Lykilhráefni lífs í neðanjarðarhafi tungls Satúrnusar Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2023 20:02 Baklýstir strókar vatnsíss ganga upp úr sprungum í ísskorpunni á suðurpól Enkeladusar. Cassini-geimfarið flaug í gegnum strókana og efnagreindi þá. Myndin var tekin í leiðangri Cassini árið 2009. NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute Ofgnótt af frumefninu fosfór, sem er nauðsynleg byggingareining lífs eins og við þekkjum það, er líklega að finna í neðanjarðarhafi undir ísskorpi Enkeladusar, tungls Satúrnusar. Efnasambönd sem innihalda frumefnið fundust í einum hringja Satúrnusar sem íshverir Enkeladusar fóðra. Jarðfræðilega virk ístungl eins og Enkeladus þykja einhverjir líklegustu staðirnir utan jarðarinnar til að geta hýst líf í sólkerfinu okkar. Undir skorpum Enkeladusar og Evrópu, tungls Júpíters, er talið að sé að finna meira fljótandi vatn en í öllum höfum jarðar. Tilgátan er að þrátt fyrir sólarleysið gæti líf hafa kviknað við jarðhitastrýtur á hafsbotninum, líkar þeim sem þekkjast á jörðinni. Forsenda þess er þó að frumefni sem eru nauðsynleg lífi, að minnsta kosti í þeirri mynd sem við þekkjum það, séu til staðar í þessum framandi höfum. Stjörnufræðingar hafa fundið natríum, kalín, klór og karbónatsambönd með því að efnagreina ískorn sem spýtast út um sprungur á yfirborði Enkeladusar. Svonefndur E-hringur Satúrnusar er daufur hringur úr ísögnum utan við breiðu og björtu aðalhringina. Ísstrókar Enkeladusar eru taldir leggja E-hringnum til efni. Skuggahlið tunglsins sést á myndinni inni í hringnum.NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute Ný greining vísindamanna á gögnum sem bandaríska geimfarið Cassini safnaði um svonefndan E-hring Satúrnusar leiddi í ljós að ískorn sem eru talin upprunin úr hafi Enkeladusar innihalda fosföt, efnasambönd sem innihalda fosfór. Cassini flaug ítrekað í gengum stróka sem stóðu upp úr ísskorpu Enkeladusar á þeim þrettán árum sem leiðangurinn stóð yfir. Fosfór er minnst útbreitt þeirra frumefna sem þarf í líffræðileg ferli og það hafði ekki fundist á Enkeladusi áður. Það er meðal annars byggingareining kjarnsýra og er að finna í beinum spendýra, frumuhimnum og í þörungum í sjó. Frumefnið er einnig í lykilhlutverki í sameindum sem flytja orku í jarðneskum lífverum. Sláandi uppgötvun í stjörnulíffræði Þetta er í fyrsta skipti sem fosfór finnst í hafi utan jarðarinnar. Rannsóknir á tilraunastofu benda til þess að styrkur fosfórs í hafi Enkeladusar sé að minnsta kosti hundrað sinnum meiri en í höfum jarðar, að því er kemur fram í grein á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Út frá gögnunum og tölvulíkönum telja stjörnufræðingarnir að fosföt kunni að vera að finna í fleiri neðanjarðarhöfum í sólkerfinu, sérstaklega á hnöttum sem mynduðust úr ís frá myndun sólkerfisins sem inniheldur koltvísýring og þar sem fljótandi vatn kemst í snertingu við berg. Auk Evrópu hafa stjörnufræðingar séð merki þess að neðanjarðarhaf sé að finna á Ganýmedesi og Kallistó, tunglum Júpíters, og Trítoni, tungli Neptúnusar. Sambærilegir ísstrókar og þekktir eru á Enkeladusi hafi sést stafa frá yfirborði Trítons. „Þetta lykilhráefni gæti verið í svo miklu magni að það gæti staðið undir lífi í hafi Enkeladusar. Þetta er sláandi uppgötvun í stjörnulíffræði,“ segir Christopher Glein, reikistjörnu- og efnafræðingur við Southwest Research Intistute í Texas í Bandaríkjunum og einn rannsakendanna. Glein leggur þó áherslu á að niðurstaðan þýði ekki að líf hafi fundist á Enkeladusi. „Það er nauðsynlegt að hafa hráefnin en það getur verið að þau séu ekki nóg til þess að umhverfi utan jarðarinnar geti hýst líf. Hvort að líf gæti hafa kviknað í hafi Enkeladusar er enn opin spurning.“ Satúrnus Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Stærsti „garðúðari“ sólkerfisins við Satúrnus Hátt í tíu þúsund kílómetra langur vatnsstrókur frá Enkeladusi, ístungli Satúrnusar, sést teygja sig um reikistjörnukerfið eins og gusa úr garðúðara á nýlegum myndum James Webb-sjónaukans. Aldrei áður hefur slíkur strókur sést spanna svo miklar vegalengdir. 1. júní 2023 15:18 Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45 Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Jarðfræðilega virk ístungl eins og Enkeladus þykja einhverjir líklegustu staðirnir utan jarðarinnar til að geta hýst líf í sólkerfinu okkar. Undir skorpum Enkeladusar og Evrópu, tungls Júpíters, er talið að sé að finna meira fljótandi vatn en í öllum höfum jarðar. Tilgátan er að þrátt fyrir sólarleysið gæti líf hafa kviknað við jarðhitastrýtur á hafsbotninum, líkar þeim sem þekkjast á jörðinni. Forsenda þess er þó að frumefni sem eru nauðsynleg lífi, að minnsta kosti í þeirri mynd sem við þekkjum það, séu til staðar í þessum framandi höfum. Stjörnufræðingar hafa fundið natríum, kalín, klór og karbónatsambönd með því að efnagreina ískorn sem spýtast út um sprungur á yfirborði Enkeladusar. Svonefndur E-hringur Satúrnusar er daufur hringur úr ísögnum utan við breiðu og björtu aðalhringina. Ísstrókar Enkeladusar eru taldir leggja E-hringnum til efni. Skuggahlið tunglsins sést á myndinni inni í hringnum.NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute Ný greining vísindamanna á gögnum sem bandaríska geimfarið Cassini safnaði um svonefndan E-hring Satúrnusar leiddi í ljós að ískorn sem eru talin upprunin úr hafi Enkeladusar innihalda fosföt, efnasambönd sem innihalda fosfór. Cassini flaug ítrekað í gengum stróka sem stóðu upp úr ísskorpu Enkeladusar á þeim þrettán árum sem leiðangurinn stóð yfir. Fosfór er minnst útbreitt þeirra frumefna sem þarf í líffræðileg ferli og það hafði ekki fundist á Enkeladusi áður. Það er meðal annars byggingareining kjarnsýra og er að finna í beinum spendýra, frumuhimnum og í þörungum í sjó. Frumefnið er einnig í lykilhlutverki í sameindum sem flytja orku í jarðneskum lífverum. Sláandi uppgötvun í stjörnulíffræði Þetta er í fyrsta skipti sem fosfór finnst í hafi utan jarðarinnar. Rannsóknir á tilraunastofu benda til þess að styrkur fosfórs í hafi Enkeladusar sé að minnsta kosti hundrað sinnum meiri en í höfum jarðar, að því er kemur fram í grein á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Út frá gögnunum og tölvulíkönum telja stjörnufræðingarnir að fosföt kunni að vera að finna í fleiri neðanjarðarhöfum í sólkerfinu, sérstaklega á hnöttum sem mynduðust úr ís frá myndun sólkerfisins sem inniheldur koltvísýring og þar sem fljótandi vatn kemst í snertingu við berg. Auk Evrópu hafa stjörnufræðingar séð merki þess að neðanjarðarhaf sé að finna á Ganýmedesi og Kallistó, tunglum Júpíters, og Trítoni, tungli Neptúnusar. Sambærilegir ísstrókar og þekktir eru á Enkeladusi hafi sést stafa frá yfirborði Trítons. „Þetta lykilhráefni gæti verið í svo miklu magni að það gæti staðið undir lífi í hafi Enkeladusar. Þetta er sláandi uppgötvun í stjörnulíffræði,“ segir Christopher Glein, reikistjörnu- og efnafræðingur við Southwest Research Intistute í Texas í Bandaríkjunum og einn rannsakendanna. Glein leggur þó áherslu á að niðurstaðan þýði ekki að líf hafi fundist á Enkeladusi. „Það er nauðsynlegt að hafa hráefnin en það getur verið að þau séu ekki nóg til þess að umhverfi utan jarðarinnar geti hýst líf. Hvort að líf gæti hafa kviknað í hafi Enkeladusar er enn opin spurning.“
Satúrnus Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Stærsti „garðúðari“ sólkerfisins við Satúrnus Hátt í tíu þúsund kílómetra langur vatnsstrókur frá Enkeladusi, ístungli Satúrnusar, sést teygja sig um reikistjörnukerfið eins og gusa úr garðúðara á nýlegum myndum James Webb-sjónaukans. Aldrei áður hefur slíkur strókur sést spanna svo miklar vegalengdir. 1. júní 2023 15:18 Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45 Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Stærsti „garðúðari“ sólkerfisins við Satúrnus Hátt í tíu þúsund kílómetra langur vatnsstrókur frá Enkeladusi, ístungli Satúrnusar, sést teygja sig um reikistjörnukerfið eins og gusa úr garðúðara á nýlegum myndum James Webb-sjónaukans. Aldrei áður hefur slíkur strókur sést spanna svo miklar vegalengdir. 1. júní 2023 15:18
Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45
Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15