Ríkisstjórnin bjóði upp á ófremdarástand fyrir fatlaða Bjarki Sigurðsson skrifar 14. júní 2023 11:33 María Pétursdóttir er formaður húsnæðismálahóps ÖBÍ. Öryrkjabandalag Íslands hefur sent ákall til ríkisstjórnarinnar að bregðast við því sem bandalagið kallar ófremdarástand í húsnæðismálum fatlaðs fólks. Bandalagið segir ríkisstjórnina fá falleinkunn. Húsnæðismálahópur Öryrkjabandalags Íslands krefst þess að ríkisstjórnin bregðist við ástandinu í húsnæðismálum fatlaðs fólks. Í áskorun sem hópurinn sendi frá sér í dag segir meðal annars að tryggja þurfi betra öryggi fólks sem hefur skammtíma leigusamninga gagnvart hækkun umfram vísitölu. Það þurfi að gera það óheimilt að hækka leiguna umfram hana. Háalvarleg staða María Pétursdóttir, formaður húsnæðismálahópsins, segir að yfirvöld fái falleinkunn þegar kemur að því að tryggja fötluðu fólki stuðning í húsnæðismálum. „Það hefur alltaf verið vitað að það eru fleiri fatlaðir á leigumarkaðnum heldur en á eignamarkaðnum. Það sýnir sig í okkar könnun og það eru í kringum tuttugu prósent fleiri sem eiga sitt eigið húsnæði af ófötluðu fólki heldur en fötluðu fólki. Sem er háalvarleg staða. Þessi hópur sem hefur það hvað verst er, það er ansi mikið af fötluðu fólki innan þess hóps,“ segir María. Of lítið of seint Þá komi aðhaldsaðgerðir og stýrivaxtahækkanir verulega niður á öryrkjum þrátt fyrir að þeir séu lítill valdur að hækkandi verðbólgu. „Biðlistar eru alveg hrikalega langir alls staðar. Að jafnaði þarf fólk að bíða í þrjú ár eða meira á svona biðlistum. Þannig þetta er bara hrikalegt ástand. Það er vel að bæta við stofnframlögum eitt og eitt ár í senn en það er mjög vanhugsað að mæta ekki uppsafnaðri íbúðaþörf landsmanna. Það er bara too little to late í rauninni,“ segir María. Ástandið ekki boðlegt Hún segir að það sé deginum ljósara að ekki fái allir sömu tækifærin í lífinu. „Þetta er einn tekjulægsti hópur þjóðarinnar. Þetta er náttúrulega bara ekki boðlegt ástand og að ríkisstjórnin skuli ekki koma inn í með meiri aðhaldsaðgerðir heldur en gerðar hafa verið er bara að okkar mati ótækt,“ segir María. Málefni fatlaðs fólks Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Húsnæðismálahópur Öryrkjabandalags Íslands krefst þess að ríkisstjórnin bregðist við ástandinu í húsnæðismálum fatlaðs fólks. Í áskorun sem hópurinn sendi frá sér í dag segir meðal annars að tryggja þurfi betra öryggi fólks sem hefur skammtíma leigusamninga gagnvart hækkun umfram vísitölu. Það þurfi að gera það óheimilt að hækka leiguna umfram hana. Háalvarleg staða María Pétursdóttir, formaður húsnæðismálahópsins, segir að yfirvöld fái falleinkunn þegar kemur að því að tryggja fötluðu fólki stuðning í húsnæðismálum. „Það hefur alltaf verið vitað að það eru fleiri fatlaðir á leigumarkaðnum heldur en á eignamarkaðnum. Það sýnir sig í okkar könnun og það eru í kringum tuttugu prósent fleiri sem eiga sitt eigið húsnæði af ófötluðu fólki heldur en fötluðu fólki. Sem er háalvarleg staða. Þessi hópur sem hefur það hvað verst er, það er ansi mikið af fötluðu fólki innan þess hóps,“ segir María. Of lítið of seint Þá komi aðhaldsaðgerðir og stýrivaxtahækkanir verulega niður á öryrkjum þrátt fyrir að þeir séu lítill valdur að hækkandi verðbólgu. „Biðlistar eru alveg hrikalega langir alls staðar. Að jafnaði þarf fólk að bíða í þrjú ár eða meira á svona biðlistum. Þannig þetta er bara hrikalegt ástand. Það er vel að bæta við stofnframlögum eitt og eitt ár í senn en það er mjög vanhugsað að mæta ekki uppsafnaðri íbúðaþörf landsmanna. Það er bara too little to late í rauninni,“ segir María. Ástandið ekki boðlegt Hún segir að það sé deginum ljósara að ekki fái allir sömu tækifærin í lífinu. „Þetta er einn tekjulægsti hópur þjóðarinnar. Þetta er náttúrulega bara ekki boðlegt ástand og að ríkisstjórnin skuli ekki koma inn í með meiri aðhaldsaðgerðir heldur en gerðar hafa verið er bara að okkar mati ótækt,“ segir María.
Málefni fatlaðs fólks Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira