Hálf milljón mótmælti stjórnvöldum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júní 2023 23:03 Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins og fyrrverandi forsætisráðherrann Donald Tusk fór fyrir mótmælendum. EPA Um hálf milljón Pólverja mótmæltu stjórnvöldum á götum úti í dag og kröfðust lýðræðisumbóta. Fyrrverandi forsætisráðherrann Donald Tusk segir um að ræða fjölmennustu mótmælin í landinu frá falli kommúnismans. Hægrisinnaði flokkurinn Lög og réttur komst til valda í landinu árið 2015. Síðan þá hafa stjórnvöld verið harðlega gagnrýnd fyrir andlýðræðislega stjórnarhætti. Meðal aðgerða ríkisstjórnar er að minnka óhæði dómstóla og fara í herferðir gegn hinsegin samfélagi landsins. „Við erum hér hálf milljón saman komin,“ sagði Donald Tusk, sem fór fremstur í flokki mótmælenda. „Pólland, Evrópa og heimurinn allur sér hversu sterk við erum og hve reiðubúin við erum til að berjast fyrir lýðræði og frelsi aftur, líkt og við gerðum fyrir þrjátíu, fjörtíu árum síðan,“ sagði Tusk við mannfjöldann í upphafi ræðu sinnar. Tusk, sem sat tvö kjörtímabil sem forsætisráðherra Póllands frá 2007 til 2014, hefur snúið aftur í landspólitíkina eftir fimm ára setu sem forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Hann er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, PO. Mótmælendur kröfðust breytinga. „Fyrir þrjátíu og fjórum árum vorum við saman komin og kröfðumst réttinda. Við verðum að endurheimta fyrri styrk og breyta reiðinni í styrk,“ sagði Lech Wałęsa borgarstjóri Varsjár. „Ég vil búa í frjálsu og lýðræðislegu evrópulandi, þar sem réttindi kvenna og minnihlutahópa eru virt og kirkjan stjórnar ekki öllu,“ sagði Kinga Sawicka. Kosningar fara fram í landinu næsta haust og mjótt er á munum milli Laga og réttar og PO. Samkvæmt könnunum getur hvorugur flokkur myndað hreinan meirihluta á þingi. Frétt Guardian um málið. Pólland Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Hægrisinnaði flokkurinn Lög og réttur komst til valda í landinu árið 2015. Síðan þá hafa stjórnvöld verið harðlega gagnrýnd fyrir andlýðræðislega stjórnarhætti. Meðal aðgerða ríkisstjórnar er að minnka óhæði dómstóla og fara í herferðir gegn hinsegin samfélagi landsins. „Við erum hér hálf milljón saman komin,“ sagði Donald Tusk, sem fór fremstur í flokki mótmælenda. „Pólland, Evrópa og heimurinn allur sér hversu sterk við erum og hve reiðubúin við erum til að berjast fyrir lýðræði og frelsi aftur, líkt og við gerðum fyrir þrjátíu, fjörtíu árum síðan,“ sagði Tusk við mannfjöldann í upphafi ræðu sinnar. Tusk, sem sat tvö kjörtímabil sem forsætisráðherra Póllands frá 2007 til 2014, hefur snúið aftur í landspólitíkina eftir fimm ára setu sem forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Hann er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, PO. Mótmælendur kröfðust breytinga. „Fyrir þrjátíu og fjórum árum vorum við saman komin og kröfðumst réttinda. Við verðum að endurheimta fyrri styrk og breyta reiðinni í styrk,“ sagði Lech Wałęsa borgarstjóri Varsjár. „Ég vil búa í frjálsu og lýðræðislegu evrópulandi, þar sem réttindi kvenna og minnihlutahópa eru virt og kirkjan stjórnar ekki öllu,“ sagði Kinga Sawicka. Kosningar fara fram í landinu næsta haust og mjótt er á munum milli Laga og réttar og PO. Samkvæmt könnunum getur hvorugur flokkur myndað hreinan meirihluta á þingi. Frétt Guardian um málið.
Pólland Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira