Eldarnir í Kanada stærri en áður og kvikna mun fyrr Samúel Karl Ólason skrifar 14. júní 2023 09:25 Slökkviliðsmaður berst við skógarelda á Nýfundnalandi. AP Gífurlega umfangsmiklir og margir gróður- og skógareldar hafa logað í Kanada í vor og í sumar. Eldarnir eru stærri og fyrr á ferðinni en áður. Þá hafa þeir logað víðsvegar um landið og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. Fyrstu eldarnir kviknuðu í síðasta mánuði og hafa verið raktir til þess að eldingar sló niður í miðju og vestanverðu Kanada. Síðan kviknaði stærsti skógareldur sem vitað er um í Nýfundnalandi og umfangsmiklir eldar kviknuðu svo í Quebec. Reyk frá þeim eldum bar niður austurströnd Bandaríkjanna og alla leið til New York. Sjá einnig: Milljónum Bandaríkjamanna ráðlagt að taka upp grímuna á ný Eldatímabilið er þó varla farið af stað þetta árið. Eins og fram kemur í frétt Ríkisútvarps Kandada (CBC) hefur hið hefðbundna eldatímabil á undanförnum árum hafist um miðjan júlí. Þetta árið hafa fleiri hektarar brunnið nú en hefur gert öll síðustu ár. Undanfarin ár hafa skógareldar verið mestir í júlí, ágúst og í september. Í hekturum talið hefur ekki eins mikið af skóglendi brunnið í Kanada frá 1995. Rúmlega 5,1 milljónir hektara hafa brunnið en árið 1995 brunnu rúmlega 7,1 milljónir hektara og var það yfir allt árið. Auk þess að vera mun umfangsmeiri eru eldarnir einnig mun fleiri en þeir hafa verið, borið saman við meðaltal síðustu tíu ára. Mjög stórir eldar hafa logað í Kanada þetta árið, þó hið hefðbundna skógareldatímabil sé ekki hafið enn. Hér má sjá hve margir hektarar hafa brunnið í ár, borið saman við öll önnur, síðan mælingar hófust.Skógareldamiðstöð Kanada Í frétt CBC segir að veðurfarsbreytingar séu að breyta mörgum af skógum Kanada í graslendi. Meiri þurrkar, tíðari skógareldar og hlýnun séu að hafa mikil áhrif á skóglendi í Norður-Ameríku. Vísað er til nýlegrar rannsóknar þar sem svæði þar sem skógareldar hafa logað voru borin saman. Skoðaðir voru skógar sem brunnu en höfðu mikinn tíma til að jafna sig og bornir saman við skóga þar sem eldar kviknuðu fljótt aftur. Í seinni tilfellunum tóku Aspir við af öðrum trjám og tíðir eldar gátu breytt skógum í graslendi. Von er á að þessi þróun muni halda áfram í framtíðinni. Eldar geta hjálpað skógum en verði þeir of tíðir og of stórir, verða áhrifin mun verri. Slæmum eldum, ef svo má segja, hefur farið fjölgandi, og telja vísindamennirnir sem gerðu rannsóknina sem CBC vísar í að áhrifin á skóga Kanada muni verða mikil. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt CBC um að Kanada þurfi fleiri flugvélar sem hægt sé að nota til að varpa vatni á elda. Kanada Umhverfismál Gróðureldar Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Fyrstu eldarnir kviknuðu í síðasta mánuði og hafa verið raktir til þess að eldingar sló niður í miðju og vestanverðu Kanada. Síðan kviknaði stærsti skógareldur sem vitað er um í Nýfundnalandi og umfangsmiklir eldar kviknuðu svo í Quebec. Reyk frá þeim eldum bar niður austurströnd Bandaríkjanna og alla leið til New York. Sjá einnig: Milljónum Bandaríkjamanna ráðlagt að taka upp grímuna á ný Eldatímabilið er þó varla farið af stað þetta árið. Eins og fram kemur í frétt Ríkisútvarps Kandada (CBC) hefur hið hefðbundna eldatímabil á undanförnum árum hafist um miðjan júlí. Þetta árið hafa fleiri hektarar brunnið nú en hefur gert öll síðustu ár. Undanfarin ár hafa skógareldar verið mestir í júlí, ágúst og í september. Í hekturum talið hefur ekki eins mikið af skóglendi brunnið í Kanada frá 1995. Rúmlega 5,1 milljónir hektara hafa brunnið en árið 1995 brunnu rúmlega 7,1 milljónir hektara og var það yfir allt árið. Auk þess að vera mun umfangsmeiri eru eldarnir einnig mun fleiri en þeir hafa verið, borið saman við meðaltal síðustu tíu ára. Mjög stórir eldar hafa logað í Kanada þetta árið, þó hið hefðbundna skógareldatímabil sé ekki hafið enn. Hér má sjá hve margir hektarar hafa brunnið í ár, borið saman við öll önnur, síðan mælingar hófust.Skógareldamiðstöð Kanada Í frétt CBC segir að veðurfarsbreytingar séu að breyta mörgum af skógum Kanada í graslendi. Meiri þurrkar, tíðari skógareldar og hlýnun séu að hafa mikil áhrif á skóglendi í Norður-Ameríku. Vísað er til nýlegrar rannsóknar þar sem svæði þar sem skógareldar hafa logað voru borin saman. Skoðaðir voru skógar sem brunnu en höfðu mikinn tíma til að jafna sig og bornir saman við skóga þar sem eldar kviknuðu fljótt aftur. Í seinni tilfellunum tóku Aspir við af öðrum trjám og tíðir eldar gátu breytt skógum í graslendi. Von er á að þessi þróun muni halda áfram í framtíðinni. Eldar geta hjálpað skógum en verði þeir of tíðir og of stórir, verða áhrifin mun verri. Slæmum eldum, ef svo má segja, hefur farið fjölgandi, og telja vísindamennirnir sem gerðu rannsóknina sem CBC vísar í að áhrifin á skóga Kanada muni verða mikil. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt CBC um að Kanada þurfi fleiri flugvélar sem hægt sé að nota til að varpa vatni á elda.
Kanada Umhverfismál Gróðureldar Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira