Það birtir alltaf til! Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 9. júní 2023 15:00 Í dag lauk seinni umræðu vegna fjármálaáætlunar 2024 - 2028. Fjármálaáætlun er verkfæri stjórnvalda til að setja fram skýra stefnu í hagstjórn hins opinbera. Þar er að finna grunngildi hagstjórnarinnar, útfærslu á markmiðum, stefnum og straumum í pólitík. Efnahagsmálin eru sennilega veigamesti hlutinn í deilum og dægurþrasi hinnar pólitísku umræðu hér á landi, hið eilífa þrætuepli. Engan skyldi undra það enda þarfnast ríkissjóður peninga til að geta staðið undir hlutverki sínu, rekið heilbrigðiskerfi og stofnanir sem sinna þjónustu við almenning í landinu, allt frá löggæslu til landvörslu. Ákvarðanir hagstjórnarinnar hafa sömuleiðis áhrif á daglegt líf fólks. Það er því mikilvægt að nálgast verkefnið af kostgæfni og vanda til verka. En hvað er ríkisstjórnin að gera? Það hefur verið markmið stjórnvalda að standa vörð um þá velferð sem byggð hefur verið upp á síðustu árum. Verðbólgan hefur verið efst á baugi síðustu misseri enda sá hluti hagstjórnarinnar sem hefur haft mest áhrif að undanförnu. Til þess að vinna gegn áhrifum verðbólgunnar hefur ríkisstjórnin beint aðgerðum sínum að þeim sem minnst hafa bjargráð gagnvart verðbólgunni. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna stöðunnar í efnahagsmálum sýna þetta svart á hvítu. Helstu aðgerðir frá því síðasta sumar eru: Húsnæðisstuðningur hefur verið aukinn ríflega, bætur almannatrygginga hækkuðu um tæp 9% á árinu 2022 og um 7,4% þann 1. janúar síðastliðin og munu hækka á næstunni um 2,5% til viðbótar. Húsaleigubætur hafa hækkað um 25% frá miðju síðasta ári. Eignamörk í vaxtabótakerfinu voru hækkuð upp í 50% í upphafi árs og barnabætur sömuleiðis. Breytingar á úthlutun barnabóta leiða til þess að um 3000 fleiri fjölskyldur fá barnabætur í nýju kerfi! Þá var frítekjumark atvinnutekna örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hækkaði í 200.000 krónur í ársbyrjun 2023. Loks hækkuðu persónuafsláttur og þrepamörk um 10,7% um áramótin. Með þessum breytingum lækkar skattbyrði heimilanna í landinu. Þessi skýri vilji stjórnvalda birtist sömuleiðis í því að verja grunnþjónustuna aðhaldi. Bæði í heilbrigðiskerfinu og stóru tilfærslukerfum almannatrygginga, kerfum sem hafa vaxið mikið síðustu ár og styðja við jöfnuð og félagslegt réttlæti í landinu. Verðbólgan er ekki einkamál Íslendinga Það er staðreynd að hér á Íslandi eru mikil efnahagsumsvif, hagvöxtur og hátt atvinnustig. Óvíða er vaxandi atvinnuleysi og samdráttur ofan á mikla verðbólgu. Verðbólgan er nefnilega ekki einkamál okkar Íslendinga. Að hluta til er verðbólgan innflutt, ef við berum saman nýliðinn maí mánuð við sama mánuð fyrir ári síðan eru hækkanir mestar í innfluttum vörum. Því gætir áhrifa hækkandi heimsmarkaðsverðs á ýmsum nauðsynjum, t.d. mat og drykkjarvörum, hér sem og annarsstaðar í Evrópu. Verðhækkanir sem rekja má meðal annars til ólögmætrar innrásar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu. Á sama tíma hefur heldur hægst á verðhækkunum á húsnæðismarkaði hér á Íslandi. Gleymum því ekki að fólk naut hér góðra vaxtakjara á lágvaxtaskeiðinu undanfarin ár. Þau kjör sköpuðust vegna farsællar hagstjórnar ríkisstjórnarinnar í heimsfaraldrinum og ýttu undir fjárfestingu á tíma þar sem hennar var þörf. Að sama skapi hefur hækkun vaxta nú áhrif til minnkandi eftirspurnar ásamt aukinni greiðslubyrði á herðar lántakendum. Enda drifkrafturinn að baki aðgerðum stjórnvalda að ná tökum á verðbólgunni til heilla fyrir heimilin í landinu. Það birtir alltaf til! Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá því á föstudaginn fyrir viku síðan lækkar ársverðbólgan um 0,4% og mælist nú 9,5%. Þó vissulega sé of snemmt að fagna sigri gefa þessar fregnir jákvæðar væntingar og minna okkur á að það styttir alltaf upp. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sýndi það í heimsfaraldrinum að hún vel í stakk búin til að takast á við flókin verkefni, verðbólgan nú er engin undantekning. Aðgerðir ríkistjórnarinnar sýna að róið er öllum árum að því að ná stöðugleika í íslensku efnahagslífi á sama tíma og við verjum velferðina og byggjum upp réttlátara samfélag. Það mun gefa á bátinn en verðbólgunni mun linna! Höfundur er formaður fjárlaganefndar og oddviti VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag lauk seinni umræðu vegna fjármálaáætlunar 2024 - 2028. Fjármálaáætlun er verkfæri stjórnvalda til að setja fram skýra stefnu í hagstjórn hins opinbera. Þar er að finna grunngildi hagstjórnarinnar, útfærslu á markmiðum, stefnum og straumum í pólitík. Efnahagsmálin eru sennilega veigamesti hlutinn í deilum og dægurþrasi hinnar pólitísku umræðu hér á landi, hið eilífa þrætuepli. Engan skyldi undra það enda þarfnast ríkissjóður peninga til að geta staðið undir hlutverki sínu, rekið heilbrigðiskerfi og stofnanir sem sinna þjónustu við almenning í landinu, allt frá löggæslu til landvörslu. Ákvarðanir hagstjórnarinnar hafa sömuleiðis áhrif á daglegt líf fólks. Það er því mikilvægt að nálgast verkefnið af kostgæfni og vanda til verka. En hvað er ríkisstjórnin að gera? Það hefur verið markmið stjórnvalda að standa vörð um þá velferð sem byggð hefur verið upp á síðustu árum. Verðbólgan hefur verið efst á baugi síðustu misseri enda sá hluti hagstjórnarinnar sem hefur haft mest áhrif að undanförnu. Til þess að vinna gegn áhrifum verðbólgunnar hefur ríkisstjórnin beint aðgerðum sínum að þeim sem minnst hafa bjargráð gagnvart verðbólgunni. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna stöðunnar í efnahagsmálum sýna þetta svart á hvítu. Helstu aðgerðir frá því síðasta sumar eru: Húsnæðisstuðningur hefur verið aukinn ríflega, bætur almannatrygginga hækkuðu um tæp 9% á árinu 2022 og um 7,4% þann 1. janúar síðastliðin og munu hækka á næstunni um 2,5% til viðbótar. Húsaleigubætur hafa hækkað um 25% frá miðju síðasta ári. Eignamörk í vaxtabótakerfinu voru hækkuð upp í 50% í upphafi árs og barnabætur sömuleiðis. Breytingar á úthlutun barnabóta leiða til þess að um 3000 fleiri fjölskyldur fá barnabætur í nýju kerfi! Þá var frítekjumark atvinnutekna örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hækkaði í 200.000 krónur í ársbyrjun 2023. Loks hækkuðu persónuafsláttur og þrepamörk um 10,7% um áramótin. Með þessum breytingum lækkar skattbyrði heimilanna í landinu. Þessi skýri vilji stjórnvalda birtist sömuleiðis í því að verja grunnþjónustuna aðhaldi. Bæði í heilbrigðiskerfinu og stóru tilfærslukerfum almannatrygginga, kerfum sem hafa vaxið mikið síðustu ár og styðja við jöfnuð og félagslegt réttlæti í landinu. Verðbólgan er ekki einkamál Íslendinga Það er staðreynd að hér á Íslandi eru mikil efnahagsumsvif, hagvöxtur og hátt atvinnustig. Óvíða er vaxandi atvinnuleysi og samdráttur ofan á mikla verðbólgu. Verðbólgan er nefnilega ekki einkamál okkar Íslendinga. Að hluta til er verðbólgan innflutt, ef við berum saman nýliðinn maí mánuð við sama mánuð fyrir ári síðan eru hækkanir mestar í innfluttum vörum. Því gætir áhrifa hækkandi heimsmarkaðsverðs á ýmsum nauðsynjum, t.d. mat og drykkjarvörum, hér sem og annarsstaðar í Evrópu. Verðhækkanir sem rekja má meðal annars til ólögmætrar innrásar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu. Á sama tíma hefur heldur hægst á verðhækkunum á húsnæðismarkaði hér á Íslandi. Gleymum því ekki að fólk naut hér góðra vaxtakjara á lágvaxtaskeiðinu undanfarin ár. Þau kjör sköpuðust vegna farsællar hagstjórnar ríkisstjórnarinnar í heimsfaraldrinum og ýttu undir fjárfestingu á tíma þar sem hennar var þörf. Að sama skapi hefur hækkun vaxta nú áhrif til minnkandi eftirspurnar ásamt aukinni greiðslubyrði á herðar lántakendum. Enda drifkrafturinn að baki aðgerðum stjórnvalda að ná tökum á verðbólgunni til heilla fyrir heimilin í landinu. Það birtir alltaf til! Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá því á föstudaginn fyrir viku síðan lækkar ársverðbólgan um 0,4% og mælist nú 9,5%. Þó vissulega sé of snemmt að fagna sigri gefa þessar fregnir jákvæðar væntingar og minna okkur á að það styttir alltaf upp. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sýndi það í heimsfaraldrinum að hún vel í stakk búin til að takast á við flókin verkefni, verðbólgan nú er engin undantekning. Aðgerðir ríkistjórnarinnar sýna að róið er öllum árum að því að ná stöðugleika í íslensku efnahagslífi á sama tíma og við verjum velferðina og byggjum upp réttlátara samfélag. Það mun gefa á bátinn en verðbólgunni mun linna! Höfundur er formaður fjárlaganefndar og oddviti VG í Norðausturkjördæmi.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun