Segir Rússa hafa misst 54 skriðdreka á nokkrum dögum Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2023 17:15 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, á fundinum í dag. AP/Gavriil Grigorov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í skyn að hann myndi skipa rússneska hernum að ráðast aftur inn í norðurhluta Úkraínu. Hann hélt því fram að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli í gagnsókn þeirra, sem er nýhafin í suður- og austurhluta Úkraínu. Pútín fundaði í dag með hópi rússneskra herbloggara en á meira en tveimur tímum ræddu þeir marga anga innrásar Rússa í Úkraínu. Meðal þess sem Pútín sagði á fundinum var að Úkraínumenn hefðu misst 160 skriðdreka og rúmlega 360 annars konar brynvarin farartæki í gagnsókninni, sem hófst fyrir nokkrum dögum. Hann sagði Rússa hafa misst 54 skriðdreka á þessu tímabili. Ummæli Pútín um að Rússar hafi misst 54 skriðdreka í gagnsókn Úkraínumanna hafa vakið nokkra athygli. Sérstaklega vegna þess að ráðamenn í Rússlandi þykja mun líklegri til að gefa upp lægri tölur um mannfall og töpuð hergögn en raunin er. Úkraínumenn segjast hafa grandað 58 rússneskum skriðdrekum frá því á fimmtudaginn í síðustu viku og þeir þykja sömuleiðis líklegir til að ýkja tölur sem þessar. Sjálfboðaliðar sem fara yfir myndefni frá Úkraínu og Rússlandi og telja skrið- og bryndreka sem búið er að granda, auk annarra hergagna, segir tölur Pútín langt frá því sem búið er að sanna. Samkvæmt því myndefni sem meðlimir Oryx hafa skoðað hafa bæði Rússar og Úkraínumenn misst færri en tíu skriðdreka, svo staðfest sé. Talaði um aðra innrás í norðurhluta Úkraínu Pútín var spurður út í árásir rússneskra andstæðinga stjórnvalda Rússlands í Belgorod-hérað Rússlands. Þessar árásir hafa verið gerðar með stuðningi Úkraínumanna. Forsvarsmenn tveggja hópa sem hafa gert þessar árásir heita frekari áhlaupum yfir landamærin. Hann sagði að herinn myndi taka skref til að koma í veg fyrir frekari árásir og sagði að mögulega yrði skapað einhverskonar „hreint svæði“ í Úkraínu. Til þess þyrfti aðra umfangsmikla innrás í norðurhluta Úkraínu. Hernaðarsérfræðingar sem vakta rússneska herinn segja að allar hersveitir Rússa séu á víglínunum í Úkraínu eða þar nærri. Þeir hafi engan herafla til að opna nýja víglínu. Útilokaði ekki herkvaðningu Forsetinn sagði einnig, samkvæmt Reuters, að engin þörf væri á frekari herkvaðningu í Rússlandi og hélt því fram að frá því í janúar hefðu rúmlega hundrað og fimmtíu þúsund manns gengið til liðs við rússneska herinn. Hann vildi þó ekki útiloka að farið yrði í aðra herkvaðningu. „Sumar tölur benda til þess að við þurfum eina milljón eða tvær,“ sagði Pútín um mögulega herkvaðningu. „Það fer eftir því hvað við viljum.“ Pútín sagði einnig að engin þörf væri á herlögum í Rússlandi. Forsetinn talaði einnig um sprengingu Kakhovka stíflunnar, sem brast þann 6. júní. Hann sagði Úkraínumenn hafa skotið eldflaug úr HIMARS-vopnakerfi á stífluna. Pútín gaf þar að auki til kynna að flóðin í kjölfar þess að stíflan brast hafi komið niður á gagnsókn Úkraínumanna. Sérfræðingar segja mjög ólíklegt að stíflan hafi brostið eftir eldflaugaárás. Öfluga sprengingu hafi þurft til og hún hafi helst þurft að eiga sér stað inn í stíflunni sjálfri. Rússar hafa stjórnað stíflunni í marga mánuði og yfirvöld í Úkraínu sögðu í október að Rússar hefðu komið þar fyrir miklu magni sprengiefna. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Segja að Rússar hafi sprengt aðra stíflu Úkraínumenn saka Rússa um að hafa sprengt aðra stíflu í landinu, í þetta sinn í Zaporizhzhia héraði. 12. júní 2023 07:15 Segjast hafa endurheimt fyrstu þorpin Úkraínumenn segjast hafa endurheimt þrjú þorp í Dónetsk-héraði úr höndum Rússa. Úkraínuforseti staðfesti í gær að gagnsókn úkraínska hersins væri hafin. 11. júní 2023 21:17 „Eins og að lenda á stálvegg“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að gagnsókn Úkraínumanna væri hafin. Hann gaf lítið fyrir orð Valdimír Pútín, forseta Rússlands, um að gagnsóknin hefði engum árangri skilað og bað blaðamenn þess í stað um að koma því til Pútíns að úkraínskir herforingjar væru í góðu skapi þessa dagana. 11. júní 2023 08:53 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Pútín fundaði í dag með hópi rússneskra herbloggara en á meira en tveimur tímum ræddu þeir marga anga innrásar Rússa í Úkraínu. Meðal þess sem Pútín sagði á fundinum var að Úkraínumenn hefðu misst 160 skriðdreka og rúmlega 360 annars konar brynvarin farartæki í gagnsókninni, sem hófst fyrir nokkrum dögum. Hann sagði Rússa hafa misst 54 skriðdreka á þessu tímabili. Ummæli Pútín um að Rússar hafi misst 54 skriðdreka í gagnsókn Úkraínumanna hafa vakið nokkra athygli. Sérstaklega vegna þess að ráðamenn í Rússlandi þykja mun líklegri til að gefa upp lægri tölur um mannfall og töpuð hergögn en raunin er. Úkraínumenn segjast hafa grandað 58 rússneskum skriðdrekum frá því á fimmtudaginn í síðustu viku og þeir þykja sömuleiðis líklegir til að ýkja tölur sem þessar. Sjálfboðaliðar sem fara yfir myndefni frá Úkraínu og Rússlandi og telja skrið- og bryndreka sem búið er að granda, auk annarra hergagna, segir tölur Pútín langt frá því sem búið er að sanna. Samkvæmt því myndefni sem meðlimir Oryx hafa skoðað hafa bæði Rússar og Úkraínumenn misst færri en tíu skriðdreka, svo staðfest sé. Talaði um aðra innrás í norðurhluta Úkraínu Pútín var spurður út í árásir rússneskra andstæðinga stjórnvalda Rússlands í Belgorod-hérað Rússlands. Þessar árásir hafa verið gerðar með stuðningi Úkraínumanna. Forsvarsmenn tveggja hópa sem hafa gert þessar árásir heita frekari áhlaupum yfir landamærin. Hann sagði að herinn myndi taka skref til að koma í veg fyrir frekari árásir og sagði að mögulega yrði skapað einhverskonar „hreint svæði“ í Úkraínu. Til þess þyrfti aðra umfangsmikla innrás í norðurhluta Úkraínu. Hernaðarsérfræðingar sem vakta rússneska herinn segja að allar hersveitir Rússa séu á víglínunum í Úkraínu eða þar nærri. Þeir hafi engan herafla til að opna nýja víglínu. Útilokaði ekki herkvaðningu Forsetinn sagði einnig, samkvæmt Reuters, að engin þörf væri á frekari herkvaðningu í Rússlandi og hélt því fram að frá því í janúar hefðu rúmlega hundrað og fimmtíu þúsund manns gengið til liðs við rússneska herinn. Hann vildi þó ekki útiloka að farið yrði í aðra herkvaðningu. „Sumar tölur benda til þess að við þurfum eina milljón eða tvær,“ sagði Pútín um mögulega herkvaðningu. „Það fer eftir því hvað við viljum.“ Pútín sagði einnig að engin þörf væri á herlögum í Rússlandi. Forsetinn talaði einnig um sprengingu Kakhovka stíflunnar, sem brast þann 6. júní. Hann sagði Úkraínumenn hafa skotið eldflaug úr HIMARS-vopnakerfi á stífluna. Pútín gaf þar að auki til kynna að flóðin í kjölfar þess að stíflan brast hafi komið niður á gagnsókn Úkraínumanna. Sérfræðingar segja mjög ólíklegt að stíflan hafi brostið eftir eldflaugaárás. Öfluga sprengingu hafi þurft til og hún hafi helst þurft að eiga sér stað inn í stíflunni sjálfri. Rússar hafa stjórnað stíflunni í marga mánuði og yfirvöld í Úkraínu sögðu í október að Rússar hefðu komið þar fyrir miklu magni sprengiefna.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Segja að Rússar hafi sprengt aðra stíflu Úkraínumenn saka Rússa um að hafa sprengt aðra stíflu í landinu, í þetta sinn í Zaporizhzhia héraði. 12. júní 2023 07:15 Segjast hafa endurheimt fyrstu þorpin Úkraínumenn segjast hafa endurheimt þrjú þorp í Dónetsk-héraði úr höndum Rússa. Úkraínuforseti staðfesti í gær að gagnsókn úkraínska hersins væri hafin. 11. júní 2023 21:17 „Eins og að lenda á stálvegg“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að gagnsókn Úkraínumanna væri hafin. Hann gaf lítið fyrir orð Valdimír Pútín, forseta Rússlands, um að gagnsóknin hefði engum árangri skilað og bað blaðamenn þess í stað um að koma því til Pútíns að úkraínskir herforingjar væru í góðu skapi þessa dagana. 11. júní 2023 08:53 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Segja að Rússar hafi sprengt aðra stíflu Úkraínumenn saka Rússa um að hafa sprengt aðra stíflu í landinu, í þetta sinn í Zaporizhzhia héraði. 12. júní 2023 07:15
Segjast hafa endurheimt fyrstu þorpin Úkraínumenn segjast hafa endurheimt þrjú þorp í Dónetsk-héraði úr höndum Rússa. Úkraínuforseti staðfesti í gær að gagnsókn úkraínska hersins væri hafin. 11. júní 2023 21:17
„Eins og að lenda á stálvegg“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að gagnsókn Úkraínumanna væri hafin. Hann gaf lítið fyrir orð Valdimír Pútín, forseta Rússlands, um að gagnsóknin hefði engum árangri skilað og bað blaðamenn þess í stað um að koma því til Pútíns að úkraínskir herforingjar væru í góðu skapi þessa dagana. 11. júní 2023 08:53