Heimildarmenn BBC segja heilu fjölskyldurnar svelta til bana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júní 2023 07:57 Kim Jong Un ásamt dóttur sinni. Á meðan elítan lifir í vellystingum virðist sem hungursneyð sé mögulega í uppsiglingu. epa/KCNA „Ríkið segir okkur að við séum í faðmi móður okkar. En hvaða móðir myndi taka barn sitt af lífi um miðjan dag fyrir að flýja til Kína af því að það var að svelta?“ Að þessu spyr Chan Ho, einn þriggja íbúa í Norður-Kóreu sem hefur átt í leynilegum samskiptum við BBC um nokkurt skeið. Chan Ho er dulnefni. Einstaklingarnir sem BBC hefur rætt við hafa ótrúlega sögu að segja; af heilu fjölskyldunum sem svelta og harkalegum refsiaðgerðum stjórnvalda gegn öllum þeim sem voga sér að brjóta gegn settum reglum, jafnvel þótt það sé aðeins til að halda sjálfum sér og fjölskyldu sinni á lífi. Þeir segja ástandið hafa versnað til muna eftir að landamærunum var lokað í byrjun árs 2020 vegna Covid-19. Lokað var á innflutning ýmissa nauðsynja og smygl, sem hélt lífinu í mörgum fjölskyldum, varð nær ómögulegt. Áður en landamærunum var lokað seldi Myong Suk sýklalyf og önnur nauðsynleg lyf á markaðnum, sem hún hafði látið smygla fyrir sig frá Kína. Nú er nær ómögulegt að komast yfir nokkuð til að selja og Myong Suk segist hafa stanslausar áhyggjur. BBC segir hana í sömu sporum og flestar konur í Norður-Kóreu, sem hafa hingað til verið aðalfyrirvinna fjölskyldunnar þar sem mennirnir eru skikkaðir í störf sem skila nánast engu til heimilisins. Á mörkuðunum er nú nánast ekkert að fá. Þegar Covid-19 breiddist út hafði Chan Ho fyrst áhyggjur af því að deyja úr sjúkdómnum. Eftir því sem tíminn leið fór hann þó að hafa mun meiri áhyggjur af því að svelta. Í þorpinu þar sem hann býr voru kona sem var orðin óvinnufær og börnin hennar tvö fyrst til að deyja úr hungri. Svo móðir sem var dæmd til erfiðisvinnu fyrir að brjóta gegn sóttvarnareglum og sonur hennar. Þá var sonur vinar Chan Ho nýlega leystur undan herskyldu vegna vannæringar. Hann dó skömmu síðar. „Ég get ekki sofið þegar ég hugsa um börnin mín, að þau þurfi að lifa í þessu vonlausa helvíti,“ segir Chan Ho. Í höfuðborginni Pyongyang reynir Ji Yeon að aðstoða þá sem minna mega sín, jafnvel þótt hún þurfi sjálf að berjast fyrir því að halda fjölskyldu sinni á lífi. Hún segir betlurum hafa fjölgað og þegar hún athugar með þá sem liggja í götunni reynast flestir þeirra látnir. Einn daginn bankaði hún á dyr nágrannafjölskyldunnar, til að færa þeim vatn. Ekkert svar. Þegar yfirvöld fóru inn þremur dögum síðar kom í ljós að allir voru látnir; höfðu soltið til dauða. Aftökur eru daglegt brauð en þrátt fyrir stöðugan áróður stjórnvalda og sambandsleysið við umheiminn virðist unga fólkið hafa sínar efasemdir. „Við ólumst upp við gjafir frá ríkinu en undir Kim Jong Un hefur fólk ekki fengið neitt,“ segir Ryu Hyun Woo, fyrrverandi diplómati sem flúði árið 2019. „Unga fólkið spyr sig nú að því hvað stjórnvöld hafi gert fyrir það.“ Prófessorinn Andrei Lankov, sem hefur rannsakað Norður-Kóreu í 40 ár, segir hins vegar áhyggjuefni hversu vel stjórnvöldum hefur tekist að sá vantrausti meðal íbúa í garð hvors annars. „Ef fólk treystir ekki hvort öðru er ómögulegt fyrir andstöðu að dafna,“ segir hann. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC. Norður-Kórea Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Að þessu spyr Chan Ho, einn þriggja íbúa í Norður-Kóreu sem hefur átt í leynilegum samskiptum við BBC um nokkurt skeið. Chan Ho er dulnefni. Einstaklingarnir sem BBC hefur rætt við hafa ótrúlega sögu að segja; af heilu fjölskyldunum sem svelta og harkalegum refsiaðgerðum stjórnvalda gegn öllum þeim sem voga sér að brjóta gegn settum reglum, jafnvel þótt það sé aðeins til að halda sjálfum sér og fjölskyldu sinni á lífi. Þeir segja ástandið hafa versnað til muna eftir að landamærunum var lokað í byrjun árs 2020 vegna Covid-19. Lokað var á innflutning ýmissa nauðsynja og smygl, sem hélt lífinu í mörgum fjölskyldum, varð nær ómögulegt. Áður en landamærunum var lokað seldi Myong Suk sýklalyf og önnur nauðsynleg lyf á markaðnum, sem hún hafði látið smygla fyrir sig frá Kína. Nú er nær ómögulegt að komast yfir nokkuð til að selja og Myong Suk segist hafa stanslausar áhyggjur. BBC segir hana í sömu sporum og flestar konur í Norður-Kóreu, sem hafa hingað til verið aðalfyrirvinna fjölskyldunnar þar sem mennirnir eru skikkaðir í störf sem skila nánast engu til heimilisins. Á mörkuðunum er nú nánast ekkert að fá. Þegar Covid-19 breiddist út hafði Chan Ho fyrst áhyggjur af því að deyja úr sjúkdómnum. Eftir því sem tíminn leið fór hann þó að hafa mun meiri áhyggjur af því að svelta. Í þorpinu þar sem hann býr voru kona sem var orðin óvinnufær og börnin hennar tvö fyrst til að deyja úr hungri. Svo móðir sem var dæmd til erfiðisvinnu fyrir að brjóta gegn sóttvarnareglum og sonur hennar. Þá var sonur vinar Chan Ho nýlega leystur undan herskyldu vegna vannæringar. Hann dó skömmu síðar. „Ég get ekki sofið þegar ég hugsa um börnin mín, að þau þurfi að lifa í þessu vonlausa helvíti,“ segir Chan Ho. Í höfuðborginni Pyongyang reynir Ji Yeon að aðstoða þá sem minna mega sín, jafnvel þótt hún þurfi sjálf að berjast fyrir því að halda fjölskyldu sinni á lífi. Hún segir betlurum hafa fjölgað og þegar hún athugar með þá sem liggja í götunni reynast flestir þeirra látnir. Einn daginn bankaði hún á dyr nágrannafjölskyldunnar, til að færa þeim vatn. Ekkert svar. Þegar yfirvöld fóru inn þremur dögum síðar kom í ljós að allir voru látnir; höfðu soltið til dauða. Aftökur eru daglegt brauð en þrátt fyrir stöðugan áróður stjórnvalda og sambandsleysið við umheiminn virðist unga fólkið hafa sínar efasemdir. „Við ólumst upp við gjafir frá ríkinu en undir Kim Jong Un hefur fólk ekki fengið neitt,“ segir Ryu Hyun Woo, fyrrverandi diplómati sem flúði árið 2019. „Unga fólkið spyr sig nú að því hvað stjórnvöld hafi gert fyrir það.“ Prófessorinn Andrei Lankov, sem hefur rannsakað Norður-Kóreu í 40 ár, segir hins vegar áhyggjuefni hversu vel stjórnvöldum hefur tekist að sá vantrausti meðal íbúa í garð hvors annars. „Ef fólk treystir ekki hvort öðru er ómögulegt fyrir andstöðu að dafna,“ segir hann. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC.
Norður-Kórea Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent