Soros felur syni sínum stjórn á viðskiptaveldinu Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2023 09:25 George Soros árið 2019. Hann er orðinn 92 ára gamall og hefur ákveðið að víkja fyrir syni sínum. AP/Ronald Zak Milljarðamæringurinn George Soros ætlar að láta yngri syni sínum eftir stjórn á viðskiptaveldi sínu. Hægrihreyfingar um allan heim haf gert Soros að sérstakri grýlu en sonurinn segist „pólitískari“ en faðir sinn. Viðskiptaveldi Soros, sem er 92 ára gamall, er metið á um 25 milljarða dollara. Alexander Soros er 37 ára gamall, eldri tveggja sona sem Soros átti með Susan Weber, annarri eiginkonu sinni. Soros á annan eldri son af fyrra hjónabandi sem var talinn líklegasti arftaki hans þar til að þeim sinnaðist. Hatur hægrimanna á Soros tengist framlögum hans til mannréttinda- og lýðræðismála víða um heim í gegnum félagasamtökin Open Society Foundation. Orðræða þeirra um Soros einkennist einnig oft af gyðingahatri og framandlegum samsæriskenningum. Alexander Soros segir við Wall Street Journal að hann ætli færa út kvíarnar í stuðningi við frjálslynd málefni og styrkja baráttu fyrir kosningarétti, þungunarrofi og kynjajafnrétti. Í því skyni ætli hann að nota fjölskylduauðinn til þess að styrkja frjálslynda frambjóðendur í Bandaríkjunum. Sonurinn lýsir sjálfum sér sem „pólitískari“ en faðir sinn. Þeir hugsi hins vegar eins. Hann hefur verið formaður Open Society Foundation frá því í desember. Síðan þá segist hann meðal annars hafa hitt leiðtoga Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, Lula Brasilíuforseta og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Lýsti Alexander Soros áhyggjum af því að Donald Trump kynni að ná endurkjöri sem forseti Bandaríkjanna á næsta ári. „Eins og ég væri til í að fjarlægja peninga úr pólitíkinni verðum við að gera það líka svo lengi sem hinir gera það,“ sagði Soros sem virtist boða að fjölskyldan ætlaði sér að láta til sín taka í framlögum til frambjóðenda þar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Varar við „dauða og eyðileggingu“ verði hann ákærður Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, varaði í nótt því að „dauði og eyðilegging“ gæti fylgt því ef hann yrði handtekinn. Í sömu færslu kallaði Trump saksóknarann sem talinn er líklegur til að ákæra hann „úrkynjaðan geðsjúkling“ sem hataði Bandaríkin. 24. mars 2023 16:29 Orban braut lög þegar hann úthýsti háskóla Soros Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefði brotið evrópsk lög þegar hún breytti reglum um æðri menntun í landinu sem leiddi til þess að alþjóðlegur háskóli sem milljarðamæringurinn George Soros stofnaði neyddist til þess að flytja nær alla starfsemi sína úr landi. 6. október 2020 14:42 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Viðskiptaveldi Soros, sem er 92 ára gamall, er metið á um 25 milljarða dollara. Alexander Soros er 37 ára gamall, eldri tveggja sona sem Soros átti með Susan Weber, annarri eiginkonu sinni. Soros á annan eldri son af fyrra hjónabandi sem var talinn líklegasti arftaki hans þar til að þeim sinnaðist. Hatur hægrimanna á Soros tengist framlögum hans til mannréttinda- og lýðræðismála víða um heim í gegnum félagasamtökin Open Society Foundation. Orðræða þeirra um Soros einkennist einnig oft af gyðingahatri og framandlegum samsæriskenningum. Alexander Soros segir við Wall Street Journal að hann ætli færa út kvíarnar í stuðningi við frjálslynd málefni og styrkja baráttu fyrir kosningarétti, þungunarrofi og kynjajafnrétti. Í því skyni ætli hann að nota fjölskylduauðinn til þess að styrkja frjálslynda frambjóðendur í Bandaríkjunum. Sonurinn lýsir sjálfum sér sem „pólitískari“ en faðir sinn. Þeir hugsi hins vegar eins. Hann hefur verið formaður Open Society Foundation frá því í desember. Síðan þá segist hann meðal annars hafa hitt leiðtoga Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, Lula Brasilíuforseta og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Lýsti Alexander Soros áhyggjum af því að Donald Trump kynni að ná endurkjöri sem forseti Bandaríkjanna á næsta ári. „Eins og ég væri til í að fjarlægja peninga úr pólitíkinni verðum við að gera það líka svo lengi sem hinir gera það,“ sagði Soros sem virtist boða að fjölskyldan ætlaði sér að láta til sín taka í framlögum til frambjóðenda þar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Varar við „dauða og eyðileggingu“ verði hann ákærður Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, varaði í nótt því að „dauði og eyðilegging“ gæti fylgt því ef hann yrði handtekinn. Í sömu færslu kallaði Trump saksóknarann sem talinn er líklegur til að ákæra hann „úrkynjaðan geðsjúkling“ sem hataði Bandaríkin. 24. mars 2023 16:29 Orban braut lög þegar hann úthýsti háskóla Soros Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefði brotið evrópsk lög þegar hún breytti reglum um æðri menntun í landinu sem leiddi til þess að alþjóðlegur háskóli sem milljarðamæringurinn George Soros stofnaði neyddist til þess að flytja nær alla starfsemi sína úr landi. 6. október 2020 14:42 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Varar við „dauða og eyðileggingu“ verði hann ákærður Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, varaði í nótt því að „dauði og eyðilegging“ gæti fylgt því ef hann yrði handtekinn. Í sömu færslu kallaði Trump saksóknarann sem talinn er líklegur til að ákæra hann „úrkynjaðan geðsjúkling“ sem hataði Bandaríkin. 24. mars 2023 16:29
Orban braut lög þegar hann úthýsti háskóla Soros Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefði brotið evrópsk lög þegar hún breytti reglum um æðri menntun í landinu sem leiddi til þess að alþjóðlegur háskóli sem milljarðamæringurinn George Soros stofnaði neyddist til þess að flytja nær alla starfsemi sína úr landi. 6. október 2020 14:42