Innlent

Vonbrigði og slæmar fréttir fyrir íslenskt samfélag

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Egill

Landsvirkjun segir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, þar sem virkjunarleyfi Hvammsvikjunar er fellt úr gildi, vonbrigði. Ákvörðunin komi á óvart.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Landsvikjunar.

Greint var frá ákvörðun nefndarinnar í dag og hefur niðurfelling virkjunarleyfisins væntanlega þau áhrif að framkvæmdaleyfi, sem Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur samþykkt, verður einnig ógilt.

Sjá einnig: Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi

„Landsvirkjun mun leggja mat á það næstu daga hvað úrskurðurinn felur í sér og hversu mikil áhrif hann hefur á verkefnið,“ segir í tilkynningunni.

Úrskurðurinn komi á óvart „þar sem að leiðbeiningum Orkustofnunar um umsókn um virkjanaleyfi hefur verið fylgt í einu og öllu,“ eins og það er orðað. Gerir Landsvirkjun ráð fyrir því að fá frekari leiðbeiningar frá Orkustofnun um næstu skref. 

„Mögulega seinkar þessi ákvörðun framkvæmdinni eitthvað. Það væru slæmar fréttir fyrir íslenskt samfélag sem stefnir að orkuskiptum en skortur á endurnýjanlegri orku er fyrirsjáanlegur á næstu árum.“


Tengdar fréttir

Sveitar­stjórn frestar af­greiðslu á fram­kvæmda­leyfi fyrir Hvamms­virkjun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn.

Þrjá­tíu ára deilum um Hvamms­virkjun lokið

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×