Undirbúningur framkvæmda í uppnám Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júní 2023 22:55 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Steingrímur Dúi Másson Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. Talsmaður Verndarsjóðs villtra laxastofna, sem var á meðal níu kærenda, fagnar niðurstöðunni og vonar að virkjunin sé núna úr sögunni. Rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2: Í ítarlegum úrskurði nefndarinnar kemur meðal annars fram að leyfisveitandinn Orkustofnun hafi, í ljósi umfangs framkvæmdanna, átt að fara í mun nánari athugun á leyfinu með hliðsjón af vatnaáætlun. „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Undibúningur hefur auðvitað staðið mjög lengi, vandað mjög til hans og farið eftir tilmælum. Þannig það virðast hafa verið ágallar hjá Orkustofnun en við eigum eftir að kynna okkur þetta betur,“ segir Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar í samtali við fréttastofu. „Við vonum að þetta taki ekki of langan tíma. Það er ljóst að það verða seinkanir og það er slæmt þar sem það er þörf fyrir endurnýjanlegri orku í samfélaginu og svona framkvæmdir taka að minnsta kosti fjögur ár. Frekari seinkanir seinka þá því bara að það verði orka til afhendingar fyrir þau verkefni sem samfélagið vill ráðast í.“ Landsvirkjun hefur boðið út fyrstu undirbúningsáfanga framkvæmda við Hvammsvirkjun. Tilboð átti að opna strax í næstu viku og var stefnt að því að hefja framkvæmdir í næsta mánuði. „Markmiðið var að það yrði opnað í sumar og gengið til samninga til lægstbjóðanda. Við þurfum bara að meta stöðuna en þetta mun setja þetta allt í uppnám, geri ég ráð fyrir,“ segir Hörður. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir úrskurðinn koma eins og þrumu úr heiðskíru lofti og hann væri mikil vonbrigði. Strax yrði farið í það að greina stöðuna. Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Orkuskipti Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Orkustofnun hafi átt að fara í mun nánari athugun Úskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í dag úr gildi virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Í ítarlegum úrskurði nefndarinnar kemur meðal annars fram að Orkustofnun hafi, í ljósi umfangs framkvæmdanna, átt að fara í mun nánari athugun á leyfinu með hliðsjón af vatnaáætlun. 15. júní 2023 19:35 Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. Talsmaður Verndarsjóðs villtra laxastofna, sem var á meðal níu kærenda, fagnar niðurstöðunni og vonar að virkjunin sé núna úr sögunni. Rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2: Í ítarlegum úrskurði nefndarinnar kemur meðal annars fram að leyfisveitandinn Orkustofnun hafi, í ljósi umfangs framkvæmdanna, átt að fara í mun nánari athugun á leyfinu með hliðsjón af vatnaáætlun. „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Undibúningur hefur auðvitað staðið mjög lengi, vandað mjög til hans og farið eftir tilmælum. Þannig það virðast hafa verið ágallar hjá Orkustofnun en við eigum eftir að kynna okkur þetta betur,“ segir Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar í samtali við fréttastofu. „Við vonum að þetta taki ekki of langan tíma. Það er ljóst að það verða seinkanir og það er slæmt þar sem það er þörf fyrir endurnýjanlegri orku í samfélaginu og svona framkvæmdir taka að minnsta kosti fjögur ár. Frekari seinkanir seinka þá því bara að það verði orka til afhendingar fyrir þau verkefni sem samfélagið vill ráðast í.“ Landsvirkjun hefur boðið út fyrstu undirbúningsáfanga framkvæmda við Hvammsvirkjun. Tilboð átti að opna strax í næstu viku og var stefnt að því að hefja framkvæmdir í næsta mánuði. „Markmiðið var að það yrði opnað í sumar og gengið til samninga til lægstbjóðanda. Við þurfum bara að meta stöðuna en þetta mun setja þetta allt í uppnám, geri ég ráð fyrir,“ segir Hörður. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir úrskurðinn koma eins og þrumu úr heiðskíru lofti og hann væri mikil vonbrigði. Strax yrði farið í það að greina stöðuna.
Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Orkuskipti Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Orkustofnun hafi átt að fara í mun nánari athugun Úskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í dag úr gildi virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Í ítarlegum úrskurði nefndarinnar kemur meðal annars fram að Orkustofnun hafi, í ljósi umfangs framkvæmdanna, átt að fara í mun nánari athugun á leyfinu með hliðsjón af vatnaáætlun. 15. júní 2023 19:35 Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10
Orkustofnun hafi átt að fara í mun nánari athugun Úskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í dag úr gildi virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Í ítarlegum úrskurði nefndarinnar kemur meðal annars fram að Orkustofnun hafi, í ljósi umfangs framkvæmdanna, átt að fara í mun nánari athugun á leyfinu með hliðsjón af vatnaáætlun. 15. júní 2023 19:35
Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08