Segir sveitarfélögin jafnvel í hættu á að missa jafnlaunavottunina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júní 2023 13:40 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir ákvörðun sveitarfélaganna að greiða ekki sömu laun fyrir sömu störf heldur mismuna fólki eftir því hvaða stéttarfélagi það tilheyrir brjóta gegn jafnréttislögum og jafnlaunavottun. Segir hún þau sveitarfélög sem nýlega hófu endurnýjun jafnlaunavottunar jafnvel eiga á hættu að missa vottunina. Frá þessu greinir Sonja í aðsendri grein á Vísi. „Félagsfólk okkar er skiljanlega reitt yfir því að í janúar, febrúar og mars á þessu ári hafi þau verið á lægri launum en samstarfsfólk þeirra í sömu eða sambærilegum störfum sem er í öðrum stéttarfélögum. Þau eru reið og vonsvikin yfir því að til þurfi verkföll til að knýja fram þessa sjálfsögðu kröfu,“ segir Sonja. „Þær spurningar sem þau spyrja sig eru á borð við það hvort þau séu minna virði en samstarfsfólk þeirra og hvort þau vilji vinna hjá sveitarfélagi sem mismunar starfsfólki með þessum hætti. Sum íhuga jafnvel að segja upp. Þau spyrja sig einnig hvort þessi launamismunur sé í samræmi við jafnréttislög og þá jafnlaunavottun?“ Sonja segir svarið nei og bætir því við að fregnir hafi borist að því að sveitarfélög sem nýlega hófu endurnýjun jafnlaunavottunar eigi í hættu á að missa vottunina. „Aðildarfélög BSRB hafa fengið ábendingar þess efnis að að minnsta kosti tvö sveitarfélög sem eru í ferli að endurnýja jafnlaunavottun séu strand, þar sem viðmiðunurmánuður launagreiningar sé á tímabilinu janúar til mars 2023. Þá mánuði er augljós launumunur starfsfólks sveitarfélaganna, sem eru í sömu eða jafn verðmætum störfum. Það er þessi launamunur sem okkar höfuðkrafa snýst um og þarf að leiðrétta,“ sagði Sonja þegar fréttastofa spurði hana út í ofangreindar fregnir. Kynbundinn eða réttlætanlegur launamunur? Á heimasíðu Jafnréttisstofu segir að með innleiðingu jafnlaunastaðalsins ÍST 85 geti „fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun“. Þrátt fyrir að í raun megi segja í þessu tilviki að með því að greiða einstaklingum í sömu störfum ólík laun sé verið að mismuna eftir stéttarfélögum með ólíka kjarasamninga, þá sagði Sonja í aðsendri grein um miðjan maímánuð um starfsmat og jafnlaunavottun: „Þessi verkfæri eiga að tryggja að sveitarfélög sem atvinnurekendur grípi til aðgerða til að leiðrétta laun ef upp kemur launamisrétti á vinnustað. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þessa launamismunun síðustu mánuði og leiðir til að leiðrétta hana við sveitarfélögin og Samband íslenskra sveitarfélaga, sem veitir sveitarfélögunum ráðgjöf í málefum tengt réttindum starfsfólks, hefur ekkert verið að gert.“ Fréttastofa spurði Sonju hvort þau sjónarmið að verið væri að brjóta gegn jafnlaunavottuninni hefðu verið viðruð við samningaborðið. Hún svaraði því játandi en að viðsemjendur BSRB hefðu einfaldlega vísað til þess að kjarasamningar BSRB annars vegar og Starfsgreinasambandsins hins vegar væru ólíkir. „Þau raunverulega fara bara í eitthvað annað,“ segir hún. Engin ágreiningur sé hins vegar uppi um að verið sé að mismuna fólki. Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Jafnréttismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Segir hún þau sveitarfélög sem nýlega hófu endurnýjun jafnlaunavottunar jafnvel eiga á hættu að missa vottunina. Frá þessu greinir Sonja í aðsendri grein á Vísi. „Félagsfólk okkar er skiljanlega reitt yfir því að í janúar, febrúar og mars á þessu ári hafi þau verið á lægri launum en samstarfsfólk þeirra í sömu eða sambærilegum störfum sem er í öðrum stéttarfélögum. Þau eru reið og vonsvikin yfir því að til þurfi verkföll til að knýja fram þessa sjálfsögðu kröfu,“ segir Sonja. „Þær spurningar sem þau spyrja sig eru á borð við það hvort þau séu minna virði en samstarfsfólk þeirra og hvort þau vilji vinna hjá sveitarfélagi sem mismunar starfsfólki með þessum hætti. Sum íhuga jafnvel að segja upp. Þau spyrja sig einnig hvort þessi launamismunur sé í samræmi við jafnréttislög og þá jafnlaunavottun?“ Sonja segir svarið nei og bætir því við að fregnir hafi borist að því að sveitarfélög sem nýlega hófu endurnýjun jafnlaunavottunar eigi í hættu á að missa vottunina. „Aðildarfélög BSRB hafa fengið ábendingar þess efnis að að minnsta kosti tvö sveitarfélög sem eru í ferli að endurnýja jafnlaunavottun séu strand, þar sem viðmiðunurmánuður launagreiningar sé á tímabilinu janúar til mars 2023. Þá mánuði er augljós launumunur starfsfólks sveitarfélaganna, sem eru í sömu eða jafn verðmætum störfum. Það er þessi launamunur sem okkar höfuðkrafa snýst um og þarf að leiðrétta,“ sagði Sonja þegar fréttastofa spurði hana út í ofangreindar fregnir. Kynbundinn eða réttlætanlegur launamunur? Á heimasíðu Jafnréttisstofu segir að með innleiðingu jafnlaunastaðalsins ÍST 85 geti „fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun“. Þrátt fyrir að í raun megi segja í þessu tilviki að með því að greiða einstaklingum í sömu störfum ólík laun sé verið að mismuna eftir stéttarfélögum með ólíka kjarasamninga, þá sagði Sonja í aðsendri grein um miðjan maímánuð um starfsmat og jafnlaunavottun: „Þessi verkfæri eiga að tryggja að sveitarfélög sem atvinnurekendur grípi til aðgerða til að leiðrétta laun ef upp kemur launamisrétti á vinnustað. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þessa launamismunun síðustu mánuði og leiðir til að leiðrétta hana við sveitarfélögin og Samband íslenskra sveitarfélaga, sem veitir sveitarfélögunum ráðgjöf í málefum tengt réttindum starfsfólks, hefur ekkert verið að gert.“ Fréttastofa spurði Sonju hvort þau sjónarmið að verið væri að brjóta gegn jafnlaunavottuninni hefðu verið viðruð við samningaborðið. Hún svaraði því játandi en að viðsemjendur BSRB hefðu einfaldlega vísað til þess að kjarasamningar BSRB annars vegar og Starfsgreinasambandsins hins vegar væru ólíkir. „Þau raunverulega fara bara í eitthvað annað,“ segir hún. Engin ágreiningur sé hins vegar uppi um að verið sé að mismuna fólki.
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Jafnréttismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels