Umdeildur dómari sem Trump tilnefndi stýrir réttarhöldunum Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2023 13:00 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mætir fyrir dómara á Flórída seinna í dag. AP/George Walker IV Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mætir fyrir dómara í fyrsta sinn eftir að hann var ákærður í leyniskjalamálinu svokallaða. Þar tekur á móti honum umdeildur dómari sem hann sjálfur tilnefndi og hefur áður tekið ákvarðanir honum í vil. Þessi dómari heitir Aileen M. Cannon en í fyrra stöðvaði hún um tíma rannsókn yfirvalda í skjalamálinu svokallaða með úrskurði sem var harðlega gagnrýndur af sérfræðingum og áfrýjunardómara sem felldi úrskurð hennar úr gildi. Sá dómari sagði að Cannon hefði aldrei haft umboð til að grípa inn í rannsóknina eins og hún gerði. Cannon er 42 ára gömul og var tilnefnd til embættis alríkisdómara í Flórída af Trump undir lok forsetatíðar hans, þrátt fyrir að hún hafi ekki haft mikla reynslu af dómarasetu. Kallað hefur verið eftir því að hún segi sig frá málinu, samkvæmt frétt Washington Post. Cannon var valin af handahófi eftir að Trump var ákærður í Flórída í síðustu viku. Sérfræðingar segja ólíklegt að saksóknarar Dómsmálaráðuneytisins fari fram á að hún stigi til hliðar. Ákærður í 38 liðum Trump hefur verið ákærður fyrir að taka með sér mikið magn opinberra gagna úr Hvíta húsinu þegar hann flutti þaðan í janúar 2021. Þar á meðal voru fjölmörg leynileg skjöl sem geymd voru í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída. Samkvæmt lögum hefði Trump átt að skila þessum gögnum til þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Þegar í ljós kom að hann hefði ekki skilað miklu magni gagna, reyndu forsvarsmenn Þjóðskjalasafnsins að fá þau afhent en án árangurs. Í ákærunni gegn Trump segir að hann hafi ítrekað reynt að komast undan því að skila gögnunum og leynilegum skjölum, sem hann sagðist samkvæmt upptöku af honum vita að væru leynileg og að hann hefði ekki svipt þau leynd, eins og hann hefur ítrekað haldið fram. Þetta mun hann hafa sagt er hann var að sýna tveimur mönnum leynilegt skjal sem þeir höfðu ekki heimild til að skoða. Það umrædda skjal hafði hann tekið með sér frá Flórída til New Jersey. Trump var ákærður í 38 liðum en þar af snúa flestir að því að hann reyndi að komast hjá því að afhenda opinberu gögnin. Fimm liðir snúa að því að hann hafi reynt að fela leynileg skjöl og hindra framgang réttvísinnar. Tveir ákæruliðir snúa að því að Trump og aðstoðarmaður hans hafi logið að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sem er ólöglegt. Umrædd leynileg skjöl snerust meðal annars að varnarmálum Bandaríkjanna og annarra ríkja, kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna og mögulegum veikleikum Bandaríkjanna og annarra ríkja, svo eitthvað sé nefnt. Opinber gögn og þar á meðal leynileg skjöl voru geymd í kössum víða um Mar-a-Lago.AP/Dómsmálráðuneyti Bandaríkjanna Í ákærunni kemur einnig fram að leynileg skjöl voru geymd á víðavangi í Mar-a-Lago og á tímabili sem tugir þúsunda manna fóru þar um. Á einum tímapunkti voru kassar af opinberum gögnum geymdir á sviði í veislusal sveitaklúbbsins og á meðan viðburðir voru haldnir í salnum. Áhugasamir geta séð ákæruna hér á vef Dómsmálaráðuneytisins. Dómarinn mun stjórna ferðinni Jack Smith, sérstakur rannsakandi Dómsmálaráðuneytisins sem stýrir rannsókninni, hefur heitið því að sækjast eftir skjótum réttarhöldum. Trump er þekktur fyrir að draga dómsmál á langinn og gæti það reynst honum mjög hagkvæmt í þessu tilfelli, þar sem forsetakosningar fara fram á næsta ári og hann er í framboði. Hvenær réttarhöldin munu hefjast og hve langan tíma þau munu taka er þó alfarið á höndum Cannon. Lagaprófessor sem blaðamaður Washington Post ræddi við, segist óttast að réttarhöldunum verði ekki lokið fyrir kosningar. Trump gæti verið kjörinn forseti eða annar Repúblikani, sem gæti skipað Dómsmálaráðuneytinu að fella niður málið eða náðað Trump. Áður en réttarhöldin geta hafist munu fara fram viðræður um það hvaða sönnunargögn sýna megi í dómsal. Samkvæmt frétt New York Times mun líklega vera deilt sérstaklega um það hvort nota megi leynileg skjöl sem sönnunargögn. Cannon mun hafa lokaatkvæði um það hvaða sönnunargögn verða leyfð í réttarhöldunum en hægt verður að áfrýja ákvörðunum hennar, sem gefur enn meira tilefni til tafa. Saksóknarar hafa reitt sig á upplýsingar frá lögmönnum Trump sem byggja á samskiptum þeirra við hann. Við hefðbundnar kringumstæður ríkir trúnaður um slík samskipti en við rannsóknina komst dómari að þeirri niðurstöðu að samskipti Trump og lögmanna hans hafi varðað mögulega glæpi og heimilaði notkun upplýsinganna. Meðal annars kemur fram í glósum eins lögmanns Trump að hann lagði til að leynileg skjöl yrðu falin eða þeim eytt. Lögmenn Trump gætu farið fram á það að saksóknarar megi ekki nota þessar upplýsingar í réttarhöldunum en gæti Cannon samþykkt það. Gerist það, gætu saksóknarar áfrýjað, sem gæti aftur leitt til tafa. Gæti fellt niður ákæruliði Trump og lögmenn hans hafa gefið til kynna að þeir muni saka saksóknara og rannsakendur Dómsmálaráðuneytisins um misferli. Í aðdraganda réttarhaldanna gætu þeir krafist þess að ákæruliðir yrðu felldir niður á grunni meints misferlis rannsakenda en slíkar kröfur eru reglulega lagðar fram í dómskerfi Bandaríkjanna. Samkvæmt NYT er þeim iðulega hafnað en ákveði Cannon að skoða þær nánar gæti það leitt til mikilla tafa á réttarhöldunum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Ákæran sé ein versta valdníðslan í sögu landsins Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segir ákæru á hendur sér vegna þess að hann hélt opinberum gögnum með ólöglegum hætti og hindraði framgang réttvísinnar, munu fara í sögubækurnar sem ein versta valdníðslan í sögu Bandaríkjanna. 10. júní 2023 21:29 Keppinautar Trump koma honum enn til varnar eftir ákæru Nokkrir mótframbjóðendur Donalds Trump sem keppa við hann um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins tóku undir gagnrýni hans á dómsmálayfirvöld eftir að hann var ákærður vegna leyniskjala sem hann hélt eftir. Ákæran er söguleg en kemur ekki í veg fyrir að Trump geti boðið sig fram til forseta. 9. júní 2023 09:07 Trump ákærður vegna leyniskjala Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greinir frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi verið ákærður vegna leyniskjala sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti. 9. júní 2023 00:03 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Þessi dómari heitir Aileen M. Cannon en í fyrra stöðvaði hún um tíma rannsókn yfirvalda í skjalamálinu svokallaða með úrskurði sem var harðlega gagnrýndur af sérfræðingum og áfrýjunardómara sem felldi úrskurð hennar úr gildi. Sá dómari sagði að Cannon hefði aldrei haft umboð til að grípa inn í rannsóknina eins og hún gerði. Cannon er 42 ára gömul og var tilnefnd til embættis alríkisdómara í Flórída af Trump undir lok forsetatíðar hans, þrátt fyrir að hún hafi ekki haft mikla reynslu af dómarasetu. Kallað hefur verið eftir því að hún segi sig frá málinu, samkvæmt frétt Washington Post. Cannon var valin af handahófi eftir að Trump var ákærður í Flórída í síðustu viku. Sérfræðingar segja ólíklegt að saksóknarar Dómsmálaráðuneytisins fari fram á að hún stigi til hliðar. Ákærður í 38 liðum Trump hefur verið ákærður fyrir að taka með sér mikið magn opinberra gagna úr Hvíta húsinu þegar hann flutti þaðan í janúar 2021. Þar á meðal voru fjölmörg leynileg skjöl sem geymd voru í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída. Samkvæmt lögum hefði Trump átt að skila þessum gögnum til þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Þegar í ljós kom að hann hefði ekki skilað miklu magni gagna, reyndu forsvarsmenn Þjóðskjalasafnsins að fá þau afhent en án árangurs. Í ákærunni gegn Trump segir að hann hafi ítrekað reynt að komast undan því að skila gögnunum og leynilegum skjölum, sem hann sagðist samkvæmt upptöku af honum vita að væru leynileg og að hann hefði ekki svipt þau leynd, eins og hann hefur ítrekað haldið fram. Þetta mun hann hafa sagt er hann var að sýna tveimur mönnum leynilegt skjal sem þeir höfðu ekki heimild til að skoða. Það umrædda skjal hafði hann tekið með sér frá Flórída til New Jersey. Trump var ákærður í 38 liðum en þar af snúa flestir að því að hann reyndi að komast hjá því að afhenda opinberu gögnin. Fimm liðir snúa að því að hann hafi reynt að fela leynileg skjöl og hindra framgang réttvísinnar. Tveir ákæruliðir snúa að því að Trump og aðstoðarmaður hans hafi logið að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sem er ólöglegt. Umrædd leynileg skjöl snerust meðal annars að varnarmálum Bandaríkjanna og annarra ríkja, kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna og mögulegum veikleikum Bandaríkjanna og annarra ríkja, svo eitthvað sé nefnt. Opinber gögn og þar á meðal leynileg skjöl voru geymd í kössum víða um Mar-a-Lago.AP/Dómsmálráðuneyti Bandaríkjanna Í ákærunni kemur einnig fram að leynileg skjöl voru geymd á víðavangi í Mar-a-Lago og á tímabili sem tugir þúsunda manna fóru þar um. Á einum tímapunkti voru kassar af opinberum gögnum geymdir á sviði í veislusal sveitaklúbbsins og á meðan viðburðir voru haldnir í salnum. Áhugasamir geta séð ákæruna hér á vef Dómsmálaráðuneytisins. Dómarinn mun stjórna ferðinni Jack Smith, sérstakur rannsakandi Dómsmálaráðuneytisins sem stýrir rannsókninni, hefur heitið því að sækjast eftir skjótum réttarhöldum. Trump er þekktur fyrir að draga dómsmál á langinn og gæti það reynst honum mjög hagkvæmt í þessu tilfelli, þar sem forsetakosningar fara fram á næsta ári og hann er í framboði. Hvenær réttarhöldin munu hefjast og hve langan tíma þau munu taka er þó alfarið á höndum Cannon. Lagaprófessor sem blaðamaður Washington Post ræddi við, segist óttast að réttarhöldunum verði ekki lokið fyrir kosningar. Trump gæti verið kjörinn forseti eða annar Repúblikani, sem gæti skipað Dómsmálaráðuneytinu að fella niður málið eða náðað Trump. Áður en réttarhöldin geta hafist munu fara fram viðræður um það hvaða sönnunargögn sýna megi í dómsal. Samkvæmt frétt New York Times mun líklega vera deilt sérstaklega um það hvort nota megi leynileg skjöl sem sönnunargögn. Cannon mun hafa lokaatkvæði um það hvaða sönnunargögn verða leyfð í réttarhöldunum en hægt verður að áfrýja ákvörðunum hennar, sem gefur enn meira tilefni til tafa. Saksóknarar hafa reitt sig á upplýsingar frá lögmönnum Trump sem byggja á samskiptum þeirra við hann. Við hefðbundnar kringumstæður ríkir trúnaður um slík samskipti en við rannsóknina komst dómari að þeirri niðurstöðu að samskipti Trump og lögmanna hans hafi varðað mögulega glæpi og heimilaði notkun upplýsinganna. Meðal annars kemur fram í glósum eins lögmanns Trump að hann lagði til að leynileg skjöl yrðu falin eða þeim eytt. Lögmenn Trump gætu farið fram á það að saksóknarar megi ekki nota þessar upplýsingar í réttarhöldunum en gæti Cannon samþykkt það. Gerist það, gætu saksóknarar áfrýjað, sem gæti aftur leitt til tafa. Gæti fellt niður ákæruliði Trump og lögmenn hans hafa gefið til kynna að þeir muni saka saksóknara og rannsakendur Dómsmálaráðuneytisins um misferli. Í aðdraganda réttarhaldanna gætu þeir krafist þess að ákæruliðir yrðu felldir niður á grunni meints misferlis rannsakenda en slíkar kröfur eru reglulega lagðar fram í dómskerfi Bandaríkjanna. Samkvæmt NYT er þeim iðulega hafnað en ákveði Cannon að skoða þær nánar gæti það leitt til mikilla tafa á réttarhöldunum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Ákæran sé ein versta valdníðslan í sögu landsins Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segir ákæru á hendur sér vegna þess að hann hélt opinberum gögnum með ólöglegum hætti og hindraði framgang réttvísinnar, munu fara í sögubækurnar sem ein versta valdníðslan í sögu Bandaríkjanna. 10. júní 2023 21:29 Keppinautar Trump koma honum enn til varnar eftir ákæru Nokkrir mótframbjóðendur Donalds Trump sem keppa við hann um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins tóku undir gagnrýni hans á dómsmálayfirvöld eftir að hann var ákærður vegna leyniskjala sem hann hélt eftir. Ákæran er söguleg en kemur ekki í veg fyrir að Trump geti boðið sig fram til forseta. 9. júní 2023 09:07 Trump ákærður vegna leyniskjala Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greinir frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi verið ákærður vegna leyniskjala sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti. 9. júní 2023 00:03 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Ákæran sé ein versta valdníðslan í sögu landsins Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segir ákæru á hendur sér vegna þess að hann hélt opinberum gögnum með ólöglegum hætti og hindraði framgang réttvísinnar, munu fara í sögubækurnar sem ein versta valdníðslan í sögu Bandaríkjanna. 10. júní 2023 21:29
Keppinautar Trump koma honum enn til varnar eftir ákæru Nokkrir mótframbjóðendur Donalds Trump sem keppa við hann um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins tóku undir gagnrýni hans á dómsmálayfirvöld eftir að hann var ákærður vegna leyniskjala sem hann hélt eftir. Ákæran er söguleg en kemur ekki í veg fyrir að Trump geti boðið sig fram til forseta. 9. júní 2023 09:07
Trump ákærður vegna leyniskjala Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greinir frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi verið ákærður vegna leyniskjala sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti. 9. júní 2023 00:03