Segir sveitarfélögin jafnvel í hættu á að missa jafnlaunavottunina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júní 2023 13:40 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir ákvörðun sveitarfélaganna að greiða ekki sömu laun fyrir sömu störf heldur mismuna fólki eftir því hvaða stéttarfélagi það tilheyrir brjóta gegn jafnréttislögum og jafnlaunavottun. Segir hún þau sveitarfélög sem nýlega hófu endurnýjun jafnlaunavottunar jafnvel eiga á hættu að missa vottunina. Frá þessu greinir Sonja í aðsendri grein á Vísi. „Félagsfólk okkar er skiljanlega reitt yfir því að í janúar, febrúar og mars á þessu ári hafi þau verið á lægri launum en samstarfsfólk þeirra í sömu eða sambærilegum störfum sem er í öðrum stéttarfélögum. Þau eru reið og vonsvikin yfir því að til þurfi verkföll til að knýja fram þessa sjálfsögðu kröfu,“ segir Sonja. „Þær spurningar sem þau spyrja sig eru á borð við það hvort þau séu minna virði en samstarfsfólk þeirra og hvort þau vilji vinna hjá sveitarfélagi sem mismunar starfsfólki með þessum hætti. Sum íhuga jafnvel að segja upp. Þau spyrja sig einnig hvort þessi launamismunur sé í samræmi við jafnréttislög og þá jafnlaunavottun?“ Sonja segir svarið nei og bætir því við að fregnir hafi borist að því að sveitarfélög sem nýlega hófu endurnýjun jafnlaunavottunar eigi í hættu á að missa vottunina. „Aðildarfélög BSRB hafa fengið ábendingar þess efnis að að minnsta kosti tvö sveitarfélög sem eru í ferli að endurnýja jafnlaunavottun séu strand, þar sem viðmiðunurmánuður launagreiningar sé á tímabilinu janúar til mars 2023. Þá mánuði er augljós launumunur starfsfólks sveitarfélaganna, sem eru í sömu eða jafn verðmætum störfum. Það er þessi launamunur sem okkar höfuðkrafa snýst um og þarf að leiðrétta,“ sagði Sonja þegar fréttastofa spurði hana út í ofangreindar fregnir. Kynbundinn eða réttlætanlegur launamunur? Á heimasíðu Jafnréttisstofu segir að með innleiðingu jafnlaunastaðalsins ÍST 85 geti „fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun“. Þrátt fyrir að í raun megi segja í þessu tilviki að með því að greiða einstaklingum í sömu störfum ólík laun sé verið að mismuna eftir stéttarfélögum með ólíka kjarasamninga, þá sagði Sonja í aðsendri grein um miðjan maímánuð um starfsmat og jafnlaunavottun: „Þessi verkfæri eiga að tryggja að sveitarfélög sem atvinnurekendur grípi til aðgerða til að leiðrétta laun ef upp kemur launamisrétti á vinnustað. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þessa launamismunun síðustu mánuði og leiðir til að leiðrétta hana við sveitarfélögin og Samband íslenskra sveitarfélaga, sem veitir sveitarfélögunum ráðgjöf í málefum tengt réttindum starfsfólks, hefur ekkert verið að gert.“ Fréttastofa spurði Sonju hvort þau sjónarmið að verið væri að brjóta gegn jafnlaunavottuninni hefðu verið viðruð við samningaborðið. Hún svaraði því játandi en að viðsemjendur BSRB hefðu einfaldlega vísað til þess að kjarasamningar BSRB annars vegar og Starfsgreinasambandsins hins vegar væru ólíkir. „Þau raunverulega fara bara í eitthvað annað,“ segir hún. Engin ágreiningur sé hins vegar uppi um að verið sé að mismuna fólki. Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Jafnréttismál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Segir hún þau sveitarfélög sem nýlega hófu endurnýjun jafnlaunavottunar jafnvel eiga á hættu að missa vottunina. Frá þessu greinir Sonja í aðsendri grein á Vísi. „Félagsfólk okkar er skiljanlega reitt yfir því að í janúar, febrúar og mars á þessu ári hafi þau verið á lægri launum en samstarfsfólk þeirra í sömu eða sambærilegum störfum sem er í öðrum stéttarfélögum. Þau eru reið og vonsvikin yfir því að til þurfi verkföll til að knýja fram þessa sjálfsögðu kröfu,“ segir Sonja. „Þær spurningar sem þau spyrja sig eru á borð við það hvort þau séu minna virði en samstarfsfólk þeirra og hvort þau vilji vinna hjá sveitarfélagi sem mismunar starfsfólki með þessum hætti. Sum íhuga jafnvel að segja upp. Þau spyrja sig einnig hvort þessi launamismunur sé í samræmi við jafnréttislög og þá jafnlaunavottun?“ Sonja segir svarið nei og bætir því við að fregnir hafi borist að því að sveitarfélög sem nýlega hófu endurnýjun jafnlaunavottunar eigi í hættu á að missa vottunina. „Aðildarfélög BSRB hafa fengið ábendingar þess efnis að að minnsta kosti tvö sveitarfélög sem eru í ferli að endurnýja jafnlaunavottun séu strand, þar sem viðmiðunurmánuður launagreiningar sé á tímabilinu janúar til mars 2023. Þá mánuði er augljós launumunur starfsfólks sveitarfélaganna, sem eru í sömu eða jafn verðmætum störfum. Það er þessi launamunur sem okkar höfuðkrafa snýst um og þarf að leiðrétta,“ sagði Sonja þegar fréttastofa spurði hana út í ofangreindar fregnir. Kynbundinn eða réttlætanlegur launamunur? Á heimasíðu Jafnréttisstofu segir að með innleiðingu jafnlaunastaðalsins ÍST 85 geti „fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun“. Þrátt fyrir að í raun megi segja í þessu tilviki að með því að greiða einstaklingum í sömu störfum ólík laun sé verið að mismuna eftir stéttarfélögum með ólíka kjarasamninga, þá sagði Sonja í aðsendri grein um miðjan maímánuð um starfsmat og jafnlaunavottun: „Þessi verkfæri eiga að tryggja að sveitarfélög sem atvinnurekendur grípi til aðgerða til að leiðrétta laun ef upp kemur launamisrétti á vinnustað. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þessa launamismunun síðustu mánuði og leiðir til að leiðrétta hana við sveitarfélögin og Samband íslenskra sveitarfélaga, sem veitir sveitarfélögunum ráðgjöf í málefum tengt réttindum starfsfólks, hefur ekkert verið að gert.“ Fréttastofa spurði Sonju hvort þau sjónarmið að verið væri að brjóta gegn jafnlaunavottuninni hefðu verið viðruð við samningaborðið. Hún svaraði því játandi en að viðsemjendur BSRB hefðu einfaldlega vísað til þess að kjarasamningar BSRB annars vegar og Starfsgreinasambandsins hins vegar væru ólíkir. „Þau raunverulega fara bara í eitthvað annað,“ segir hún. Engin ágreiningur sé hins vegar uppi um að verið sé að mismuna fólki.
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Jafnréttismál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira