Hallveig leggur skóna á hilluna 27 ára gömul: „Langaði að hætta á toppnum“ Aron Guðmundsson skrifar 16. júní 2023 08:01 Hallveig Jónsdóttir hefur lagt skóna á hilluna Vísir/Skjáskot Hallveig Jónsdóttir, sem hefur undanfarin tímabil verið fyrirliði Íslandsmeistara Vals í körfubolta, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna aðeins 27 ára gömul. Hallveig á yfir að skipa afar farsælum ferli hjá Val en þar hefur hún orðið Íslandsmeistari í þrígang, tvívegis orðið deildarmeistari og einu sinni bikarmeistari. Þá á hún að baki yfir 350 leiki í efstu deild hér á landi og segir ákvörðunina, um að láta gott heita af körfuboltaiðkun, hafa blundað lengi hjá sér. „Væntanlega kemur þessi ákvörðun mín mörgum á óvart en þau sem standa mér allra næst vita að þetta er ekkert óvænt og engin skyndiákvörðun sem ég er að taka. Þetta hefur blundað í mér en fyrst og fremst er ég bara pínu spennt fyrir því að lifa lífinu án þess að vera alltaf að hugsa um æfingar og keppni, sem hefur þó verið æðislegt allan þennan tíma. Á þessum tímapunkti er ég bara spennt fyrir því að prófa eitthvað nýtt, svo hef ég verið að glíma við smávægileg meiðsli og er í fullri vinnu sem gerir þetta svona að rútínu á borð við vinna, æfa og spila. Þetta hefur verið æðislegur tími en nú er ég spennt fyrir einhverju nýju.“ Hún hafi ekki tekið þessa ákvörðun í einni svipan bara vegna þess að það hentaði henni. „Þetta hefur blundað lengi í mér og hefur legið svolítið á mér. Ég hugsaði um að hætta í fyrra en fannst það þá ekki alveg vera rétti tímapunkturinn. Þetta félag er svo geggjað og liðið sem ég var hluti af var svo geggjað að það hélt mér alltaf bara áfram í þessu. Það var rétt ákvörðun að halda áfram að spila þá, mig langaði að hætta á toppnum og með titilinn í höndunum og það gekk upp. Ég finn að þetta er rétta ákvörðunin fyrir mig.“ Hallveig endaði ferilinn á Íslandsmeistaratitli með ValVísir/Hulda Margrét Sigursæl hefur hún verið hjá Val en það eru ekki titlarnir sem standa upp úr þegar hún litur yfir feril sinn. „Það sem stendur upp úr, ætli það sé ekki bara þessi gamla góða klisja, allt fólkið sem maður er búin að kynnast og vinskapurinn sem hefur myndast á þessum tíma. Ég er mjög þakklát fyrir allt fólkið sem ég hef kynnst. Auðvitað er gaman að hafa þessa titla en það sem ég held mest upp á er allur vinskapurinn sem ég hef eignast á þessum tíma.“ Segir ekki skilið við Val Hún hefur þó ekki sagt alfarið skilið við Val. „Ég ætla mér nú að vera eitthvað áfram í kringum liðið á næsta tímabili, leggja eitthvað til málanna. Valsheimilið er ekkert að fara sakna mín of lengi. Hvaða þýðingu hefur Valur fyrir þig eftir allan þennan tíma? „Eiginlega bara hættulega mikla þýðingu. Valur er félag sem mér finnst vera framar öðrum hvað varðar kynjajafnrétti sem og utanumhald um leikmenn. Þetta er frábært félag sem hefur gert ofboðslega mikið fyrir mig. Mér þykir ótrúlega vænt um þetta félag, mér finnst það gera alveg ofboðslega margt vel.“ En hvað gerist ef þú færð löngunina til þess að stíga aftur fæti inn á körfuboltavöllinn? „Ég er nú ekki búin að skrá mig úr Val. Þannig ef mér leiðist alveg brjálæðislega mikið í nóvember eða hvenær sem það verður þá tek ég skóna af hillunni og drulla mér á völlinn.“ Subway-deild kvenna Körfubolti Valur Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Hallveig á yfir að skipa afar farsælum ferli hjá Val en þar hefur hún orðið Íslandsmeistari í þrígang, tvívegis orðið deildarmeistari og einu sinni bikarmeistari. Þá á hún að baki yfir 350 leiki í efstu deild hér á landi og segir ákvörðunina, um að láta gott heita af körfuboltaiðkun, hafa blundað lengi hjá sér. „Væntanlega kemur þessi ákvörðun mín mörgum á óvart en þau sem standa mér allra næst vita að þetta er ekkert óvænt og engin skyndiákvörðun sem ég er að taka. Þetta hefur blundað í mér en fyrst og fremst er ég bara pínu spennt fyrir því að lifa lífinu án þess að vera alltaf að hugsa um æfingar og keppni, sem hefur þó verið æðislegt allan þennan tíma. Á þessum tímapunkti er ég bara spennt fyrir því að prófa eitthvað nýtt, svo hef ég verið að glíma við smávægileg meiðsli og er í fullri vinnu sem gerir þetta svona að rútínu á borð við vinna, æfa og spila. Þetta hefur verið æðislegur tími en nú er ég spennt fyrir einhverju nýju.“ Hún hafi ekki tekið þessa ákvörðun í einni svipan bara vegna þess að það hentaði henni. „Þetta hefur blundað lengi í mér og hefur legið svolítið á mér. Ég hugsaði um að hætta í fyrra en fannst það þá ekki alveg vera rétti tímapunkturinn. Þetta félag er svo geggjað og liðið sem ég var hluti af var svo geggjað að það hélt mér alltaf bara áfram í þessu. Það var rétt ákvörðun að halda áfram að spila þá, mig langaði að hætta á toppnum og með titilinn í höndunum og það gekk upp. Ég finn að þetta er rétta ákvörðunin fyrir mig.“ Hallveig endaði ferilinn á Íslandsmeistaratitli með ValVísir/Hulda Margrét Sigursæl hefur hún verið hjá Val en það eru ekki titlarnir sem standa upp úr þegar hún litur yfir feril sinn. „Það sem stendur upp úr, ætli það sé ekki bara þessi gamla góða klisja, allt fólkið sem maður er búin að kynnast og vinskapurinn sem hefur myndast á þessum tíma. Ég er mjög þakklát fyrir allt fólkið sem ég hef kynnst. Auðvitað er gaman að hafa þessa titla en það sem ég held mest upp á er allur vinskapurinn sem ég hef eignast á þessum tíma.“ Segir ekki skilið við Val Hún hefur þó ekki sagt alfarið skilið við Val. „Ég ætla mér nú að vera eitthvað áfram í kringum liðið á næsta tímabili, leggja eitthvað til málanna. Valsheimilið er ekkert að fara sakna mín of lengi. Hvaða þýðingu hefur Valur fyrir þig eftir allan þennan tíma? „Eiginlega bara hættulega mikla þýðingu. Valur er félag sem mér finnst vera framar öðrum hvað varðar kynjajafnrétti sem og utanumhald um leikmenn. Þetta er frábært félag sem hefur gert ofboðslega mikið fyrir mig. Mér þykir ótrúlega vænt um þetta félag, mér finnst það gera alveg ofboðslega margt vel.“ En hvað gerist ef þú færð löngunina til þess að stíga aftur fæti inn á körfuboltavöllinn? „Ég er nú ekki búin að skrá mig úr Val. Þannig ef mér leiðist alveg brjálæðislega mikið í nóvember eða hvenær sem það verður þá tek ég skóna af hillunni og drulla mér á völlinn.“
Subway-deild kvenna Körfubolti Valur Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti