„Alltaf langbest að skjóta með vinstri“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. júní 2023 21:43 Pétur Pétursson var nokkuð sáttur með sigur Vals í kvöld. VÍSIR/VILHELM Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var nokkuð sáttur eftir 1-0 sigur liðsins gegn Þór/KA í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. „Ég ætla nú ekki að segja að þetta hafi verið torsótt því mér fannst við spila alveg frábærlega í fyrri hálfleik. Við vorum að spila þennan leik glæsilega og boltinn gekk vel,“ sagði Pétur í leikslok. „Svo skorum við snemma í seinni hálfleik og áttum svo sem að skora úr víti í fyrri hálfleik líka. Við skorum strax í upphafi seinni hálfleiks, en mér fannst við frekar kærulausar sendingalega séð og annað. En auðvitað er alltaf erfitt að spila á móti Þór/KA.“ Eftir jafnar upphafsmínútur fór Valsliðið að herða tökin og náði að skapa sér nokkur ákjósanleg færi. Pétur segist hafa viljað sjá sitt lið koma boltanum oftar í netið en bara í þetta eina skipti í leiknum. „Mér fannst við eiga að gera það í fyrri hálfleik. En eins og ég segi þá er erfitt að spila á móti Þór/KA því þetta er gott lið þannig ég er bara sáttur við að vinna leikinn 1-0.“ Það var svo Þórdís Elva Ágústsdóttir sem skoraði eina mark leiksins þegar hún lét vaða af löngu færi og smurði boltann upp í samskeytin fjær. „Með vinstri meira að segja,“ sagði Pétur léttur aðspurður út í markið. „Það er alltaf langbest að skjóta með vinstri og reyna að skora.“ Þrátt fyrir að Valsliðið sé nú búið að tengja saman þrjá deildarsigra í röð og sitji á toppi deildarinnar vildi Pétur þó ekki missa sig í gleðinni. „Það er bara næsti leikur á móti Tindastóli sem er jafn erfiður og þessi. Þetta er bara einn leikur í einu í bili,“ sagði Pétur að lokum. Besta deild kvenna Valur Þór Akureyri KA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór/KA 1-0 | Meistararnir unnið þrjá í röð Íslandsmeistarar Vals unnu góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Þór/KA í 7. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valskonur tróna því enn á toppnum og hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð, en þetta var hins vegar þriðja tap Þórs/KA í röð. 6. júní 2023 21:05 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
„Ég ætla nú ekki að segja að þetta hafi verið torsótt því mér fannst við spila alveg frábærlega í fyrri hálfleik. Við vorum að spila þennan leik glæsilega og boltinn gekk vel,“ sagði Pétur í leikslok. „Svo skorum við snemma í seinni hálfleik og áttum svo sem að skora úr víti í fyrri hálfleik líka. Við skorum strax í upphafi seinni hálfleiks, en mér fannst við frekar kærulausar sendingalega séð og annað. En auðvitað er alltaf erfitt að spila á móti Þór/KA.“ Eftir jafnar upphafsmínútur fór Valsliðið að herða tökin og náði að skapa sér nokkur ákjósanleg færi. Pétur segist hafa viljað sjá sitt lið koma boltanum oftar í netið en bara í þetta eina skipti í leiknum. „Mér fannst við eiga að gera það í fyrri hálfleik. En eins og ég segi þá er erfitt að spila á móti Þór/KA því þetta er gott lið þannig ég er bara sáttur við að vinna leikinn 1-0.“ Það var svo Þórdís Elva Ágústsdóttir sem skoraði eina mark leiksins þegar hún lét vaða af löngu færi og smurði boltann upp í samskeytin fjær. „Með vinstri meira að segja,“ sagði Pétur léttur aðspurður út í markið. „Það er alltaf langbest að skjóta með vinstri og reyna að skora.“ Þrátt fyrir að Valsliðið sé nú búið að tengja saman þrjá deildarsigra í röð og sitji á toppi deildarinnar vildi Pétur þó ekki missa sig í gleðinni. „Það er bara næsti leikur á móti Tindastóli sem er jafn erfiður og þessi. Þetta er bara einn leikur í einu í bili,“ sagði Pétur að lokum.
Besta deild kvenna Valur Þór Akureyri KA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór/KA 1-0 | Meistararnir unnið þrjá í röð Íslandsmeistarar Vals unnu góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Þór/KA í 7. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valskonur tróna því enn á toppnum og hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð, en þetta var hins vegar þriðja tap Þórs/KA í röð. 6. júní 2023 21:05 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Leik lokið: Valur - Þór/KA 1-0 | Meistararnir unnið þrjá í röð Íslandsmeistarar Vals unnu góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Þór/KA í 7. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valskonur tróna því enn á toppnum og hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð, en þetta var hins vegar þriðja tap Þórs/KA í röð. 6. júní 2023 21:05