Vantreysta ESB í varnarmálum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 13. júní 2023 11:30 „Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, á fundi sem skipulagður var af Lowy Institute í Sydney í Ástralíu í byrjun desember á síðasta ári. Þannig hefði sambandið ekki haft getu til þess að bregðast sem skyldi við innrásinni í Úkraínu og þurft að treysta á Bandaríkjamenn. Marin gagnrýndi harðlega þau ríki Evrópusambandsins sem hefðu sótzt eftir því að mynda nánari efnahagsleg tengsl við Rússland undanfarna áratugi með kaupum á rússneskri orku sem og sambandið sjálft. „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði hún. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Innrásin í Úkraínu hefði skipt stjórnvöld í Rússlandi mun meira máli en efnahagstengsl við vestræn ríki. Rúmum mánuði áður hafði Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, látið þau ummæli falla á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, að finnsk stjórnvöld hefðu sótt um inngöngu í NATO á síðasta ári vegna þess að ekki væri hægt að treysta á Evrópusambandið í varnarmálum. Undir þetta tók fulltrúi sænskra stjórnvalda á ráðstefnunni en Svíþjóð sótti einnig um inngöngu í bandalagið á síðasta ári. Þegar í varnarsamstarfi við nær öll ríki ESB Vert er að rifja þetta upp í tilefni af greinarskrifum Þorvarðar Hjaltasonar á vef Heimildarinnar á dögunum þar sem hann kallaði eftir inngöngu Íslands í Evrópusambandið og þá fyrst og fremst með tilliti til öryggis- og varnarmála. Vildi hann meina að ekki væri hægt að treysta á Bandaríkin í þeim efnum lengur. Eins og Marin benti á í desember væri sambandið og ríki þess hins vegar í vandræðum án Bandaríkjamanna. Vandséð er hverju Evrópusambandið ætti að bæta við þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Eftir inngöngu Finnlands í NATO og fyrirhugaða inngöngu Svíþjóðar í bandalagið verða öll ríki sambandsins innan þess fyrir utan Austurríki, Írland, Kýpur og Möltu sem búa yfir takmarkaðri varnargetu. Auk Bandaríkjanna eru hins vegar ríki eins og Noregur, Kanada og Bretland í NATO sem ekki eru í Evrópusambandinu. Kæmi svo ólíklega til þess að Bandaríkin segðu skilið við NATO á einhverjum tímapunkti í framtíðinni væri Ísland þannig eftir sem áður í varnarsamstarfi við nær öll ríki Evrópusambandsins. Hins vegar eru Bandaríkin eina vestræna ríkið sem getur varið bæði sig og aðra en fjallað hefur verið ítrekað um bágborið ástand evrópskra herja, einkum ríkja innan sambandsins, í erlendum fjölmiðlum í kjölfar innrásarinnar. Fjármögnuðu hernaðaruppbyggingu Rússlands Forystumenn ríkja innan Evrópusambandsins hafa ekki aðeins lýst því yfir að ekki sé hægt að treysta á sambandið í öryggis- og varnarmálum. Sjálfur utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Josep Borrell, hefur ítrekað lýst því yfir að sambandið og ríki þess hafi í reynd fjármagnað hernaðaruppbyggingu rússneskra stjórnvalda með umfangsmiklum kaupum á rússneskri olíu og gasi um langt árabil. Hvað varðar upphaf Evrópusambandsins sem Þorvarður gerir að umtalsefni, stofnun Kola- og stálbandalagsins svonefnds, er vert að rifja það upp af því tilefni að umrætt bandalag var sett á laggirnar í kjölfar Schuman-yfirlýsingarinnar 1950 þar sem þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, Robert Schuman, lýsti því meðal annars yfir að lokamarkmiðið með fyrirhugaðri samrunaþróun væri evrópskt sambandsríki. Hreinlega hefur verið vandfundinn sá pólitíski forystumaður Evrópusambandsins og ríkja þess á liðnum árum sem ekki hefur stutt lokamarkmiðið um eitt ríki og rataði það nú síðast inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands þar sem segir að „áfram“ skuli unnið að því að sambandið verði að sambandsríki. Samhliða þessu hefur Evrópusambandið jafnt og þétt í gegnum tíðina öðlast fleiri einkenni ríkis. Vægi ríkja ESB fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda Mikilvægt er annars að hafa í huga í allri umræðu um Evrópusambandið að langflestar ákvarðanir á vettvangi þess eru teknar með meirihluta atkvæða þar sem íbúafjöldi ræður mestu um vægi ríkjanna. Einróma samþykki heyrir til undantekninga og nær hvorki til sjávarútvegsmála né orkumála. Þannig yrði vægi Íslands í ráðherraráði sambandsins einungis 0,08% og á þingi þess á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Sú áherzla að vægi ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku á vettvangi þess miðist við það hversu fjölmenn þau eru, í stað þess að þau sitji við sama borð í þeim efnum óháð íbúafjölda, er einmitt eitt þeirra einkenna ríkis sem sambandið hefur smám saman öðlast á liðnum árum. Stuðningsmenn inngöngu í Evrópusambandið tala gjarnan um það að með henni fengi Ísland sæti við borðið innan þess. Þetta er sætið. Með öðrum orðum er langur vegur frá því að innganga í Evrópusambandið yrði til þess fallin að tryggja betur öryggis- og varnarhagsmuni Íslands. Að sama skapi hefur sambandið og ríki þess sýnt það með afgerandi hætti á undanförnum árum í viðskiptum sínum við rússnesk stjórnvöld að þeim er ekki heldur treystandi þegar efnahagsöryggi er annars vegar. Þá er ljóst vægi Íslands innan þess yrði lítið sem ekkert. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Sjá meira
„Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, á fundi sem skipulagður var af Lowy Institute í Sydney í Ástralíu í byrjun desember á síðasta ári. Þannig hefði sambandið ekki haft getu til þess að bregðast sem skyldi við innrásinni í Úkraínu og þurft að treysta á Bandaríkjamenn. Marin gagnrýndi harðlega þau ríki Evrópusambandsins sem hefðu sótzt eftir því að mynda nánari efnahagsleg tengsl við Rússland undanfarna áratugi með kaupum á rússneskri orku sem og sambandið sjálft. „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði hún. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Innrásin í Úkraínu hefði skipt stjórnvöld í Rússlandi mun meira máli en efnahagstengsl við vestræn ríki. Rúmum mánuði áður hafði Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, látið þau ummæli falla á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, að finnsk stjórnvöld hefðu sótt um inngöngu í NATO á síðasta ári vegna þess að ekki væri hægt að treysta á Evrópusambandið í varnarmálum. Undir þetta tók fulltrúi sænskra stjórnvalda á ráðstefnunni en Svíþjóð sótti einnig um inngöngu í bandalagið á síðasta ári. Þegar í varnarsamstarfi við nær öll ríki ESB Vert er að rifja þetta upp í tilefni af greinarskrifum Þorvarðar Hjaltasonar á vef Heimildarinnar á dögunum þar sem hann kallaði eftir inngöngu Íslands í Evrópusambandið og þá fyrst og fremst með tilliti til öryggis- og varnarmála. Vildi hann meina að ekki væri hægt að treysta á Bandaríkin í þeim efnum lengur. Eins og Marin benti á í desember væri sambandið og ríki þess hins vegar í vandræðum án Bandaríkjamanna. Vandséð er hverju Evrópusambandið ætti að bæta við þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Eftir inngöngu Finnlands í NATO og fyrirhugaða inngöngu Svíþjóðar í bandalagið verða öll ríki sambandsins innan þess fyrir utan Austurríki, Írland, Kýpur og Möltu sem búa yfir takmarkaðri varnargetu. Auk Bandaríkjanna eru hins vegar ríki eins og Noregur, Kanada og Bretland í NATO sem ekki eru í Evrópusambandinu. Kæmi svo ólíklega til þess að Bandaríkin segðu skilið við NATO á einhverjum tímapunkti í framtíðinni væri Ísland þannig eftir sem áður í varnarsamstarfi við nær öll ríki Evrópusambandsins. Hins vegar eru Bandaríkin eina vestræna ríkið sem getur varið bæði sig og aðra en fjallað hefur verið ítrekað um bágborið ástand evrópskra herja, einkum ríkja innan sambandsins, í erlendum fjölmiðlum í kjölfar innrásarinnar. Fjármögnuðu hernaðaruppbyggingu Rússlands Forystumenn ríkja innan Evrópusambandsins hafa ekki aðeins lýst því yfir að ekki sé hægt að treysta á sambandið í öryggis- og varnarmálum. Sjálfur utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Josep Borrell, hefur ítrekað lýst því yfir að sambandið og ríki þess hafi í reynd fjármagnað hernaðaruppbyggingu rússneskra stjórnvalda með umfangsmiklum kaupum á rússneskri olíu og gasi um langt árabil. Hvað varðar upphaf Evrópusambandsins sem Þorvarður gerir að umtalsefni, stofnun Kola- og stálbandalagsins svonefnds, er vert að rifja það upp af því tilefni að umrætt bandalag var sett á laggirnar í kjölfar Schuman-yfirlýsingarinnar 1950 þar sem þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, Robert Schuman, lýsti því meðal annars yfir að lokamarkmiðið með fyrirhugaðri samrunaþróun væri evrópskt sambandsríki. Hreinlega hefur verið vandfundinn sá pólitíski forystumaður Evrópusambandsins og ríkja þess á liðnum árum sem ekki hefur stutt lokamarkmiðið um eitt ríki og rataði það nú síðast inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands þar sem segir að „áfram“ skuli unnið að því að sambandið verði að sambandsríki. Samhliða þessu hefur Evrópusambandið jafnt og þétt í gegnum tíðina öðlast fleiri einkenni ríkis. Vægi ríkja ESB fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda Mikilvægt er annars að hafa í huga í allri umræðu um Evrópusambandið að langflestar ákvarðanir á vettvangi þess eru teknar með meirihluta atkvæða þar sem íbúafjöldi ræður mestu um vægi ríkjanna. Einróma samþykki heyrir til undantekninga og nær hvorki til sjávarútvegsmála né orkumála. Þannig yrði vægi Íslands í ráðherraráði sambandsins einungis 0,08% og á þingi þess á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Sú áherzla að vægi ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku á vettvangi þess miðist við það hversu fjölmenn þau eru, í stað þess að þau sitji við sama borð í þeim efnum óháð íbúafjölda, er einmitt eitt þeirra einkenna ríkis sem sambandið hefur smám saman öðlast á liðnum árum. Stuðningsmenn inngöngu í Evrópusambandið tala gjarnan um það að með henni fengi Ísland sæti við borðið innan þess. Þetta er sætið. Með öðrum orðum er langur vegur frá því að innganga í Evrópusambandið yrði til þess fallin að tryggja betur öryggis- og varnarhagsmuni Íslands. Að sama skapi hefur sambandið og ríki þess sýnt það með afgerandi hætti á undanförnum árum í viðskiptum sínum við rússnesk stjórnvöld að þeim er ekki heldur treystandi þegar efnahagsöryggi er annars vegar. Þá er ljóst vægi Íslands innan þess yrði lítið sem ekkert. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun