Fólk taki nektarmyndir til valdeflingar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júní 2023 21:16 Íris Svava Pálmadóttir ræddi jákvæða sjálfsímynd í Reykjavík síðdegis. Aðsend „Fyrir mér er þetta að fanga móment sjálfsástarinnar,“ segir Íris Svava Pálmadóttir, talskona jákvæðrar líkamsímyndar, um nektarmyndir. Nektarmynd hinnar 54 ára gömlu leikkonu Ricki Lake vakti athygli og hefur verið kveikja að frekari umræðu um nektarmyndir, sem virðast sífellt vinsælli. Íris Svava ræddi nektarmyndir frekar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: „Ég tek því fagnandi að sjá konur eigna sér sinn líkama og þora að deila þessum myndum. Í grunninn er þetta svo mikil valdefling, ég stend fyrir það,“ segir Íris Svava sem hefur verið dugleg að birta myndir á Instagram-síðu hennar, sem hún segir ætlaðar til að hjálpa öðrum konum að sjá sig í öðru ljósi. „Til að byrja með fannst mér þetta mjög erfitt. Fyrir mér eru myndirnar ekki kynferðislegar, það þarf alls ekki að vera samasem-merki á milli nektar og að hún sé kynferðisleg. Ég vil nota platformið til að hjálpa öðrum og sýna að það er eðlilegt að vera með appelsínuhúð, fellingar, bólur og ör.“ Það sé engin þörf fyrir að skammast sín fyrir að vera eins og maður er, eins og Íris Svava orðar það. Um sé að ræða táknrænan gjörning. „Það er í samfélaginu talað um að þetta sé athyglissýki eða örvænting. Að manneskjan sé ekki með sjálfsvirðingu en mér finnst þetta einmitt andstæðan við það. Þetta snýst umað við konur séum að eigna okkur líkamann okkar,“ segir hún. Svava beinir sjónum sínum að samfélagslega samþykktum líkamömum. „Þegar ég var að alast upp voru rosalega fáar fyrirmyndir fyrir mig til að spegla mig í. Ef það voru einhverjar fyrirmyndir var það helst þessi týpíska hávaxna, grannvaxna, hvíta kona og það er svo miklu meiri fjölbreytileiki í samfélaginu. Við verðum að sýna fleiri líkama, við erum ekki allar steyptar í sama mót. Með þessu trendi geta konur sýnt það að þú þarft ekki að vera þessi samfélagslega samþykkti líkami til að teljast falleg,“ segir Íris Svava. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum að ofan. Reykjavík síðdegis Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira
Nektarmynd hinnar 54 ára gömlu leikkonu Ricki Lake vakti athygli og hefur verið kveikja að frekari umræðu um nektarmyndir, sem virðast sífellt vinsælli. Íris Svava ræddi nektarmyndir frekar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: „Ég tek því fagnandi að sjá konur eigna sér sinn líkama og þora að deila þessum myndum. Í grunninn er þetta svo mikil valdefling, ég stend fyrir það,“ segir Íris Svava sem hefur verið dugleg að birta myndir á Instagram-síðu hennar, sem hún segir ætlaðar til að hjálpa öðrum konum að sjá sig í öðru ljósi. „Til að byrja með fannst mér þetta mjög erfitt. Fyrir mér eru myndirnar ekki kynferðislegar, það þarf alls ekki að vera samasem-merki á milli nektar og að hún sé kynferðisleg. Ég vil nota platformið til að hjálpa öðrum og sýna að það er eðlilegt að vera með appelsínuhúð, fellingar, bólur og ör.“ Það sé engin þörf fyrir að skammast sín fyrir að vera eins og maður er, eins og Íris Svava orðar það. Um sé að ræða táknrænan gjörning. „Það er í samfélaginu talað um að þetta sé athyglissýki eða örvænting. Að manneskjan sé ekki með sjálfsvirðingu en mér finnst þetta einmitt andstæðan við það. Þetta snýst umað við konur séum að eigna okkur líkamann okkar,“ segir hún. Svava beinir sjónum sínum að samfélagslega samþykktum líkamömum. „Þegar ég var að alast upp voru rosalega fáar fyrirmyndir fyrir mig til að spegla mig í. Ef það voru einhverjar fyrirmyndir var það helst þessi týpíska hávaxna, grannvaxna, hvíta kona og það er svo miklu meiri fjölbreytileiki í samfélaginu. Við verðum að sýna fleiri líkama, við erum ekki allar steyptar í sama mót. Með þessu trendi geta konur sýnt það að þú þarft ekki að vera þessi samfélagslega samþykkti líkami til að teljast falleg,“ segir Íris Svava. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum að ofan.
Reykjavík síðdegis Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira