Fólk taki nektarmyndir til valdeflingar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júní 2023 21:16 Íris Svava Pálmadóttir ræddi jákvæða sjálfsímynd í Reykjavík síðdegis. Aðsend „Fyrir mér er þetta að fanga móment sjálfsástarinnar,“ segir Íris Svava Pálmadóttir, talskona jákvæðrar líkamsímyndar, um nektarmyndir. Nektarmynd hinnar 54 ára gömlu leikkonu Ricki Lake vakti athygli og hefur verið kveikja að frekari umræðu um nektarmyndir, sem virðast sífellt vinsælli. Íris Svava ræddi nektarmyndir frekar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: „Ég tek því fagnandi að sjá konur eigna sér sinn líkama og þora að deila þessum myndum. Í grunninn er þetta svo mikil valdefling, ég stend fyrir það,“ segir Íris Svava sem hefur verið dugleg að birta myndir á Instagram-síðu hennar, sem hún segir ætlaðar til að hjálpa öðrum konum að sjá sig í öðru ljósi. „Til að byrja með fannst mér þetta mjög erfitt. Fyrir mér eru myndirnar ekki kynferðislegar, það þarf alls ekki að vera samasem-merki á milli nektar og að hún sé kynferðisleg. Ég vil nota platformið til að hjálpa öðrum og sýna að það er eðlilegt að vera með appelsínuhúð, fellingar, bólur og ör.“ Það sé engin þörf fyrir að skammast sín fyrir að vera eins og maður er, eins og Íris Svava orðar það. Um sé að ræða táknrænan gjörning. „Það er í samfélaginu talað um að þetta sé athyglissýki eða örvænting. Að manneskjan sé ekki með sjálfsvirðingu en mér finnst þetta einmitt andstæðan við það. Þetta snýst umað við konur séum að eigna okkur líkamann okkar,“ segir hún. Svava beinir sjónum sínum að samfélagslega samþykktum líkamömum. „Þegar ég var að alast upp voru rosalega fáar fyrirmyndir fyrir mig til að spegla mig í. Ef það voru einhverjar fyrirmyndir var það helst þessi týpíska hávaxna, grannvaxna, hvíta kona og það er svo miklu meiri fjölbreytileiki í samfélaginu. Við verðum að sýna fleiri líkama, við erum ekki allar steyptar í sama mót. Með þessu trendi geta konur sýnt það að þú þarft ekki að vera þessi samfélagslega samþykkti líkami til að teljast falleg,“ segir Íris Svava. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum að ofan. Reykjavík síðdegis Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Nektarmynd hinnar 54 ára gömlu leikkonu Ricki Lake vakti athygli og hefur verið kveikja að frekari umræðu um nektarmyndir, sem virðast sífellt vinsælli. Íris Svava ræddi nektarmyndir frekar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: „Ég tek því fagnandi að sjá konur eigna sér sinn líkama og þora að deila þessum myndum. Í grunninn er þetta svo mikil valdefling, ég stend fyrir það,“ segir Íris Svava sem hefur verið dugleg að birta myndir á Instagram-síðu hennar, sem hún segir ætlaðar til að hjálpa öðrum konum að sjá sig í öðru ljósi. „Til að byrja með fannst mér þetta mjög erfitt. Fyrir mér eru myndirnar ekki kynferðislegar, það þarf alls ekki að vera samasem-merki á milli nektar og að hún sé kynferðisleg. Ég vil nota platformið til að hjálpa öðrum og sýna að það er eðlilegt að vera með appelsínuhúð, fellingar, bólur og ör.“ Það sé engin þörf fyrir að skammast sín fyrir að vera eins og maður er, eins og Íris Svava orðar það. Um sé að ræða táknrænan gjörning. „Það er í samfélaginu talað um að þetta sé athyglissýki eða örvænting. Að manneskjan sé ekki með sjálfsvirðingu en mér finnst þetta einmitt andstæðan við það. Þetta snýst umað við konur séum að eigna okkur líkamann okkar,“ segir hún. Svava beinir sjónum sínum að samfélagslega samþykktum líkamömum. „Þegar ég var að alast upp voru rosalega fáar fyrirmyndir fyrir mig til að spegla mig í. Ef það voru einhverjar fyrirmyndir var það helst þessi týpíska hávaxna, grannvaxna, hvíta kona og það er svo miklu meiri fjölbreytileiki í samfélaginu. Við verðum að sýna fleiri líkama, við erum ekki allar steyptar í sama mót. Með þessu trendi geta konur sýnt það að þú þarft ekki að vera þessi samfélagslega samþykkti líkami til að teljast falleg,“ segir Íris Svava. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum að ofan.
Reykjavík síðdegis Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira