Sigríður Margrét nýr framkvæmdastjóri SA Atli Ísleifsson skrifar 12. júní 2023 14:55 Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur starfað sem forstjóri Lyfju. Vísir/Vilhelm Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hún tekur við starfinu af Halldóri Benjamín Þorbergssyni sem tekur við störfum sem forstjóri fasteignafélagsins Regins. Í tilkynningu segir að Sigríður Margrét muni hefja störf í september. Þá mun hún jafnframt láta af störfum sem forstjóri Lyfju. „Sigríður hefur starfað sem framkvæmdastjóri og forstjóri íslenskra fyrirtækja í tæp tuttugu ár. Sigríður hefur auk þess setið í stjórnum margra íslenskra fyrirtækja og hagsmunasamtaka. Sigríður er með B.Sc. gráðu í Rekstrarfræðum frá Háskólanum á Akureyri og hefur einnig sótt stjórnendanámskeið hjá IESE Business School og Harvard,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigríði Margréti að öflugt atvinnulíf þýði að lífskjör á Íslandi verði áfram með því besta sem þekkist í heiminum. „Það er heiður að vera í forsvari fyrir Samtök atvinnulífsins, vinna með atvinnurekendum og þeim öfluga hópi fólks sem starfar hjá samtökunum. Verkefnin framundan eru brýn, ekki bara fyrir íslenskt atvinnulíf heldur samfélagið allt og ég er þakklát fyrir að fá tækifæri til að leggja mitt af mörkum,“ segir Sigríður Margrét. Miklar áskoranir og kjarasamningir lausir eftir sjö mánuði Þá er haft eftir Eyjólfi Árna Rafnssyni, formanni Samtaka atvinnulífsins, að áskorunin sem við stöndum frammi fyrir sé mikil, verðbólga sé há, vextir háir og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði lausir eftir sjö mánuði. „Aðilar vinnumarkaðarins hafa átt í ágætu samtali allt frá því að núgildandi skammtímasamningar voru undirritaðir. En það er verk að vinna. Við náum ekki árangri nema með samstarfi, samtali og sameiginlegri sýn, stjórn Samtaka atvinnulífsins er sammála um það og við fögnum því að fá til liðs við okkur reynslumikinn stjórnanda,“ segir Eyjólfur Árni. Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mun sinna hlutverki framkvæmdastjóra SA þarf til Sigríður Margrét tekur við. Ávarpaði starfsfólk Lyfju Sigríður Margrét greindi starfsfólki Lyfju frá fréttunum á Workplace í morgun. Þar sagði hún „Ykkur til upplýsinga þá hef ég verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og mun hefja störf hjá þeim í september, þá mun ég jafnframt láta af störfum sem forstjóri Lyfju.“ Hún segist í skilaboðunum vera þakklát fyrir „tímann með ykkur, traustið, trúnaðinn og tækifærin sem við höfum nýtt saman.“ Hún segir einnig að það þurfi hugrekki til að hætta „á jafn spennandi tímum og blasa við hjá Lyfju samstæðunni“ en segist hugga sig við að vinna áfram að sameiginlegum hagsmunum, „bara á nýjum vettvangi“. Þá segist hún allta munu verða í „#lyfjuliðið“. Loks segir hún að þó tilkynnt sé um tilkynninguna í dag þá taki breytingin ekki gildi fyrr en í haust og Lyfja sé því „ekki alveg laus“ við sig enn. Vistaskipti Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Halldór Benjamín lætur af störfum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur ákveðið að láta af störfum. Hann mun taka við nýju starfi sem forstjóri Regins í sumar. 30. mars 2023 18:45 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Í tilkynningu segir að Sigríður Margrét muni hefja störf í september. Þá mun hún jafnframt láta af störfum sem forstjóri Lyfju. „Sigríður hefur starfað sem framkvæmdastjóri og forstjóri íslenskra fyrirtækja í tæp tuttugu ár. Sigríður hefur auk þess setið í stjórnum margra íslenskra fyrirtækja og hagsmunasamtaka. Sigríður er með B.Sc. gráðu í Rekstrarfræðum frá Háskólanum á Akureyri og hefur einnig sótt stjórnendanámskeið hjá IESE Business School og Harvard,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigríði Margréti að öflugt atvinnulíf þýði að lífskjör á Íslandi verði áfram með því besta sem þekkist í heiminum. „Það er heiður að vera í forsvari fyrir Samtök atvinnulífsins, vinna með atvinnurekendum og þeim öfluga hópi fólks sem starfar hjá samtökunum. Verkefnin framundan eru brýn, ekki bara fyrir íslenskt atvinnulíf heldur samfélagið allt og ég er þakklát fyrir að fá tækifæri til að leggja mitt af mörkum,“ segir Sigríður Margrét. Miklar áskoranir og kjarasamningir lausir eftir sjö mánuði Þá er haft eftir Eyjólfi Árna Rafnssyni, formanni Samtaka atvinnulífsins, að áskorunin sem við stöndum frammi fyrir sé mikil, verðbólga sé há, vextir háir og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði lausir eftir sjö mánuði. „Aðilar vinnumarkaðarins hafa átt í ágætu samtali allt frá því að núgildandi skammtímasamningar voru undirritaðir. En það er verk að vinna. Við náum ekki árangri nema með samstarfi, samtali og sameiginlegri sýn, stjórn Samtaka atvinnulífsins er sammála um það og við fögnum því að fá til liðs við okkur reynslumikinn stjórnanda,“ segir Eyjólfur Árni. Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mun sinna hlutverki framkvæmdastjóra SA þarf til Sigríður Margrét tekur við. Ávarpaði starfsfólk Lyfju Sigríður Margrét greindi starfsfólki Lyfju frá fréttunum á Workplace í morgun. Þar sagði hún „Ykkur til upplýsinga þá hef ég verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og mun hefja störf hjá þeim í september, þá mun ég jafnframt láta af störfum sem forstjóri Lyfju.“ Hún segist í skilaboðunum vera þakklát fyrir „tímann með ykkur, traustið, trúnaðinn og tækifærin sem við höfum nýtt saman.“ Hún segir einnig að það þurfi hugrekki til að hætta „á jafn spennandi tímum og blasa við hjá Lyfju samstæðunni“ en segist hugga sig við að vinna áfram að sameiginlegum hagsmunum, „bara á nýjum vettvangi“. Þá segist hún allta munu verða í „#lyfjuliðið“. Loks segir hún að þó tilkynnt sé um tilkynninguna í dag þá taki breytingin ekki gildi fyrr en í haust og Lyfja sé því „ekki alveg laus“ við sig enn.
Vistaskipti Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Halldór Benjamín lætur af störfum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur ákveðið að láta af störfum. Hann mun taka við nýju starfi sem forstjóri Regins í sumar. 30. mars 2023 18:45 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Halldór Benjamín lætur af störfum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur ákveðið að láta af störfum. Hann mun taka við nýju starfi sem forstjóri Regins í sumar. 30. mars 2023 18:45