Bréf til Kára Aríel Pétursson skrifar 5. júní 2023 22:31 Sæll Kári Stefánsson og takk kærlega fyrir þitt hressilega innlegg í hátíðarhöld Sjómannadagsins. Þú hefur löngum haft lag á því að taka til máls með þeim hætti að fólk leggi við hlustir. Þess vegna var ádrepan þín í Grindavík ekki bara skemmtileg heldur góð brýning. Þú eggjaðir okkur sjómenn til dáða og hvattir okkur til þess að fara í fylkingarbrjósti byltingar gegn mögulegri spillingu í sjávarútveginum. Og bættir því reyndar við að ef við ekki þyrðum yrðu það örlög okkar að falla í gleymskunnar dá vegna aumingjaskapar. Ég sting ekki niður penna til þess að taka undir allt sem þú lést flakka. Samt sumt. Ég er hins vegar langt í frá sammála þér um að það sé samasemmerki á milli íslensks sjávarútvegs sem atvinnugreinar og sjómennsku. Vel kann að vera að ímynd sjómannsins líði að einhverju leyti fyrir allt það karp sem á sér stað um sjávarútveginn í heild sinni, útgerðina, veiðarnar, vinnsluna, verðmætaskiptinguna, gagnsæi í verðlagningu sjávarfangsins, auðlindargjaldið, kvótakerfið, Hafróráðgjöfina, strandveiðarnar og allt annað sem við jögumst um. Ég leyfi mér samt að trúa því að sjómennirnir sjálfir standi utan við þessa endalausu orrahríð umræðunnar. Það er þess vegna að mínu viti ekki rétt hjá þér að sjómenn séu að hrapa niður virðingarstigann í samfélaginu vegna orðspors útgerðarinnar. Og það er sem betur fer heldur ekki rétt hjá þér að útgerðin hafi einsleita mynd í huga þjóðarinnar. Þar er eflaust misjafn sauður í mörgu fé eins og víðast annars staðar en þegar grannt er skoðað er ég viss um að flestir geti verið sammála um að íslenskur sjávarútvegur sé að standa sig afskaplega vel í þeirri hörðu alþjóðlegu samkeppni sem hann tekur þátt í alla daga ársins. Það er þess vegna ekki hlutverk sjómanna að blása til byltingar. Allt annað mál er hvort þjóðin telji ástæðu til þess að krefjast einhverra breytinga. Mín skoðun er reyndar sú að við höfum byggt upp afar vandað sjálfbært fiskveiðistjórnunarkerfi enda þótt gott geti lengi batnað. Vel kann að vera að það sé rétt sem haldið hefur verið fram að það muni aldrei skapast fullkomin sátt í samfélaginu um fyrirkomulag fiskveiðanna og gjaldtöku af auðlindinni. Vonandi hafa samt þær raddir álíka rangt fyrir sér og þín þegar þú fullyrðir að vegna vesaldóms verði sjómanna yfir höfuð ekki minnst þegar fram líða stundir. Með kærri kveðju, Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjómannadagurinn Sjávarútvegur Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Sjá meira
Sæll Kári Stefánsson og takk kærlega fyrir þitt hressilega innlegg í hátíðarhöld Sjómannadagsins. Þú hefur löngum haft lag á því að taka til máls með þeim hætti að fólk leggi við hlustir. Þess vegna var ádrepan þín í Grindavík ekki bara skemmtileg heldur góð brýning. Þú eggjaðir okkur sjómenn til dáða og hvattir okkur til þess að fara í fylkingarbrjósti byltingar gegn mögulegri spillingu í sjávarútveginum. Og bættir því reyndar við að ef við ekki þyrðum yrðu það örlög okkar að falla í gleymskunnar dá vegna aumingjaskapar. Ég sting ekki niður penna til þess að taka undir allt sem þú lést flakka. Samt sumt. Ég er hins vegar langt í frá sammála þér um að það sé samasemmerki á milli íslensks sjávarútvegs sem atvinnugreinar og sjómennsku. Vel kann að vera að ímynd sjómannsins líði að einhverju leyti fyrir allt það karp sem á sér stað um sjávarútveginn í heild sinni, útgerðina, veiðarnar, vinnsluna, verðmætaskiptinguna, gagnsæi í verðlagningu sjávarfangsins, auðlindargjaldið, kvótakerfið, Hafróráðgjöfina, strandveiðarnar og allt annað sem við jögumst um. Ég leyfi mér samt að trúa því að sjómennirnir sjálfir standi utan við þessa endalausu orrahríð umræðunnar. Það er þess vegna að mínu viti ekki rétt hjá þér að sjómenn séu að hrapa niður virðingarstigann í samfélaginu vegna orðspors útgerðarinnar. Og það er sem betur fer heldur ekki rétt hjá þér að útgerðin hafi einsleita mynd í huga þjóðarinnar. Þar er eflaust misjafn sauður í mörgu fé eins og víðast annars staðar en þegar grannt er skoðað er ég viss um að flestir geti verið sammála um að íslenskur sjávarútvegur sé að standa sig afskaplega vel í þeirri hörðu alþjóðlegu samkeppni sem hann tekur þátt í alla daga ársins. Það er þess vegna ekki hlutverk sjómanna að blása til byltingar. Allt annað mál er hvort þjóðin telji ástæðu til þess að krefjast einhverra breytinga. Mín skoðun er reyndar sú að við höfum byggt upp afar vandað sjálfbært fiskveiðistjórnunarkerfi enda þótt gott geti lengi batnað. Vel kann að vera að það sé rétt sem haldið hefur verið fram að það muni aldrei skapast fullkomin sátt í samfélaginu um fyrirkomulag fiskveiðanna og gjaldtöku af auðlindinni. Vonandi hafa samt þær raddir álíka rangt fyrir sér og þín þegar þú fullyrðir að vegna vesaldóms verði sjómanna yfir höfuð ekki minnst þegar fram líða stundir. Með kærri kveðju, Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar