Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2023 14:10 Um fimmtíu farþegar komu með Sæfara frá meginlandinu og til Grímseyjar í hádeginu. Halla Ingólfsdóttir Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. Á vef Akureyrarbæjar segir að gleðin hafi verið mikil þegar ferjan kom loks til eyjarinnar, fullhlaðin varningi, og hafi margir verið mættir niður að höfn til að taka á móti skipinu þegar það lagði að bryggju. Um fimmtíu farþegar komu með ferjunni í dag og mættu íbúar í Grímsey með „17. júní-fánann“ niður á bryggju til að fagna komunni. Halla Ingólfsdóttir Vegagerðin mat það sem svo í vetur að kominn væri tími á umfangsmikið viðhald á skipinu og ítarlegri skoðun en hefðbundin árleg skoðun, enda skipið orðið rúmlega þrjátíu ára gamalt. Af ýmsum ástæðum hafi sú vinna tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir í upphafi. Voru margir ófyrirséðir þættir sagðir skýra tafirnar, svo sem óhagstætt veður og mannekla. Á sumrin siglir ferjan fimm daga í viku til Grímseyjar frá Dalvík, mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, föstudaga og sunnudaga og tekur siglingin um þrjá tíma hvora leið. Halla Ingólfsdóttir Á meðan Sæfari var í slipp sinnti fiskiskipið Þorleifur afurða- og vöruflutningum til og frá Grímsey. Var farþegaflutningum sinnt með áætlunarflugi á vegum Norlandair, en flugferðum á milli lands og eyjar var þá fjölgað úr þremur í fjórar á viku. Halla Ingólfsdóttir Grímsey Akureyri Dalvíkurbyggð Samgöngur Tengdar fréttir Grímseyjarferjan hefur loks siglingar á ný í næstu viku Stefnt er að því að Grímseyjarferjan Sæfari hefji áætlunarsiglingar á milli Grímeyjar og Dalvík á miðvikudaginn, en ferjan hefur verið í slipp síðustu vikurnar. Viðhaldsvinna hefur tekið lengri tíma en áætlað var í fyrstu. 2. júní 2023 07:33 Ferjan í slipp og ekkert bólar á ferðamönnum á meðan Ferðaþjónusta í Grímsey er í lamasessi þar sem Sæfari, ferja Grímseyinga, er í slipp. Ferjan átti að byrja að sigla aftur í maí en því hefur tvívegis verið frestað. Veitingamaður í eyjunni hefur áhyggjur af stöðunni. 29. maí 2023 12:19 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Á vef Akureyrarbæjar segir að gleðin hafi verið mikil þegar ferjan kom loks til eyjarinnar, fullhlaðin varningi, og hafi margir verið mættir niður að höfn til að taka á móti skipinu þegar það lagði að bryggju. Um fimmtíu farþegar komu með ferjunni í dag og mættu íbúar í Grímsey með „17. júní-fánann“ niður á bryggju til að fagna komunni. Halla Ingólfsdóttir Vegagerðin mat það sem svo í vetur að kominn væri tími á umfangsmikið viðhald á skipinu og ítarlegri skoðun en hefðbundin árleg skoðun, enda skipið orðið rúmlega þrjátíu ára gamalt. Af ýmsum ástæðum hafi sú vinna tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir í upphafi. Voru margir ófyrirséðir þættir sagðir skýra tafirnar, svo sem óhagstætt veður og mannekla. Á sumrin siglir ferjan fimm daga í viku til Grímseyjar frá Dalvík, mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, föstudaga og sunnudaga og tekur siglingin um þrjá tíma hvora leið. Halla Ingólfsdóttir Á meðan Sæfari var í slipp sinnti fiskiskipið Þorleifur afurða- og vöruflutningum til og frá Grímsey. Var farþegaflutningum sinnt með áætlunarflugi á vegum Norlandair, en flugferðum á milli lands og eyjar var þá fjölgað úr þremur í fjórar á viku. Halla Ingólfsdóttir
Grímsey Akureyri Dalvíkurbyggð Samgöngur Tengdar fréttir Grímseyjarferjan hefur loks siglingar á ný í næstu viku Stefnt er að því að Grímseyjarferjan Sæfari hefji áætlunarsiglingar á milli Grímeyjar og Dalvík á miðvikudaginn, en ferjan hefur verið í slipp síðustu vikurnar. Viðhaldsvinna hefur tekið lengri tíma en áætlað var í fyrstu. 2. júní 2023 07:33 Ferjan í slipp og ekkert bólar á ferðamönnum á meðan Ferðaþjónusta í Grímsey er í lamasessi þar sem Sæfari, ferja Grímseyinga, er í slipp. Ferjan átti að byrja að sigla aftur í maí en því hefur tvívegis verið frestað. Veitingamaður í eyjunni hefur áhyggjur af stöðunni. 29. maí 2023 12:19 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Grímseyjarferjan hefur loks siglingar á ný í næstu viku Stefnt er að því að Grímseyjarferjan Sæfari hefji áætlunarsiglingar á milli Grímeyjar og Dalvík á miðvikudaginn, en ferjan hefur verið í slipp síðustu vikurnar. Viðhaldsvinna hefur tekið lengri tíma en áætlað var í fyrstu. 2. júní 2023 07:33
Ferjan í slipp og ekkert bólar á ferðamönnum á meðan Ferðaþjónusta í Grímsey er í lamasessi þar sem Sæfari, ferja Grímseyinga, er í slipp. Ferjan átti að byrja að sigla aftur í maí en því hefur tvívegis verið frestað. Veitingamaður í eyjunni hefur áhyggjur af stöðunni. 29. maí 2023 12:19