Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs hættir Árni Sæberg skrifar 17. júní 2023 08:40 Ólafur Kjartansson hefur helgað síðustu tvo áratugi endurvinnslu. Úrvinnslusjóður/Vísir/Vilhelm Stjórn Úrvinnslusjóðs og Ólafur Kjartansson hafa komist að samkomulagi um að hann ljúki störfum sem framkvæmdastjóri sjóðsins frá og með 1. júlí. Í tilkynningu segir að sjóðurinn standi á tímamótum. „Um þessar mundir stendur Úrvinnslusjóður á tímamótum. Hlutverk Úrvinnslusjóðs hefur og er að taka miklum breytingum samfara innleiðingu hringrásarhagkerfisins og hefur mikilvæg reynsla myndast síðustu ár og mánuði,“ svo hefst tilkynning á vef Úrvinnslusjóðs, þess efnis að framkvæmdastjóri sjóðsins frá stofnun sé að láta af störfum. Þar segir að til þess að sjóðurinn geti sinnt sínu hlutverki með sem bestum hætti sé ljóst að starfsemin þurfi að vera opnari, framsýnni og kvikari. Umbreyting sé óhjákvæmileg og þó nú þegar sé unnið að breytingum undir stjórn Ólafs Kjartanssonar framkvæmdastjóra sé bæði honum og stjórn Úrvinnslusjóðs ljóst að mikið verk er enn óunnið. „Uppbygging og rekstur Úrvinnslusjóðs hefur hvílt á herðum Ólafs í rúm tuttugu ár, þ.e. frá stofnun sjóðsins þann 1. janúar 2003. Ólafur hefur reynst Úrvinnslusjóði afar vel, ekki síst við uppbyggingu starfseminnar í samræmi við hlutverk hans. Nú þykir hins vegar rétti tíminn til breytinga og hafa stjórn Úrvinnslusjóðs og Ólafur komist að samkomulagi um að hann ljúki störfum sem framkvæmdastjóri sjóðsins frá og með 1. júlí 2023 að telja,“ segir í tilkynningu. Þá segir að að leiðarlokum þakki stjórn Úrvinnslusjóðs Ólafi Kjartanssyni gott og óeigingjarnt starf í þágu sjóðsins og óski honum velfarnaðar í framtíðinni. Starf framkvæmdastjóra verður auglýst á næstu dögum. Margrét Kjartansdóttir lögfræðingur mun gegna hlutverki staðgengils framkvæmdastjóra frá 1. júlí og þar til nýr framkvæmdastjóri hefur störf. Hættir þegar sjóðurinn er hvað mest milli tannana á fólki Úrvinnslusjóð hefur borið meira á góma fólks undanfarnar vikur en venjulega. Upp komst um sannkallað endurvinnsluhneyksli þegar Heimildin greindi frá því að pappafernur, sem almenningur hefur almennt skolað og flokkað samviskusamlega, eru ekki endurnýttar heldur nýttar til þess að knýja sementsverksmiðjur á meginlandinu. Úrvinnslusjóði er ætlað að hvetja til endurvinnslu úrgangs. Hann sýslar með svonefnt úrvinnslugjald sem er greitt af öllum vörum í plast- og pappírsumbúðum sem eru fluttar inn til landsins. Úrvinnslugjaldið er nýtt til að greiða fyrir meðhöndlun og endurnýtingu varanna eða umbúðanna eftir að þær hafa þjónað upphaflegum tilgangi sínum. Þannig fá fyrirtæki sem endurvinna plast til dæmis ákveðna upphæð fyrir hvert kíló sem er endurunnið en lægri upphæð sé plastið brennt til orkuframleiðslu. Ljóst er að úrvinnslugjaldinu hefur ekki verið úthlutað sem skyldi, enda hefur sjóðurinn greitt háar fjárhæðir fyrir endurvinnslu ferna, sem voru alls ekki endurunnar. Umhverfismál Sorphirða Tengdar fréttir Ætlar að krefja endurvinnslufyrirtækin um endurgreiðslu Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra hyggst krefja íslensk endurvinnslufyrirtæki um endurgreiðslu á fjármunum sem greiddir voru úr Úrvinnslusjóði vegna endurvinnslu á fernum sem voru í raun og veru brenndar. Um er að ræða tugi milljóna króna sem greiddar voru til endurvinnslufyrirtækjanna. 10. júní 2023 12:02 Tilnefna óháðan aðila til að staðfesta fullnægjandi endurvinnslu Úrvinnslusjóður og Sorpa ætla í sameiningu að fá fullvissu fyrir því að sá endurvinnsluaðili, sem mun héðan í frá taka við fernum frá Sorpu, skili þeim árangri sem til er ætlast. Stefnt er að því að fernurnar verði sendar til fyrirtækisins Fiskeby Board í Svíþjóð. 6. júní 2023 18:42 Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23 Þáði ofgreidd laun upp á 10 milljónir frá Úrvinnslusjóði Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs er sagður hafa þegið laun upp á rúmlega 10 milljónir króna undanfarin sjö ár, fyrir starf sem framkvæmdastjóri sjóðsins, starf sem sem lagt var niður árið 2015. 6. október 2022 23:36 Telur að Ólafur hafi þegið ofgreidd laun í góðri trú Hæstaréttarlögmaður telur að framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs hafi verið í góðri trú þegar hann þáði mánaðarlega þóknun í sjö ár fyrir störf í stýrinefnd sem lögð hafði verið niður. Þá sé það langsótt að varpa ábyrgð á mistökum Fjársýslu ríkisins yfir á stjórn og framkvæmdastjóra. 7. október 2022 12:18 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Um þessar mundir stendur Úrvinnslusjóður á tímamótum. Hlutverk Úrvinnslusjóðs hefur og er að taka miklum breytingum samfara innleiðingu hringrásarhagkerfisins og hefur mikilvæg reynsla myndast síðustu ár og mánuði,“ svo hefst tilkynning á vef Úrvinnslusjóðs, þess efnis að framkvæmdastjóri sjóðsins frá stofnun sé að láta af störfum. Þar segir að til þess að sjóðurinn geti sinnt sínu hlutverki með sem bestum hætti sé ljóst að starfsemin þurfi að vera opnari, framsýnni og kvikari. Umbreyting sé óhjákvæmileg og þó nú þegar sé unnið að breytingum undir stjórn Ólafs Kjartanssonar framkvæmdastjóra sé bæði honum og stjórn Úrvinnslusjóðs ljóst að mikið verk er enn óunnið. „Uppbygging og rekstur Úrvinnslusjóðs hefur hvílt á herðum Ólafs í rúm tuttugu ár, þ.e. frá stofnun sjóðsins þann 1. janúar 2003. Ólafur hefur reynst Úrvinnslusjóði afar vel, ekki síst við uppbyggingu starfseminnar í samræmi við hlutverk hans. Nú þykir hins vegar rétti tíminn til breytinga og hafa stjórn Úrvinnslusjóðs og Ólafur komist að samkomulagi um að hann ljúki störfum sem framkvæmdastjóri sjóðsins frá og með 1. júlí 2023 að telja,“ segir í tilkynningu. Þá segir að að leiðarlokum þakki stjórn Úrvinnslusjóðs Ólafi Kjartanssyni gott og óeigingjarnt starf í þágu sjóðsins og óski honum velfarnaðar í framtíðinni. Starf framkvæmdastjóra verður auglýst á næstu dögum. Margrét Kjartansdóttir lögfræðingur mun gegna hlutverki staðgengils framkvæmdastjóra frá 1. júlí og þar til nýr framkvæmdastjóri hefur störf. Hættir þegar sjóðurinn er hvað mest milli tannana á fólki Úrvinnslusjóð hefur borið meira á góma fólks undanfarnar vikur en venjulega. Upp komst um sannkallað endurvinnsluhneyksli þegar Heimildin greindi frá því að pappafernur, sem almenningur hefur almennt skolað og flokkað samviskusamlega, eru ekki endurnýttar heldur nýttar til þess að knýja sementsverksmiðjur á meginlandinu. Úrvinnslusjóði er ætlað að hvetja til endurvinnslu úrgangs. Hann sýslar með svonefnt úrvinnslugjald sem er greitt af öllum vörum í plast- og pappírsumbúðum sem eru fluttar inn til landsins. Úrvinnslugjaldið er nýtt til að greiða fyrir meðhöndlun og endurnýtingu varanna eða umbúðanna eftir að þær hafa þjónað upphaflegum tilgangi sínum. Þannig fá fyrirtæki sem endurvinna plast til dæmis ákveðna upphæð fyrir hvert kíló sem er endurunnið en lægri upphæð sé plastið brennt til orkuframleiðslu. Ljóst er að úrvinnslugjaldinu hefur ekki verið úthlutað sem skyldi, enda hefur sjóðurinn greitt háar fjárhæðir fyrir endurvinnslu ferna, sem voru alls ekki endurunnar.
Umhverfismál Sorphirða Tengdar fréttir Ætlar að krefja endurvinnslufyrirtækin um endurgreiðslu Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra hyggst krefja íslensk endurvinnslufyrirtæki um endurgreiðslu á fjármunum sem greiddir voru úr Úrvinnslusjóði vegna endurvinnslu á fernum sem voru í raun og veru brenndar. Um er að ræða tugi milljóna króna sem greiddar voru til endurvinnslufyrirtækjanna. 10. júní 2023 12:02 Tilnefna óháðan aðila til að staðfesta fullnægjandi endurvinnslu Úrvinnslusjóður og Sorpa ætla í sameiningu að fá fullvissu fyrir því að sá endurvinnsluaðili, sem mun héðan í frá taka við fernum frá Sorpu, skili þeim árangri sem til er ætlast. Stefnt er að því að fernurnar verði sendar til fyrirtækisins Fiskeby Board í Svíþjóð. 6. júní 2023 18:42 Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23 Þáði ofgreidd laun upp á 10 milljónir frá Úrvinnslusjóði Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs er sagður hafa þegið laun upp á rúmlega 10 milljónir króna undanfarin sjö ár, fyrir starf sem framkvæmdastjóri sjóðsins, starf sem sem lagt var niður árið 2015. 6. október 2022 23:36 Telur að Ólafur hafi þegið ofgreidd laun í góðri trú Hæstaréttarlögmaður telur að framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs hafi verið í góðri trú þegar hann þáði mánaðarlega þóknun í sjö ár fyrir störf í stýrinefnd sem lögð hafði verið niður. Þá sé það langsótt að varpa ábyrgð á mistökum Fjársýslu ríkisins yfir á stjórn og framkvæmdastjóra. 7. október 2022 12:18 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Ætlar að krefja endurvinnslufyrirtækin um endurgreiðslu Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra hyggst krefja íslensk endurvinnslufyrirtæki um endurgreiðslu á fjármunum sem greiddir voru úr Úrvinnslusjóði vegna endurvinnslu á fernum sem voru í raun og veru brenndar. Um er að ræða tugi milljóna króna sem greiddar voru til endurvinnslufyrirtækjanna. 10. júní 2023 12:02
Tilnefna óháðan aðila til að staðfesta fullnægjandi endurvinnslu Úrvinnslusjóður og Sorpa ætla í sameiningu að fá fullvissu fyrir því að sá endurvinnsluaðili, sem mun héðan í frá taka við fernum frá Sorpu, skili þeim árangri sem til er ætlast. Stefnt er að því að fernurnar verði sendar til fyrirtækisins Fiskeby Board í Svíþjóð. 6. júní 2023 18:42
Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23
Þáði ofgreidd laun upp á 10 milljónir frá Úrvinnslusjóði Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs er sagður hafa þegið laun upp á rúmlega 10 milljónir króna undanfarin sjö ár, fyrir starf sem framkvæmdastjóri sjóðsins, starf sem sem lagt var niður árið 2015. 6. október 2022 23:36
Telur að Ólafur hafi þegið ofgreidd laun í góðri trú Hæstaréttarlögmaður telur að framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs hafi verið í góðri trú þegar hann þáði mánaðarlega þóknun í sjö ár fyrir störf í stýrinefnd sem lögð hafði verið niður. Þá sé það langsótt að varpa ábyrgð á mistökum Fjársýslu ríkisins yfir á stjórn og framkvæmdastjóra. 7. október 2022 12:18