Assange nú sagður „hættulega nálægt því að verða framseldur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júní 2023 07:01 Assange hefur verið haldið í Belmarsh-fangelsinu í meira en fjögur ár, þar sem heilsu hans hefur hrakað mjög. Getty/Jack Taylor Bróðir Julian Assange segir hann „hættulega nálægt því að verða framseldur“ til Bandaríkjanna eftir að dómari við yfirrétt á Bretlandseyjum hafnaði alfarið umleitan lögmanna hans. Lögmennirnir listuðu í kröfu sinni átta ástæður fyrir því að koma ætti í veg fyrir framsal Assange, sem stjórnvöld í Bandaríkjunum fóru fram á og þáverandi innanríkisráðherra Breta, Priti Patel, undirritaði. Dómarinn Jonathan Swift hafnaði hins vegar öllum rökum lögmannanna og Assange á aðeins eitt úrræði eftir innan breska dómskerfisins; lögmenn hans hafa nú fimm daga til að áfrýja málinu til tveggja dómara við sama dómstól. Ef þeir komast að sömu niðurstöðu og Swift er Mannréttindadómstóll Evrópu eina úrræðið eftir sem gæti bjargað Assange frá því að verða framseldur til Bandaríkjanna en málinu hefur þegar verið skotið þangað. Guardian hefur eftri Stellu Assange, eiginkonu og barnsmóður Julian, að þau séu enn bjartsýn á að hann verði ekki framseldur. John Shipton, faðir hans, segir fjölskylduna hafa fylgst með málinu af hryllingi og sama eigi við um allt réttsýnt fólk. Lögmenn Assange héldu því meðal annars fram að Patel hefði ekki gert rétt með því að samþykkja framsalsbeiðnina frá Bandaríkjunum, þar sem málið snérist um pólitík. Þá væri farið á eftir Assange fyrir að nýta tjáningarfrelsi sitt og að framsalsbeiðnin sjálf væri valdníðsla. Assange á yfir höfði sér allt að 175 ár í fangelsi ef hann verður framseldur. Mál Julians Assange Bretland Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Lögmennirnir listuðu í kröfu sinni átta ástæður fyrir því að koma ætti í veg fyrir framsal Assange, sem stjórnvöld í Bandaríkjunum fóru fram á og þáverandi innanríkisráðherra Breta, Priti Patel, undirritaði. Dómarinn Jonathan Swift hafnaði hins vegar öllum rökum lögmannanna og Assange á aðeins eitt úrræði eftir innan breska dómskerfisins; lögmenn hans hafa nú fimm daga til að áfrýja málinu til tveggja dómara við sama dómstól. Ef þeir komast að sömu niðurstöðu og Swift er Mannréttindadómstóll Evrópu eina úrræðið eftir sem gæti bjargað Assange frá því að verða framseldur til Bandaríkjanna en málinu hefur þegar verið skotið þangað. Guardian hefur eftri Stellu Assange, eiginkonu og barnsmóður Julian, að þau séu enn bjartsýn á að hann verði ekki framseldur. John Shipton, faðir hans, segir fjölskylduna hafa fylgst með málinu af hryllingi og sama eigi við um allt réttsýnt fólk. Lögmenn Assange héldu því meðal annars fram að Patel hefði ekki gert rétt með því að samþykkja framsalsbeiðnina frá Bandaríkjunum, þar sem málið snérist um pólitík. Þá væri farið á eftir Assange fyrir að nýta tjáningarfrelsi sitt og að framsalsbeiðnin sjálf væri valdníðsla. Assange á yfir höfði sér allt að 175 ár í fangelsi ef hann verður framseldur.
Mál Julians Assange Bretland Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira