Tony Snell greindist með einhverfu 31 árs | Stofnar góðgerðasamtök og vill vera fyrirmynd Siggeir Ævarsson skrifar 18. júní 2023 12:46 Tony Snell fagnað af liðsfélögum sínum eftir sigurkörfu hans í leik með Atlanta Hawks 2021 Vísir/Getty Tony Snell, sem lék í NBA deildinni níu tímabil, greindist með einhverfu í fyrra, þá 31 árs að aldri. Hann segir að greiningin hafi varpað ljósi á uppvaxtar ár hans og persónuleika og að líta til baka núna með þessa vitneskju sé eins og að setja upp þrívíddargleraugu. Snell og eiginkona hans, Ashely Snell, eignuðust soninn Karter 2021 en þegar hann var 18 mánaða var hann ekki farinn að tala og var í kjölfarið greindur með einhverfu. Snell opnaði sig um málið í fyrsta sinn í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni í fyrradag. Sagði hann greiningu sonar síns hafa opnað augu sín fyrir því að mögulega væri hann sjálfur einhverfur. „Ég var alltaf sjálfstæður þegar ég var að alast upp, ég hef alltaf verið einn. Ég náði bara aldrei að tengjast við annað fólk á persónulegum nótum. Ég hugsaði með mér, ef Karter fékk þessa greiningu þá held ég að sé líka með einhverfu. Það gaf mér hugrekkið til að fara sjálfur í greiningu.“ Snell sagði að greiningin hefði ekki komið honum á óvart, hún hefði einfaldlega verið léttir og útskýrt svo margt um barnæsku hans og uppvaxtár. Ætlar að berjast gegn fordómum Aðspurður hvort líf hans hefði farið á annan veg ef hann hefði fengið greiningu sem barn sagði Snell að það hefði örugglega haft neikvæð áhrif vegna fordóma, sem hefðu sem betur fer breyst og markmið hans í dag væri að vera fyrirmynd. „Ég vil bara breyta lífum og vera fyrirmynd fyrir aðra. Ég vil að sonur minn viti að ég mun alltaf vera til staðar fyrir hann og styðja hann. Þegar ég var barn leið mér eins og ég væri öðruvísi.“ Snell og fjölskylda hans hafa stofnað góðgerðasamtök, Tony Snell Foundation, sem hafa það að markmiði að auka skilning á einhverfu, með sérstaka áherslu á að styðja einstaklinga úr minnihlutahópum með einhverfu. Snell lék eins og áður sagði níu tímabil í NBA deildinni. Hann var valinn af Chicago Bulls í nýliðavalinu 2013 með 20. valrétt. Hann lék með Bulls í þrjú tímabil en síðar með Bucks, Pistons, Hawks, Trail Blazers og Pelicans. Hann leikur í dag með Maine Celtics í G-deildinni. NBA Körfubolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sjá meira
Snell og eiginkona hans, Ashely Snell, eignuðust soninn Karter 2021 en þegar hann var 18 mánaða var hann ekki farinn að tala og var í kjölfarið greindur með einhverfu. Snell opnaði sig um málið í fyrsta sinn í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni í fyrradag. Sagði hann greiningu sonar síns hafa opnað augu sín fyrir því að mögulega væri hann sjálfur einhverfur. „Ég var alltaf sjálfstæður þegar ég var að alast upp, ég hef alltaf verið einn. Ég náði bara aldrei að tengjast við annað fólk á persónulegum nótum. Ég hugsaði með mér, ef Karter fékk þessa greiningu þá held ég að sé líka með einhverfu. Það gaf mér hugrekkið til að fara sjálfur í greiningu.“ Snell sagði að greiningin hefði ekki komið honum á óvart, hún hefði einfaldlega verið léttir og útskýrt svo margt um barnæsku hans og uppvaxtár. Ætlar að berjast gegn fordómum Aðspurður hvort líf hans hefði farið á annan veg ef hann hefði fengið greiningu sem barn sagði Snell að það hefði örugglega haft neikvæð áhrif vegna fordóma, sem hefðu sem betur fer breyst og markmið hans í dag væri að vera fyrirmynd. „Ég vil bara breyta lífum og vera fyrirmynd fyrir aðra. Ég vil að sonur minn viti að ég mun alltaf vera til staðar fyrir hann og styðja hann. Þegar ég var barn leið mér eins og ég væri öðruvísi.“ Snell og fjölskylda hans hafa stofnað góðgerðasamtök, Tony Snell Foundation, sem hafa það að markmiði að auka skilning á einhverfu, með sérstaka áherslu á að styðja einstaklinga úr minnihlutahópum með einhverfu. Snell lék eins og áður sagði níu tímabil í NBA deildinni. Hann var valinn af Chicago Bulls í nýliðavalinu 2013 með 20. valrétt. Hann lék með Bulls í þrjú tímabil en síðar með Bucks, Pistons, Hawks, Trail Blazers og Pelicans. Hann leikur í dag með Maine Celtics í G-deildinni.
NBA Körfubolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sjá meira