Fótbolti

Andri Lucas skoraði sjálfs­mark þegar Norr­köping missti niður tveggja marka for­ystu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Andri Lucas í leik dagsins.
Andri Lucas í leik dagsins. Twitter@ifknorrkoping

Andri Lucas Guðjohnsen varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Norrköping gerði 2-2 jafntefli við Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Andri Lucas byrjaði í fremstu línu hjá Norrköping þegar liðið sótti Djurgården heim. Arnór Ingvi Traustason var á miðri miðjunni og fyrirliðabandið á meðan Ari Freyr Skúlason hóf leik á bekknum en kom inn í síðari hálfleik.

Gestirnir í Norrköping byrjuðu vel og voru komnir tveimur mörkum yfir þegar heimamenn fengu aukaspyrnu út á hægri vængnum. Boltanum var spyrnt inn á teig þar sem hann fór af höfði Andra Lucas og í netið, staðan 1-2 í hálfleik.

Í þeim síðari jöfnuðu heimamenn og þar við sat, lokatölur 2-2. Jafnteflið skilur Norrköping eftir í 8. sæti með aðeins 18 stig að loknum 12 umferðum.

Valgeir Lunddal Friðriksson byrjaði í hægri bakverðinum hjá Häcken sem vann öruggan 3-0 sigur á Mjällby. Häcken er í 3. sæti með 28 stig, stigi minna en Elfsborg sem vann AIK 2-1 á útivelli fyrr í dag.

Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Elfsborg að venju og Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði fyrri hálfleikinn. Þá var Aron Bjarnason í byrjunarliði Sirius sem vann Gautaborg 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×