Franska blaðið Le Dauphine greinir frá því að mikill viðbúnaður lögreglu og hermanna sé á staðnum.
Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklandi, segir í tísti að fjöldi barna hafi særst í hnífaárás á torgi í Annecy. Þá segir hann að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn vegna skjótra viðbragða lögreglu.
Í frönskum fjölmiðlum kemur fram að árásarmaðurinn hafi verið sýrlenskur hælisleitandi, 45 ára að aldri.
Plusieurs personnes dont des enfants ont été blessés par un individu armé d un couteau dans un square à Annecy. L individu a été interpellé grâce à l intervention très rapide des forces de l ordre.
— Gérald DARMANIN (@GDarmanin) June 8, 2023
Fram kemur að börnin hafi verið hluti af hóp frá leikskólanum Quai Jules-Philippe sem hafi verið staddur í Jardins de l'Europe þar sem árásin var gerðklukkan 9:45 að staðartíma, um 7:45 að íslenskum tíma.
Börnin eru sögð vera um þriggja ára að aldri.
Fréttin hefur verið uppfærð.