Erum við svona smá? Ólafur Stephensen skrifar 6. júní 2023 15:00 Úkraínska þjóðin berst fyrir lífi sínu og tilverurétti. Daglega berast fréttir af hörðum bardögum og mannfalli í stríðinu við Rússland, árásum Rússa á íbúðahverfi í borgum landsins og nú síðast af því að þúsundir manna hafi þurft að flýja heimili sín eftir að Rússar sprengdu stíflu í austurhluta landsins. Stríðið hefur leitt yfir úkraínsku þjóðina ómældar hörmungar og efnahagslíf Úkraínu er stórlega skaddað. Úkraínumenn biðja um stuðning lýðræðisríkja og hafa meðal annars leitað til Íslands um aðstoð. Flestum finnst að við eigum að veita alla þá aðstoð sem við getum. Á meðal þess sem Ísland hefur gert til að styðja Úkraínu er að verða við beiðni þarlendra stjórnvalda um að fella niður tolla á úkraínskum útflutningsvörum. Bráðabirgðaákvæði um slíka tollaniðurfellingu var bætt í tollalögin í fyrra með samþykkt Alþingis á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Rétt er að halda því til haga að Ísland leggur ekki innflutningstolla á neinar vörur aðrar en búvörur – og þá aðallega vörur sem framleiddar eru hér á landi. Það lá því fyrir strax í upphafi að ef stuðningurinn ætti að skipta einhverju máli fyrir Úkraínu myndi hann fela í sér tollfrjálsan innflutning á vörum, sem myndu keppa við innlendar búvörur. Þetta er sama leið og stjórnvöld í ríkjum Evrópusambandsins og í Bretlandi fóru – og í báðum tilvikum hafa lagaákvæði um tollfrelsið verið endurnýjuð; Bretar ákváðu í febrúar að framlengja niðurfellingu tolla út árið og ESB ákvað í apríl að framlengja um ár. Íslenzka lagaákvæðið féll hins vegar úr gildi 31. maí síðastliðinn. Ályktanir og bréfasendingar frá hagsmunaaðilum Þótt nágrannalöndin hafi þannig endurnýjað stuðning sinn við Úkraínu þvælist málið fyrir íslenzkum stjórnvöldum. Ástæðan er augljós; mikill þrýstingur frá hagsmunaaðilum í landbúnaði, sem leggjast þvert gegn endurnýjun lagaákvæðisins. Þingmenn fengu senda ályktun stjórnar Bændasamtaka Íslands þess efnis frá 16. maí og fyrr í mánuðinum höfðu Samtök fyrirtækja í landbúnaði sent Bjarna Benediktssyni harðort bréf þar sem lagzt var gegn framlengingu á tollfrelsinu. Þá eru ótalin öll símtölin til þingmanna og ráðherra frá hagsmunaaðilum í landbúnaði, sem telja að innlend kjúklingaframleiðsla sé að fara á hliðina vegna samkeppni frá úkraínskum kjúklingaframleiðendum. Matvælaráðuneytið metur það svo að haldi innflutningur á úkraínskum kjúklingi áfram í sama mæli og verið hefur, nemi það um 2-3% af markaðnum fyrir kjúklingakjöt. Það er nú allt og sumt. Sérhagsmunaöflunum virðist samt ganga ágætlega að hindra framgang málsins. Eini ráðherrann í ríkisstjórninni sem hefur tjáð sig um það opinberlega er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem sagði í svari við fyrirspurn á Alþingi í síðustu viku að hún teldi rétt að viðhalda tollfrelsinu fyrir vörur frá Úkraínu. Engu að síður kemur ekkert stjórnarfrumvarp um endurnýjun bráðabirgðaákvæðisins, og þegar þetta er ritað eru eftir þrír dagar af störfum Alþingis samkvæmt samþykktri starfsáætlun, áður en þingi verður frestað og þingmenn fara í sumarfrí. Fjármálaráðherrann vísar málinu á þingnefnd Fjármálaráðherrann, sem lagði fram frumvarpið í fyrra, þegir þunnu hljóði. Hann hefur hins vegar falið embættismanni í fjármálaráðuneytinu að leggja til við efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að hún flytji mál um framlengingu tollfrelsis fyrir úkraínskar vörur. Af hverju ráðherrann vill ekki gera það sjálfur hefur ekki fengizt útskýrt. Hjá efnahags- og viðskiptanefnd virðist ekkert gerast í málinu og ekkert frumvarp kemur þaðan heldur. Nú vakna ýmsar spurningar. Munu fulltrúar sérhagsmuna í landbúnaði virkilega hafa sitt fram í máli, sem varðar annars vegar hag íslenzkra neytenda og hins vegar stuðning við vinaríki okkar sem á í vök að verjast? Hvar eru þeir nú, þingmenn stjórnarliðsins sem þykjast stundum bæði vera stuðningsmenn Úkraínu og talsmenn frjálsra viðskipta? Af hverju heyrist ekkert í þeim? Og síðast en ekki sízt – erum við svona smá, að láta annað eins prinsippmál niður falla til að gæta sérhagsmuna, sem í öllum samanburði eru minniháttar? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Innrás Rússa í Úkraínu Skattar og tollar Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Úkraínska þjóðin berst fyrir lífi sínu og tilverurétti. Daglega berast fréttir af hörðum bardögum og mannfalli í stríðinu við Rússland, árásum Rússa á íbúðahverfi í borgum landsins og nú síðast af því að þúsundir manna hafi þurft að flýja heimili sín eftir að Rússar sprengdu stíflu í austurhluta landsins. Stríðið hefur leitt yfir úkraínsku þjóðina ómældar hörmungar og efnahagslíf Úkraínu er stórlega skaddað. Úkraínumenn biðja um stuðning lýðræðisríkja og hafa meðal annars leitað til Íslands um aðstoð. Flestum finnst að við eigum að veita alla þá aðstoð sem við getum. Á meðal þess sem Ísland hefur gert til að styðja Úkraínu er að verða við beiðni þarlendra stjórnvalda um að fella niður tolla á úkraínskum útflutningsvörum. Bráðabirgðaákvæði um slíka tollaniðurfellingu var bætt í tollalögin í fyrra með samþykkt Alþingis á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Rétt er að halda því til haga að Ísland leggur ekki innflutningstolla á neinar vörur aðrar en búvörur – og þá aðallega vörur sem framleiddar eru hér á landi. Það lá því fyrir strax í upphafi að ef stuðningurinn ætti að skipta einhverju máli fyrir Úkraínu myndi hann fela í sér tollfrjálsan innflutning á vörum, sem myndu keppa við innlendar búvörur. Þetta er sama leið og stjórnvöld í ríkjum Evrópusambandsins og í Bretlandi fóru – og í báðum tilvikum hafa lagaákvæði um tollfrelsið verið endurnýjuð; Bretar ákváðu í febrúar að framlengja niðurfellingu tolla út árið og ESB ákvað í apríl að framlengja um ár. Íslenzka lagaákvæðið féll hins vegar úr gildi 31. maí síðastliðinn. Ályktanir og bréfasendingar frá hagsmunaaðilum Þótt nágrannalöndin hafi þannig endurnýjað stuðning sinn við Úkraínu þvælist málið fyrir íslenzkum stjórnvöldum. Ástæðan er augljós; mikill þrýstingur frá hagsmunaaðilum í landbúnaði, sem leggjast þvert gegn endurnýjun lagaákvæðisins. Þingmenn fengu senda ályktun stjórnar Bændasamtaka Íslands þess efnis frá 16. maí og fyrr í mánuðinum höfðu Samtök fyrirtækja í landbúnaði sent Bjarna Benediktssyni harðort bréf þar sem lagzt var gegn framlengingu á tollfrelsinu. Þá eru ótalin öll símtölin til þingmanna og ráðherra frá hagsmunaaðilum í landbúnaði, sem telja að innlend kjúklingaframleiðsla sé að fara á hliðina vegna samkeppni frá úkraínskum kjúklingaframleiðendum. Matvælaráðuneytið metur það svo að haldi innflutningur á úkraínskum kjúklingi áfram í sama mæli og verið hefur, nemi það um 2-3% af markaðnum fyrir kjúklingakjöt. Það er nú allt og sumt. Sérhagsmunaöflunum virðist samt ganga ágætlega að hindra framgang málsins. Eini ráðherrann í ríkisstjórninni sem hefur tjáð sig um það opinberlega er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem sagði í svari við fyrirspurn á Alþingi í síðustu viku að hún teldi rétt að viðhalda tollfrelsinu fyrir vörur frá Úkraínu. Engu að síður kemur ekkert stjórnarfrumvarp um endurnýjun bráðabirgðaákvæðisins, og þegar þetta er ritað eru eftir þrír dagar af störfum Alþingis samkvæmt samþykktri starfsáætlun, áður en þingi verður frestað og þingmenn fara í sumarfrí. Fjármálaráðherrann vísar málinu á þingnefnd Fjármálaráðherrann, sem lagði fram frumvarpið í fyrra, þegir þunnu hljóði. Hann hefur hins vegar falið embættismanni í fjármálaráðuneytinu að leggja til við efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að hún flytji mál um framlengingu tollfrelsis fyrir úkraínskar vörur. Af hverju ráðherrann vill ekki gera það sjálfur hefur ekki fengizt útskýrt. Hjá efnahags- og viðskiptanefnd virðist ekkert gerast í málinu og ekkert frumvarp kemur þaðan heldur. Nú vakna ýmsar spurningar. Munu fulltrúar sérhagsmuna í landbúnaði virkilega hafa sitt fram í máli, sem varðar annars vegar hag íslenzkra neytenda og hins vegar stuðning við vinaríki okkar sem á í vök að verjast? Hvar eru þeir nú, þingmenn stjórnarliðsins sem þykjast stundum bæði vera stuðningsmenn Úkraínu og talsmenn frjálsra viðskipta? Af hverju heyrist ekkert í þeim? Og síðast en ekki sízt – erum við svona smá, að láta annað eins prinsippmál niður falla til að gæta sérhagsmuna, sem í öllum samanburði eru minniháttar? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun