Telja fjölda ferðamanna í ár geta jafnað fyrra met Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júní 2023 23:00 Frá Skógafossi í gær. Í myndbandi fréttarinnar má sjá regnboga birtast í fossgljúfrinu. Einar Árnason Nýjar tölur benda til þess að fleiri ferðamenn komi til landsins í ár en áður hafði verið spáð. Umferð á ferðamannstöðum á Suðurlandi er það mikil þessa dagana að þar telja menn að þetta ár verði ekki síðra en það sem áður var best. Í fréttum Stöðvar 2 var farið að Skógafossi, sem er með vinsælustu ferðamannastöðum landsins, en þar mátti í gær sjá aragrúa erlendra ferðamanna. Undir Eyjafjöllum reka Jóhann Þórir Jóhannsson og fjölskylda Hótel Önnu á Moldnúpi en einnig hótel og veitingastað við Skógafoss. Jóhann segir að yfir háannatímann komi þúsundir manna að fossinum á degi hverjum. Jóhann Þórir Jóhannsson er ferðaþjónustubóndi undir Eyjafjöllum.Einar Árnason „Þetta er gríðarlega mikill fólksfjöldi þarna. Við höfum nú verið að telja bíla þarna og rútur. Það eru tugir rúta á sama tíma. Þrjátíu rútur náðum við að telja á sama tíma í mars, sem var mjög góður tími fyrir okkur til dæmis. Þannig að það er mjög mikil traffík núna í gangi,“ segir Jóhann Þórir. Á Kirkjubæjarklaustri segir Benedikt Traustason, sérfræðingur Vatnajökulsþjóðgarðs, íslenska ferðamenn einnig mætta. „Íslendingar fylla tjaldsvæðin og síðan fullt af erlendum gestum sem sækja Skaftárhrepp heim.“ Benedikt Traustason er sérfræðingur Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri.Einar Árnason -Er þetta eitthvað meira en venjulega? „Þetta er alveg svona í meira lagi. Og allavega tölurnar sem við fáum úr Skaftafelli fyrir mars og apríl eru svona bara á pari við sumarmánuðina,“ segir Benedikt. „Þetta er bara mjög gott og þetta gæti hugsanlega orðið það stærsta sem við höfum séð,“ segir Jóhann Þórir. Horft niður á Skógafoss. Takið eftir regnboganum. Útsýnispallur er ofan við fossbrúnina hægra megin.Einar Árnason Raunar segir hagfræðideild Landsbankans nýjustu tölur benda til þess að þó nokkuð fleiri ferðamenn gætu komið til landsins í ár en áður var spáð. Þannig var fjöldi erlendra ferðamanna í maímánuði aðeins fimm prósentum undir fyrra meti frá árinu 2018, eða 158 þúsund núna miðað við 165 þúsund í maímánuði fyrir fimm árum. Jafnframt vekur hagfræðideildin athygli á því að bílaleigubílum í umferð haldi áfram að fjölga og að ferðamenn dvelji lengur en fyrir faraldur. „Júlí verður rosalega stór. Og ágúst. Miðað við hvernig september og október eru bókaðir þá reikna ég bara með að það verði ekki síðra heldur en var þegar best var,“ segir Jóhann ferðaþjónustubóndi á Moldnúpi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Skaftárhreppur Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Efnahagsmál Tengdar fréttir Lykilstærðir í hótelgeiranum að komast í svipað horf og fyrir faraldurinn Í stórum dráttum eru helstu lykilstærðir í hótelgeiranum að komast í svipað horf og þær voru fyrir Covid-19 heimsfaraldurinn. Dvalarlengdin er áþekk og verð í fyrrasumar, leiðrétt fyrir verðlagsbreytingum, voru ekki fjarri því sem fyrir farsóttina einkum þegar leið á sumarið, að sögn formanns Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu (FHG). 10. júní 2023 11:35 Ísland í efsta sæti yfir öruggustu lönd í heimi Fjórtánda árið í röð vermir Ísland toppsætið yfir tíu öruggustu lönd heims. Landið er einnig efst á lista yfir öruggustu lönd í Evrópu. 10. júní 2023 10:59 Sjö prósenta hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi Landsframleiðsla jókst um sjö prósent að raungildi á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tíma bili í fyrra. Útflutningur jókst um nærri ellefu prósent. 31. maí 2023 09:33 Ísland efst á lista yfir rómantískustu áfangastaðina „Það kann að koma sumum Bretum á óvart hvaða áfangastaður er talinn vera sá rómantískasti í heiminum,“ ritar Esther Marshall blaðamaður Express í grein sem birtist á miðlinum nú á dögunum. Þar er birtur listi yfir rómantískustu áfangastaði í heimi og trónir Ísland á toppi listans. 27. maí 2023 11:01 Hætta á að ferðaþjónusta verði verðlögð of hátt og það dragi úr eftirspurn Rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu mun almennt ganga vel í ár. Aftur á móti er margt sem mun vinna á móti atvinnugreininni á næsta ári. Hætta er á að þjónustan verði verðlög of hátt sem mun draga úr eftirspurn. Hærri verð má rekja til mikillar verðbólgu, launa- og vaxtahækkana, segir forstjóri eins stærsta ferðaþjónustu fyrirtækis landsins í ítarlegu viðtali við Innherja. 27. maí 2023 09:00 Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var farið að Skógafossi, sem er með vinsælustu ferðamannastöðum landsins, en þar mátti í gær sjá aragrúa erlendra ferðamanna. Undir Eyjafjöllum reka Jóhann Þórir Jóhannsson og fjölskylda Hótel Önnu á Moldnúpi en einnig hótel og veitingastað við Skógafoss. Jóhann segir að yfir háannatímann komi þúsundir manna að fossinum á degi hverjum. Jóhann Þórir Jóhannsson er ferðaþjónustubóndi undir Eyjafjöllum.Einar Árnason „Þetta er gríðarlega mikill fólksfjöldi þarna. Við höfum nú verið að telja bíla þarna og rútur. Það eru tugir rúta á sama tíma. Þrjátíu rútur náðum við að telja á sama tíma í mars, sem var mjög góður tími fyrir okkur til dæmis. Þannig að það er mjög mikil traffík núna í gangi,“ segir Jóhann Þórir. Á Kirkjubæjarklaustri segir Benedikt Traustason, sérfræðingur Vatnajökulsþjóðgarðs, íslenska ferðamenn einnig mætta. „Íslendingar fylla tjaldsvæðin og síðan fullt af erlendum gestum sem sækja Skaftárhrepp heim.“ Benedikt Traustason er sérfræðingur Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri.Einar Árnason -Er þetta eitthvað meira en venjulega? „Þetta er alveg svona í meira lagi. Og allavega tölurnar sem við fáum úr Skaftafelli fyrir mars og apríl eru svona bara á pari við sumarmánuðina,“ segir Benedikt. „Þetta er bara mjög gott og þetta gæti hugsanlega orðið það stærsta sem við höfum séð,“ segir Jóhann Þórir. Horft niður á Skógafoss. Takið eftir regnboganum. Útsýnispallur er ofan við fossbrúnina hægra megin.Einar Árnason Raunar segir hagfræðideild Landsbankans nýjustu tölur benda til þess að þó nokkuð fleiri ferðamenn gætu komið til landsins í ár en áður var spáð. Þannig var fjöldi erlendra ferðamanna í maímánuði aðeins fimm prósentum undir fyrra meti frá árinu 2018, eða 158 þúsund núna miðað við 165 þúsund í maímánuði fyrir fimm árum. Jafnframt vekur hagfræðideildin athygli á því að bílaleigubílum í umferð haldi áfram að fjölga og að ferðamenn dvelji lengur en fyrir faraldur. „Júlí verður rosalega stór. Og ágúst. Miðað við hvernig september og október eru bókaðir þá reikna ég bara með að það verði ekki síðra heldur en var þegar best var,“ segir Jóhann ferðaþjónustubóndi á Moldnúpi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Skaftárhreppur Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Efnahagsmál Tengdar fréttir Lykilstærðir í hótelgeiranum að komast í svipað horf og fyrir faraldurinn Í stórum dráttum eru helstu lykilstærðir í hótelgeiranum að komast í svipað horf og þær voru fyrir Covid-19 heimsfaraldurinn. Dvalarlengdin er áþekk og verð í fyrrasumar, leiðrétt fyrir verðlagsbreytingum, voru ekki fjarri því sem fyrir farsóttina einkum þegar leið á sumarið, að sögn formanns Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu (FHG). 10. júní 2023 11:35 Ísland í efsta sæti yfir öruggustu lönd í heimi Fjórtánda árið í röð vermir Ísland toppsætið yfir tíu öruggustu lönd heims. Landið er einnig efst á lista yfir öruggustu lönd í Evrópu. 10. júní 2023 10:59 Sjö prósenta hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi Landsframleiðsla jókst um sjö prósent að raungildi á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tíma bili í fyrra. Útflutningur jókst um nærri ellefu prósent. 31. maí 2023 09:33 Ísland efst á lista yfir rómantískustu áfangastaðina „Það kann að koma sumum Bretum á óvart hvaða áfangastaður er talinn vera sá rómantískasti í heiminum,“ ritar Esther Marshall blaðamaður Express í grein sem birtist á miðlinum nú á dögunum. Þar er birtur listi yfir rómantískustu áfangastaði í heimi og trónir Ísland á toppi listans. 27. maí 2023 11:01 Hætta á að ferðaþjónusta verði verðlögð of hátt og það dragi úr eftirspurn Rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu mun almennt ganga vel í ár. Aftur á móti er margt sem mun vinna á móti atvinnugreininni á næsta ári. Hætta er á að þjónustan verði verðlög of hátt sem mun draga úr eftirspurn. Hærri verð má rekja til mikillar verðbólgu, launa- og vaxtahækkana, segir forstjóri eins stærsta ferðaþjónustu fyrirtækis landsins í ítarlegu viðtali við Innherja. 27. maí 2023 09:00 Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Lykilstærðir í hótelgeiranum að komast í svipað horf og fyrir faraldurinn Í stórum dráttum eru helstu lykilstærðir í hótelgeiranum að komast í svipað horf og þær voru fyrir Covid-19 heimsfaraldurinn. Dvalarlengdin er áþekk og verð í fyrrasumar, leiðrétt fyrir verðlagsbreytingum, voru ekki fjarri því sem fyrir farsóttina einkum þegar leið á sumarið, að sögn formanns Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu (FHG). 10. júní 2023 11:35
Ísland í efsta sæti yfir öruggustu lönd í heimi Fjórtánda árið í röð vermir Ísland toppsætið yfir tíu öruggustu lönd heims. Landið er einnig efst á lista yfir öruggustu lönd í Evrópu. 10. júní 2023 10:59
Sjö prósenta hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi Landsframleiðsla jókst um sjö prósent að raungildi á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tíma bili í fyrra. Útflutningur jókst um nærri ellefu prósent. 31. maí 2023 09:33
Ísland efst á lista yfir rómantískustu áfangastaðina „Það kann að koma sumum Bretum á óvart hvaða áfangastaður er talinn vera sá rómantískasti í heiminum,“ ritar Esther Marshall blaðamaður Express í grein sem birtist á miðlinum nú á dögunum. Þar er birtur listi yfir rómantískustu áfangastaði í heimi og trónir Ísland á toppi listans. 27. maí 2023 11:01
Hætta á að ferðaþjónusta verði verðlögð of hátt og það dragi úr eftirspurn Rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu mun almennt ganga vel í ár. Aftur á móti er margt sem mun vinna á móti atvinnugreininni á næsta ári. Hætta er á að þjónustan verði verðlög of hátt sem mun draga úr eftirspurn. Hærri verð má rekja til mikillar verðbólgu, launa- og vaxtahækkana, segir forstjóri eins stærsta ferðaþjónustu fyrirtækis landsins í ítarlegu viðtali við Innherja. 27. maí 2023 09:00