu myndunum okkar fyrir hádegi þannig að það hefur farið af honum yfir daginn,“ segir Ingibjörg sem telur að veiðarfærin hafi líklega komið frá línu- eða smábáti. Bægslagangur við vöktun á hnúfubak sem var flæktur í veiðarfæri.Björgunarsveitin Garðar
Hvalir Björgunarsveitir Þingeyjarsveit Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira