Romeo, sem er fæddur 2002, er næst elsti sonur David Beckham. David er einn af eigendum Inter Miami þar sem Romeo lék 20 leiki tímabilið 2022, skoraði tvö mörk og lagði upp tíu.
Hjá B-liði Brentford lék Romeo 15 leiki á tímabilinu og skoraði eitt mark. Neil MacFarlane, þjálfari Brentford segir Romeo hafa verið frábær viðbót við hópinn. Hann hafi tekið miklum framförum og hann hlakki til að halda áfram að hjálpa leikmanninum að þróa sinn leik.
Romeo Beckham has joined #BrentfordB on a permanent contract from Inter Miami pic.twitter.com/YFjxc368WE
— Brentford FC (@BrentfordFC) June 17, 2023