Segir ómögulegt að ná Verstappen og er farinn að huga að næsta tímabili Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. júní 2023 12:00 Lewis Hamilton segir ómögulegt að berjast við Max Verstappen um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í ár. Edmund So/Eurasia Sport Images/Getty Images Þrátt fyrir að aðeins tæplega þriðjungur af tímabilinu í Formúlu 1 sé lokið segist sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton strax vera farinn að huga að næsta tímabili. Ekki sé hægt að berjast við Max Verstappen á Red Bull um heimsmeistaratitilinn í ár. Hamilton og liðsfélagi hans hjá Mercedes, George Russell, náðu báðir á verðlaunapall í spænska kappakstrinum í gær. Liðið náði sínum besta árangri á tímabilinu og ljóst að uppfærslur á bílnum eru að virka. Þrátt fyrir það er nokkuð augljóst að bilið í Max Verstappen og Red Bull-liðið er enn ansi breitt. Tvöfaldi heimsmeistarinn kom fyrstur í mark, heilum 24 sekúndum á undan Hamilton sem endaði annar. Verstappen hefur nú unnið fimm af sjö keppnum á tímabilinu og er með 53 stiga forskot á toppnum í heimsmeistarakeppni ökumanna. „Þeir eru svo langt á undan öllum öðrum,“ sagði Hamilton um Red Bull-liðið eftir spænska kappaksturinn í gær. „Og Verstappen mun bara halda áfram að vinna í ár.“ Eins og áður segir eru þó batamerki á Mercedes-liðinu eftir uppfærslu á bílum liðsins. Hamilton og Russell eiga þó ansi langt í land til að ná að setja þó ekki nema væri örlitla pressu á Verstappen í baráttunni um heimsmeistaratitilinn, en Hamilton er 83 stigum á eftir Hollendingnum og Russell 105 stigum. Akstursíþróttir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Hamilton og liðsfélagi hans hjá Mercedes, George Russell, náðu báðir á verðlaunapall í spænska kappakstrinum í gær. Liðið náði sínum besta árangri á tímabilinu og ljóst að uppfærslur á bílnum eru að virka. Þrátt fyrir það er nokkuð augljóst að bilið í Max Verstappen og Red Bull-liðið er enn ansi breitt. Tvöfaldi heimsmeistarinn kom fyrstur í mark, heilum 24 sekúndum á undan Hamilton sem endaði annar. Verstappen hefur nú unnið fimm af sjö keppnum á tímabilinu og er með 53 stiga forskot á toppnum í heimsmeistarakeppni ökumanna. „Þeir eru svo langt á undan öllum öðrum,“ sagði Hamilton um Red Bull-liðið eftir spænska kappaksturinn í gær. „Og Verstappen mun bara halda áfram að vinna í ár.“ Eins og áður segir eru þó batamerki á Mercedes-liðinu eftir uppfærslu á bílum liðsins. Hamilton og Russell eiga þó ansi langt í land til að ná að setja þó ekki nema væri örlitla pressu á Verstappen í baráttunni um heimsmeistaratitilinn, en Hamilton er 83 stigum á eftir Hollendingnum og Russell 105 stigum.
Akstursíþróttir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira