Samkomulagið er á milli Sambandsflokksins, Sannra Finna, Sænska þjóðarfloksins og kristilegra demókrata. Viðræður þeirra höfðu staðið yfir í 44 daga.
„Við erum með vandlega smíðaðan stjórnarsáttmála. Við vildum ganga nokkuð langt með sáttmálanna til þess að við gætum breytt hlutunum hratt í Finnlandi,“ sagði Orpo þegar hann tilkynnti að sáttmálinn væri í höfn í gærkvöldi.
Finnska ríkisútvarpið YLE segir miklar vangaveltur um innihald stjórnarsáttmálans í þarlendum fjölmiðlum í dag. Götublaðið Iltalehti heldur því fram nýja hægristjórnin ætli meðal annars að taka upp harðari stefnu í útlendingamálum og fjölga lögreglumönnum um tíu prósent.
Fulltrúar flokkanna ætla að kynna stjórnarsáttmálann síðdegis í dag að finnskum tíma.