Nýir dagforeldrar fá milljón í stofnstyrk Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. júní 2023 13:00 Einar telur nýju tillögurnar ekki ósanngjarna fyrir þá sem þegar starfa sem dagforeldrar. Formaður borgarráðs segir nýjar tillögur sem borgarráð samþykkti í gær um starfsemi dagforeldra spara barnafólki tugi þúsunda. Á meðal þess sem tillögur kveða á um er að nýir dagforeldrar fái milljón í stofnstyrk. Tillagan kveður á um að dagforeldrar sem hefja starfsemi í Reykjavík fái stofnstyrk upp á eina milljón króna. Greiddar verða 250 þúsund krónur viðundirritun þjónustusamnings en 750 þúsund krónur ári síðar. Þá verður settur á árlegur aðstöðustyrkur til dagforeldra í Reykjavík upp á 150 þúsund krónur, sem tekur gildi eftir tvö ár í starfi auk þess sem Reykjavíkurborg mun skipuleggja og greiða fyrir slysavarnanámskeið á tveggja ára fresti fyrir alla dagforeldra.Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur og verðandi borgarstjóri segir stóru breytinguna felast í að þegar barn nær 18 mánaða aldri greiða foreldrar til dagforeldris sama gjald og í leikskóla. Áður hafði verið lofað að börn frá tólf mánaða aldri kæmust inn á leikskóla. „Reglur borgarinnar kveða á um það að börn eigi að vera komin inn um átján mánaða aldur,“ segir Einar. „Mér finnst mikilvægt að skapa jafnræði milli þeirra foreldra hvort þau eru hjá dagforeldrum eða inni í leikskólakerfinu, að þau greiði sama gjald. Við erum að mæta þeim fjölskyldum sem hafa beðið lengst eftir leikskólaplássi og eru hjá dagforeldrum með því að jafna þennan kostnað.“ Einar segir jafnframt að með þessu sé verið að lækka greiðslur foreldra um tugi þúsunda á mánuði. „Þetta er tilboð sem við erum að leggja fram samhliða því að auglýsa eftir húsnæði frá einkaaðilum, bæði jarðhæðir sem gætu hentað, færanlegar einingar á gæsluvöllum, verslunarrými sem eru ekki í notkun og aðstæður sem hæfa rekstri fyrir dagforeldra en hentar ekki sem leikskólapláss.“ Einar telur nýju tillögurnar ekki ósanngjarna fyrir þá sem þegar starfa sem dagforeldrar. „Þessar tillögur miða að því að fjölga dagforeldrum, bæta starfsumhverfi þeirra og kjör. Skóla- og frístundasvið átti góðan fund með báðum félögum dagforeldra og tillögurnar taka mið af þeirra sjónarmiðum um hvernig hægt er að gera það. Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Fæðingarorlof Skóla - og menntamál Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Tillagan kveður á um að dagforeldrar sem hefja starfsemi í Reykjavík fái stofnstyrk upp á eina milljón króna. Greiddar verða 250 þúsund krónur viðundirritun þjónustusamnings en 750 þúsund krónur ári síðar. Þá verður settur á árlegur aðstöðustyrkur til dagforeldra í Reykjavík upp á 150 þúsund krónur, sem tekur gildi eftir tvö ár í starfi auk þess sem Reykjavíkurborg mun skipuleggja og greiða fyrir slysavarnanámskeið á tveggja ára fresti fyrir alla dagforeldra.Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur og verðandi borgarstjóri segir stóru breytinguna felast í að þegar barn nær 18 mánaða aldri greiða foreldrar til dagforeldris sama gjald og í leikskóla. Áður hafði verið lofað að börn frá tólf mánaða aldri kæmust inn á leikskóla. „Reglur borgarinnar kveða á um það að börn eigi að vera komin inn um átján mánaða aldur,“ segir Einar. „Mér finnst mikilvægt að skapa jafnræði milli þeirra foreldra hvort þau eru hjá dagforeldrum eða inni í leikskólakerfinu, að þau greiði sama gjald. Við erum að mæta þeim fjölskyldum sem hafa beðið lengst eftir leikskólaplássi og eru hjá dagforeldrum með því að jafna þennan kostnað.“ Einar segir jafnframt að með þessu sé verið að lækka greiðslur foreldra um tugi þúsunda á mánuði. „Þetta er tilboð sem við erum að leggja fram samhliða því að auglýsa eftir húsnæði frá einkaaðilum, bæði jarðhæðir sem gætu hentað, færanlegar einingar á gæsluvöllum, verslunarrými sem eru ekki í notkun og aðstæður sem hæfa rekstri fyrir dagforeldra en hentar ekki sem leikskólapláss.“ Einar telur nýju tillögurnar ekki ósanngjarna fyrir þá sem þegar starfa sem dagforeldrar. „Þessar tillögur miða að því að fjölga dagforeldrum, bæta starfsumhverfi þeirra og kjör. Skóla- og frístundasvið átti góðan fund með báðum félögum dagforeldra og tillögurnar taka mið af þeirra sjónarmiðum um hvernig hægt er að gera það.
Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Fæðingarorlof Skóla - og menntamál Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira