Best að líta á sparnaðarreikninga eins og bland í poka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. júní 2023 11:01 Már segir að líkt og ef um verðbréfaviðskipti væri að ræða sé best að dreifa sparnaði sínum á sem fjölbreyttustu reikninga. Vísir/Egill Lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir erfitt að svara því hvort best sé að velja sér óverðtryggða eða verðtryggða sparnaðarreikninga á þeim verðbólgutímum sem nú eru uppi. Hann segir best að vera með eins fjölbreytta sparnaðarreikninga og hægt er, líkt og um bland í poka væri að ræða. Íslenskir bankar bjóða nú upp á töluverðan fjölda af sparnaðarreikningum og getur verið erfitt að festa reiður á það hvaða reikning sé best að stofna til á hverjum tíma, ekki síst á þeim verðbólgutímum sem nú eru uppi. Hægt er að velja á milli óverðtryggðra og verðtryggðra reikninga og óbundinna og bundinna á misháum vöxtum. „Þetta er hin hliðin á spurningunni um það hvort betra sé að taka verðtryggt eða óverðtryggt lán,“ segir Már Wolfgang Mixa í samtali við Vísi spurður að því hvaða sparnaðarreikningur sé bestur í núverandi aðstæðum. Hann segir að árin fram að 2018 hafi verið hagstæðara að taka verðtryggð lán hafi verið litið til kostnað lána en ekki hve hratt þau eru greidd niður. Varla hafi farið framhjá neinum að mun hagstæðara hafi verið að vera með óverðtryggð lán síðustu ár sem hafi verið líkt og himnasending fyrir þá sem hafi verið með þau á föstum vöxtum. „Almennt hef ég mælt með því við fólk þegar það er að taka húsnæðislán að þessu sé skipt um það bil til helminga, það sé fyrsta viðmiðið og svo eru allskyns aðstæður sem geta komið upp, sumir vilja greiða lánið hægt og bítandi niður og er sama hvort þeir skuldi svipað í húsinu eftir fimm ár á meðan aðrir vilja greiða þau niður.“ Spurður hverskonar sparnaðarreikning fólk ætti þá að velja sér á þessum síðustu og verstu tímum segir Már: „Fólk ætti almennt að vera með bland í poka. Hafa eitthvað af þessu verðtryggt, eitthvað óverðtryggt og síðan bundna reikninga sem miðast við aðstæður hverju sinni. Þú getur fest reikninga í eitt til tvö ár og þá er peningurinn bundinn, sem er auðvitað ókostur en á móti kemur að þú ert að fá aðeins hærri vexti,“ segir Már „Ef vaxtastig hækkar þá er auðvitað súrt að vera með þetta á bundnum reikningi með fasta prósentu en ef vaxtastig lækkar þá ferðu í hina áttina og þetta fer í þveröfuga átt.“ Best að dreifa sparnaðinum Kjarni málsins sé að hafa eins marga fjölbreytta sparnaðarreikninga og kostur sé á. Spurður hvort að best sé þá að dreifa tiltekinni upphæð um hver mánaðarmót segir Már: „Það er best að dreifa upphæðinni sem þú ætlar að spara miðað við væntar þarfir. Ef þú til dæmis ert ekki að nota peninginn í segjum 12-24 mánuði, þá að öllu jöfnu er rétt að setja að minnsta kosti einhvern hluta á bundinn reikning.“ Og ef að verðbólgan myndi skyndilega rjúka niður? „Þá er gott að hafa sparnaðinn á bundnum reikningi. Ef hún rýkur upp, þá er það bara eins og það er,“ segir Már hlæjandi. Neytendur Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Íslenskir bankar bjóða nú upp á töluverðan fjölda af sparnaðarreikningum og getur verið erfitt að festa reiður á það hvaða reikning sé best að stofna til á hverjum tíma, ekki síst á þeim verðbólgutímum sem nú eru uppi. Hægt er að velja á milli óverðtryggðra og verðtryggðra reikninga og óbundinna og bundinna á misháum vöxtum. „Þetta er hin hliðin á spurningunni um það hvort betra sé að taka verðtryggt eða óverðtryggt lán,“ segir Már Wolfgang Mixa í samtali við Vísi spurður að því hvaða sparnaðarreikningur sé bestur í núverandi aðstæðum. Hann segir að árin fram að 2018 hafi verið hagstæðara að taka verðtryggð lán hafi verið litið til kostnað lána en ekki hve hratt þau eru greidd niður. Varla hafi farið framhjá neinum að mun hagstæðara hafi verið að vera með óverðtryggð lán síðustu ár sem hafi verið líkt og himnasending fyrir þá sem hafi verið með þau á föstum vöxtum. „Almennt hef ég mælt með því við fólk þegar það er að taka húsnæðislán að þessu sé skipt um það bil til helminga, það sé fyrsta viðmiðið og svo eru allskyns aðstæður sem geta komið upp, sumir vilja greiða lánið hægt og bítandi niður og er sama hvort þeir skuldi svipað í húsinu eftir fimm ár á meðan aðrir vilja greiða þau niður.“ Spurður hverskonar sparnaðarreikning fólk ætti þá að velja sér á þessum síðustu og verstu tímum segir Már: „Fólk ætti almennt að vera með bland í poka. Hafa eitthvað af þessu verðtryggt, eitthvað óverðtryggt og síðan bundna reikninga sem miðast við aðstæður hverju sinni. Þú getur fest reikninga í eitt til tvö ár og þá er peningurinn bundinn, sem er auðvitað ókostur en á móti kemur að þú ert að fá aðeins hærri vexti,“ segir Már „Ef vaxtastig hækkar þá er auðvitað súrt að vera með þetta á bundnum reikningi með fasta prósentu en ef vaxtastig lækkar þá ferðu í hina áttina og þetta fer í þveröfuga átt.“ Best að dreifa sparnaðinum Kjarni málsins sé að hafa eins marga fjölbreytta sparnaðarreikninga og kostur sé á. Spurður hvort að best sé þá að dreifa tiltekinni upphæð um hver mánaðarmót segir Már: „Það er best að dreifa upphæðinni sem þú ætlar að spara miðað við væntar þarfir. Ef þú til dæmis ert ekki að nota peninginn í segjum 12-24 mánuði, þá að öllu jöfnu er rétt að setja að minnsta kosti einhvern hluta á bundinn reikning.“ Og ef að verðbólgan myndi skyndilega rjúka niður? „Þá er gott að hafa sparnaðinn á bundnum reikningi. Ef hún rýkur upp, þá er það bara eins og það er,“ segir Már hlæjandi.
Neytendur Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira