Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2023 14:10 Um fimmtíu farþegar komu með Sæfara frá meginlandinu og til Grímseyjar í hádeginu. Halla Ingólfsdóttir Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. Á vef Akureyrarbæjar segir að gleðin hafi verið mikil þegar ferjan kom loks til eyjarinnar, fullhlaðin varningi, og hafi margir verið mættir niður að höfn til að taka á móti skipinu þegar það lagði að bryggju. Um fimmtíu farþegar komu með ferjunni í dag og mættu íbúar í Grímsey með „17. júní-fánann“ niður á bryggju til að fagna komunni. Halla Ingólfsdóttir Vegagerðin mat það sem svo í vetur að kominn væri tími á umfangsmikið viðhald á skipinu og ítarlegri skoðun en hefðbundin árleg skoðun, enda skipið orðið rúmlega þrjátíu ára gamalt. Af ýmsum ástæðum hafi sú vinna tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir í upphafi. Voru margir ófyrirséðir þættir sagðir skýra tafirnar, svo sem óhagstætt veður og mannekla. Á sumrin siglir ferjan fimm daga í viku til Grímseyjar frá Dalvík, mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, föstudaga og sunnudaga og tekur siglingin um þrjá tíma hvora leið. Halla Ingólfsdóttir Á meðan Sæfari var í slipp sinnti fiskiskipið Þorleifur afurða- og vöruflutningum til og frá Grímsey. Var farþegaflutningum sinnt með áætlunarflugi á vegum Norlandair, en flugferðum á milli lands og eyjar var þá fjölgað úr þremur í fjórar á viku. Halla Ingólfsdóttir Grímsey Akureyri Dalvíkurbyggð Samgöngur Tengdar fréttir Grímseyjarferjan hefur loks siglingar á ný í næstu viku Stefnt er að því að Grímseyjarferjan Sæfari hefji áætlunarsiglingar á milli Grímeyjar og Dalvík á miðvikudaginn, en ferjan hefur verið í slipp síðustu vikurnar. Viðhaldsvinna hefur tekið lengri tíma en áætlað var í fyrstu. 2. júní 2023 07:33 Ferjan í slipp og ekkert bólar á ferðamönnum á meðan Ferðaþjónusta í Grímsey er í lamasessi þar sem Sæfari, ferja Grímseyinga, er í slipp. Ferjan átti að byrja að sigla aftur í maí en því hefur tvívegis verið frestað. Veitingamaður í eyjunni hefur áhyggjur af stöðunni. 29. maí 2023 12:19 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Á vef Akureyrarbæjar segir að gleðin hafi verið mikil þegar ferjan kom loks til eyjarinnar, fullhlaðin varningi, og hafi margir verið mættir niður að höfn til að taka á móti skipinu þegar það lagði að bryggju. Um fimmtíu farþegar komu með ferjunni í dag og mættu íbúar í Grímsey með „17. júní-fánann“ niður á bryggju til að fagna komunni. Halla Ingólfsdóttir Vegagerðin mat það sem svo í vetur að kominn væri tími á umfangsmikið viðhald á skipinu og ítarlegri skoðun en hefðbundin árleg skoðun, enda skipið orðið rúmlega þrjátíu ára gamalt. Af ýmsum ástæðum hafi sú vinna tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir í upphafi. Voru margir ófyrirséðir þættir sagðir skýra tafirnar, svo sem óhagstætt veður og mannekla. Á sumrin siglir ferjan fimm daga í viku til Grímseyjar frá Dalvík, mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, föstudaga og sunnudaga og tekur siglingin um þrjá tíma hvora leið. Halla Ingólfsdóttir Á meðan Sæfari var í slipp sinnti fiskiskipið Þorleifur afurða- og vöruflutningum til og frá Grímsey. Var farþegaflutningum sinnt með áætlunarflugi á vegum Norlandair, en flugferðum á milli lands og eyjar var þá fjölgað úr þremur í fjórar á viku. Halla Ingólfsdóttir
Grímsey Akureyri Dalvíkurbyggð Samgöngur Tengdar fréttir Grímseyjarferjan hefur loks siglingar á ný í næstu viku Stefnt er að því að Grímseyjarferjan Sæfari hefji áætlunarsiglingar á milli Grímeyjar og Dalvík á miðvikudaginn, en ferjan hefur verið í slipp síðustu vikurnar. Viðhaldsvinna hefur tekið lengri tíma en áætlað var í fyrstu. 2. júní 2023 07:33 Ferjan í slipp og ekkert bólar á ferðamönnum á meðan Ferðaþjónusta í Grímsey er í lamasessi þar sem Sæfari, ferja Grímseyinga, er í slipp. Ferjan átti að byrja að sigla aftur í maí en því hefur tvívegis verið frestað. Veitingamaður í eyjunni hefur áhyggjur af stöðunni. 29. maí 2023 12:19 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Grímseyjarferjan hefur loks siglingar á ný í næstu viku Stefnt er að því að Grímseyjarferjan Sæfari hefji áætlunarsiglingar á milli Grímeyjar og Dalvík á miðvikudaginn, en ferjan hefur verið í slipp síðustu vikurnar. Viðhaldsvinna hefur tekið lengri tíma en áætlað var í fyrstu. 2. júní 2023 07:33
Ferjan í slipp og ekkert bólar á ferðamönnum á meðan Ferðaþjónusta í Grímsey er í lamasessi þar sem Sæfari, ferja Grímseyinga, er í slipp. Ferjan átti að byrja að sigla aftur í maí en því hefur tvívegis verið frestað. Veitingamaður í eyjunni hefur áhyggjur af stöðunni. 29. maí 2023 12:19