Markaður mannaflsins Erna Mist skrifar 18. júní 2023 12:01 Óháð stöðu manns í stéttaskipulagi samfélagsins eða staðsetningu á hinum hugmyndafræðilega áttavita er öllum í hag að félagslegur hreyfanleiki lifi komandi kynslóðaskipti af. Óháð viðhorfi okkar til ríkisafskipta eða skoðun okkar á skattkerfinu sammælumst við um að vilja hæfustu læknana til að standa vörð um heilsu landsmanna, hæfustu kennarana til að viðhalda vitsmunalegum þroska þjóðarinnar, og hæfustu iðnaðarmennina til að varðveita lífsgæðastaðalinn sem síðustu áratugir hafa leitt af sér. Við viljum að grínþættirnir séu framleiddir af fyndnasta fólkinu og að bækurnar séu skrifaðar af skörpustu pennunum. Við viljum að söfnin geymi verk eftir frumlegustu listamennina og að næmasta fólkið sé fengið til að annast þau sem geta ekki séð um sig sjálf. Við viljum að þingið samanstandi af beittum ræðumönnum og lausnamiðuðum leiðtogum, ekki tækifærissinnum hvers eina raunverulega stefnumál er að halda starfinu. Við viljum að markaður mannaflsins sé frjáls og óhlekkjaður við tilefnislausar vinsældir; hagkerfi þar sem virði fólks er metið í verðleikum frekar en ættfræðilegum tilviljunum. Munurinn á elítu og klíku er sá að elítan inngildir hæfasta fólkið og útilokar afganginn, á meðan klíkan útilokar nýtt fólk almennt af ótta við að raska valddreifingunni innan hennar. Elítur myndast á grundvelli sérfræðiþekkingar - klíkur myndast á grundvelli valdafíknar. Í klíkukenndu samfélagi víkja draumar fyrir afturhaldi og valmöguleikar fyrir nauðhyggju; þar sem börn breytast í foreldra sína í stað þess að verða að sjálfstæðum einstaklingum. Enginn leitar flóttaleiða fyrr en aðstæður neyða mann til þess. Flóttaleiðir á borð við skjáfíkn, lyfjafíkn og matarfíkn eru ekki óhjákvæmilegir sjúkdómar, heldur afleiðingar ófrelsis, vandamáls sem klíkan leysir ekki af ótta við að leysast upp sjálf. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Erna Mist Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Óháð stöðu manns í stéttaskipulagi samfélagsins eða staðsetningu á hinum hugmyndafræðilega áttavita er öllum í hag að félagslegur hreyfanleiki lifi komandi kynslóðaskipti af. Óháð viðhorfi okkar til ríkisafskipta eða skoðun okkar á skattkerfinu sammælumst við um að vilja hæfustu læknana til að standa vörð um heilsu landsmanna, hæfustu kennarana til að viðhalda vitsmunalegum þroska þjóðarinnar, og hæfustu iðnaðarmennina til að varðveita lífsgæðastaðalinn sem síðustu áratugir hafa leitt af sér. Við viljum að grínþættirnir séu framleiddir af fyndnasta fólkinu og að bækurnar séu skrifaðar af skörpustu pennunum. Við viljum að söfnin geymi verk eftir frumlegustu listamennina og að næmasta fólkið sé fengið til að annast þau sem geta ekki séð um sig sjálf. Við viljum að þingið samanstandi af beittum ræðumönnum og lausnamiðuðum leiðtogum, ekki tækifærissinnum hvers eina raunverulega stefnumál er að halda starfinu. Við viljum að markaður mannaflsins sé frjáls og óhlekkjaður við tilefnislausar vinsældir; hagkerfi þar sem virði fólks er metið í verðleikum frekar en ættfræðilegum tilviljunum. Munurinn á elítu og klíku er sá að elítan inngildir hæfasta fólkið og útilokar afganginn, á meðan klíkan útilokar nýtt fólk almennt af ótta við að raska valddreifingunni innan hennar. Elítur myndast á grundvelli sérfræðiþekkingar - klíkur myndast á grundvelli valdafíknar. Í klíkukenndu samfélagi víkja draumar fyrir afturhaldi og valmöguleikar fyrir nauðhyggju; þar sem börn breytast í foreldra sína í stað þess að verða að sjálfstæðum einstaklingum. Enginn leitar flóttaleiða fyrr en aðstæður neyða mann til þess. Flóttaleiðir á borð við skjáfíkn, lyfjafíkn og matarfíkn eru ekki óhjákvæmilegir sjúkdómar, heldur afleiðingar ófrelsis, vandamáls sem klíkan leysir ekki af ótta við að leysast upp sjálf. Höfundur er listmálari.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun