Soros felur syni sínum stjórn á viðskiptaveldinu Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2023 09:25 George Soros árið 2019. Hann er orðinn 92 ára gamall og hefur ákveðið að víkja fyrir syni sínum. AP/Ronald Zak Milljarðamæringurinn George Soros ætlar að láta yngri syni sínum eftir stjórn á viðskiptaveldi sínu. Hægrihreyfingar um allan heim haf gert Soros að sérstakri grýlu en sonurinn segist „pólitískari“ en faðir sinn. Viðskiptaveldi Soros, sem er 92 ára gamall, er metið á um 25 milljarða dollara. Alexander Soros er 37 ára gamall, eldri tveggja sona sem Soros átti með Susan Weber, annarri eiginkonu sinni. Soros á annan eldri son af fyrra hjónabandi sem var talinn líklegasti arftaki hans þar til að þeim sinnaðist. Hatur hægrimanna á Soros tengist framlögum hans til mannréttinda- og lýðræðismála víða um heim í gegnum félagasamtökin Open Society Foundation. Orðræða þeirra um Soros einkennist einnig oft af gyðingahatri og framandlegum samsæriskenningum. Alexander Soros segir við Wall Street Journal að hann ætli færa út kvíarnar í stuðningi við frjálslynd málefni og styrkja baráttu fyrir kosningarétti, þungunarrofi og kynjajafnrétti. Í því skyni ætli hann að nota fjölskylduauðinn til þess að styrkja frjálslynda frambjóðendur í Bandaríkjunum. Sonurinn lýsir sjálfum sér sem „pólitískari“ en faðir sinn. Þeir hugsi hins vegar eins. Hann hefur verið formaður Open Society Foundation frá því í desember. Síðan þá segist hann meðal annars hafa hitt leiðtoga Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, Lula Brasilíuforseta og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Lýsti Alexander Soros áhyggjum af því að Donald Trump kynni að ná endurkjöri sem forseti Bandaríkjanna á næsta ári. „Eins og ég væri til í að fjarlægja peninga úr pólitíkinni verðum við að gera það líka svo lengi sem hinir gera það,“ sagði Soros sem virtist boða að fjölskyldan ætlaði sér að láta til sín taka í framlögum til frambjóðenda þar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Varar við „dauða og eyðileggingu“ verði hann ákærður Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, varaði í nótt því að „dauði og eyðilegging“ gæti fylgt því ef hann yrði handtekinn. Í sömu færslu kallaði Trump saksóknarann sem talinn er líklegur til að ákæra hann „úrkynjaðan geðsjúkling“ sem hataði Bandaríkin. 24. mars 2023 16:29 Orban braut lög þegar hann úthýsti háskóla Soros Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefði brotið evrópsk lög þegar hún breytti reglum um æðri menntun í landinu sem leiddi til þess að alþjóðlegur háskóli sem milljarðamæringurinn George Soros stofnaði neyddist til þess að flytja nær alla starfsemi sína úr landi. 6. október 2020 14:42 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Sjá meira
Viðskiptaveldi Soros, sem er 92 ára gamall, er metið á um 25 milljarða dollara. Alexander Soros er 37 ára gamall, eldri tveggja sona sem Soros átti með Susan Weber, annarri eiginkonu sinni. Soros á annan eldri son af fyrra hjónabandi sem var talinn líklegasti arftaki hans þar til að þeim sinnaðist. Hatur hægrimanna á Soros tengist framlögum hans til mannréttinda- og lýðræðismála víða um heim í gegnum félagasamtökin Open Society Foundation. Orðræða þeirra um Soros einkennist einnig oft af gyðingahatri og framandlegum samsæriskenningum. Alexander Soros segir við Wall Street Journal að hann ætli færa út kvíarnar í stuðningi við frjálslynd málefni og styrkja baráttu fyrir kosningarétti, þungunarrofi og kynjajafnrétti. Í því skyni ætli hann að nota fjölskylduauðinn til þess að styrkja frjálslynda frambjóðendur í Bandaríkjunum. Sonurinn lýsir sjálfum sér sem „pólitískari“ en faðir sinn. Þeir hugsi hins vegar eins. Hann hefur verið formaður Open Society Foundation frá því í desember. Síðan þá segist hann meðal annars hafa hitt leiðtoga Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, Lula Brasilíuforseta og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Lýsti Alexander Soros áhyggjum af því að Donald Trump kynni að ná endurkjöri sem forseti Bandaríkjanna á næsta ári. „Eins og ég væri til í að fjarlægja peninga úr pólitíkinni verðum við að gera það líka svo lengi sem hinir gera það,“ sagði Soros sem virtist boða að fjölskyldan ætlaði sér að láta til sín taka í framlögum til frambjóðenda þar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Varar við „dauða og eyðileggingu“ verði hann ákærður Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, varaði í nótt því að „dauði og eyðilegging“ gæti fylgt því ef hann yrði handtekinn. Í sömu færslu kallaði Trump saksóknarann sem talinn er líklegur til að ákæra hann „úrkynjaðan geðsjúkling“ sem hataði Bandaríkin. 24. mars 2023 16:29 Orban braut lög þegar hann úthýsti háskóla Soros Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefði brotið evrópsk lög þegar hún breytti reglum um æðri menntun í landinu sem leiddi til þess að alþjóðlegur háskóli sem milljarðamæringurinn George Soros stofnaði neyddist til þess að flytja nær alla starfsemi sína úr landi. 6. október 2020 14:42 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Sjá meira
Varar við „dauða og eyðileggingu“ verði hann ákærður Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, varaði í nótt því að „dauði og eyðilegging“ gæti fylgt því ef hann yrði handtekinn. Í sömu færslu kallaði Trump saksóknarann sem talinn er líklegur til að ákæra hann „úrkynjaðan geðsjúkling“ sem hataði Bandaríkin. 24. mars 2023 16:29
Orban braut lög þegar hann úthýsti háskóla Soros Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefði brotið evrópsk lög þegar hún breytti reglum um æðri menntun í landinu sem leiddi til þess að alþjóðlegur háskóli sem milljarðamæringurinn George Soros stofnaði neyddist til þess að flytja nær alla starfsemi sína úr landi. 6. október 2020 14:42