„Þurfum að ákveða hvers konar þjóð við viljum vera“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júní 2023 23:08 Kristrún í ræðustól í kvöld. skjáskot Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, segir ákall eftir aðgerðum standa upp úr að liðnum þingvetri. Flokkur hennar hafi reynt að stappa stálinu í ríkisstjórnina sem beri sig illa og tali eins og hún stýri engu. Eldhúsdagsumræður á Alþingi fóru fram í kvöld. Kristrún er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins og flutti því fyrstu ræðu kvöldins. Samfylkingin mælist nú með 28,4 prósenta fylgi, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallúp. Meðal aðgerða sem Kristrún nefnir eru vaxtabótaauki, leigubremsa og ívilnun til uppbyggingar. „Fleira þarf að gera, og auðvitað myndi Samfylkingin stjórna landinu með öðrum hætti ef við værum í ríkisstjórn. En þetta eru allt aðgerðir sem sitjandi ríkisstjórn, hæstvirt, ætti að geta fallist á, miðað við hvernig þau tala að minnsta kosti.“ Flokkur hennar hafi stundað jákvæða pólitík í vetur og sett fram lausnir með áherslu á efnahags og velferðamál. „Samfylkingin hefur reynt að stappa stálinu í hæstvirta ríkisstjórn, sem ber sig illa. Lætur raunar eins og hún stýri engu og geti þess vegna enga ábyrgð tekið á aðstæðum, á meðan við höfum talað kjark og von í þjóðina. Við höfum veitt ábyrga stjórnarandstöðu, sem sést kannski best á því að við höfum haft það sem viðmið að gera ekki tillögu um eina krónu í útgjöld án þess að tvær krónur komi á móti til að vinna gegn verðbólgu,“ sagði Kristrún. Stöðugleiki með velferð Þá nefndi hún fjörtíu opna fundi flokksins með almenningi um heilbrigðismál. Þau samtöl segir hún grunninn að aðgerðum Samfylkingarinnar. „Þetta verklag er lykilinn að því að endurvekja von og trú fólks á að við getum gert hlutina betur hérna sem velferðarsamfélag.“ Varðandi velferðarmálin sagði Kristrún: „Hlutverk hins opinbera á húsnæðismarkaði á að vera veigameira. Lítil og meðalstór fyrirtæki standa mun betur að vígi í slíku umhverfi. Auk þess sem launafólk getur sætt sig við minni prósentuhækkanir þar sem hið opinbera hefur bolmagn til að standa vörð um húsnæðisöryggi fólks,“ sagði hún og hélt áfram: „Við verjum stöðugleikann best með því að verja velferðina. Á þessu grundvallast stefna sósíaldemókrata sem hafa byggt upp farsælustu samfélög heims á Norðurlöndunum.“ Endurtekið efni Á mánudag kynnti ríkisstjórnin aðgerðarpakka til að sporna gegn verðbólgu. Aðgerðum þessum er ætlað að styðja við aðgerðir Seðlabankans og sporna gegn þenslu, bæta afkomu og vernda hópa sem séu sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum verðbólgu og vaxtahækkana. Pakkann segir Kristrún endurtekið efni. „Það er alvarlegt mál hvernig hæstvirt ríkisstjórn skapar aftur og aftur falskar væntingar hjá fólkinu í landinu með uppblásnum fyrirsögnum sem reynist svo engin innistæða fyrir. Síðast í fyrradag var trommað upp með svokallaðan aðgerðapakka upp á 36 milljarða sem reyndist síðan ekki neitt nema endurtekið efni úr gamalli fjármálaáætlun, áætlun sem hafði áður fengið falleinkunn hvað varðar viðureignina við verðbólguna,“ sagði Kristrún. Það komi sá tími þar sem þjóðin standi á krossgötum. „Og við þurfum að ákveða hvers konar þjóð við viljum vera. Velferðarþjóð? Stolt þjóð með sterkt velferðarkerfi? Eða lausbundið samansafn einstaklinga þar sem keyrt er á þeirri mýtu að það sem helst skilgreini velsæld fólks sé skattprósentan sem er greidd, ekki gæði velferðarþjónustunnar í landinu.“ Svar Samfylkingar segir hún skýrt: „Styrkjum velferðina, fyrir Ísland allt. Sterk velferð, stolt þjóð. Þetta er sá valkostur sem Samfylkingin mun bjóða upp á.“ Alþingi Samfylkingin Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Eldhúsdagsumræður á Alþingi fóru fram í kvöld. Kristrún er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins og flutti því fyrstu ræðu kvöldins. Samfylkingin mælist nú með 28,4 prósenta fylgi, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallúp. Meðal aðgerða sem Kristrún nefnir eru vaxtabótaauki, leigubremsa og ívilnun til uppbyggingar. „Fleira þarf að gera, og auðvitað myndi Samfylkingin stjórna landinu með öðrum hætti ef við værum í ríkisstjórn. En þetta eru allt aðgerðir sem sitjandi ríkisstjórn, hæstvirt, ætti að geta fallist á, miðað við hvernig þau tala að minnsta kosti.“ Flokkur hennar hafi stundað jákvæða pólitík í vetur og sett fram lausnir með áherslu á efnahags og velferðamál. „Samfylkingin hefur reynt að stappa stálinu í hæstvirta ríkisstjórn, sem ber sig illa. Lætur raunar eins og hún stýri engu og geti þess vegna enga ábyrgð tekið á aðstæðum, á meðan við höfum talað kjark og von í þjóðina. Við höfum veitt ábyrga stjórnarandstöðu, sem sést kannski best á því að við höfum haft það sem viðmið að gera ekki tillögu um eina krónu í útgjöld án þess að tvær krónur komi á móti til að vinna gegn verðbólgu,“ sagði Kristrún. Stöðugleiki með velferð Þá nefndi hún fjörtíu opna fundi flokksins með almenningi um heilbrigðismál. Þau samtöl segir hún grunninn að aðgerðum Samfylkingarinnar. „Þetta verklag er lykilinn að því að endurvekja von og trú fólks á að við getum gert hlutina betur hérna sem velferðarsamfélag.“ Varðandi velferðarmálin sagði Kristrún: „Hlutverk hins opinbera á húsnæðismarkaði á að vera veigameira. Lítil og meðalstór fyrirtæki standa mun betur að vígi í slíku umhverfi. Auk þess sem launafólk getur sætt sig við minni prósentuhækkanir þar sem hið opinbera hefur bolmagn til að standa vörð um húsnæðisöryggi fólks,“ sagði hún og hélt áfram: „Við verjum stöðugleikann best með því að verja velferðina. Á þessu grundvallast stefna sósíaldemókrata sem hafa byggt upp farsælustu samfélög heims á Norðurlöndunum.“ Endurtekið efni Á mánudag kynnti ríkisstjórnin aðgerðarpakka til að sporna gegn verðbólgu. Aðgerðum þessum er ætlað að styðja við aðgerðir Seðlabankans og sporna gegn þenslu, bæta afkomu og vernda hópa sem séu sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum verðbólgu og vaxtahækkana. Pakkann segir Kristrún endurtekið efni. „Það er alvarlegt mál hvernig hæstvirt ríkisstjórn skapar aftur og aftur falskar væntingar hjá fólkinu í landinu með uppblásnum fyrirsögnum sem reynist svo engin innistæða fyrir. Síðast í fyrradag var trommað upp með svokallaðan aðgerðapakka upp á 36 milljarða sem reyndist síðan ekki neitt nema endurtekið efni úr gamalli fjármálaáætlun, áætlun sem hafði áður fengið falleinkunn hvað varðar viðureignina við verðbólguna,“ sagði Kristrún. Það komi sá tími þar sem þjóðin standi á krossgötum. „Og við þurfum að ákveða hvers konar þjóð við viljum vera. Velferðarþjóð? Stolt þjóð með sterkt velferðarkerfi? Eða lausbundið samansafn einstaklinga þar sem keyrt er á þeirri mýtu að það sem helst skilgreini velsæld fólks sé skattprósentan sem er greidd, ekki gæði velferðarþjónustunnar í landinu.“ Svar Samfylkingar segir hún skýrt: „Styrkjum velferðina, fyrir Ísland allt. Sterk velferð, stolt þjóð. Þetta er sá valkostur sem Samfylkingin mun bjóða upp á.“
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira