Hryllingssögur berast af lestarslysinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júní 2023 23:48 Björgunaraðgerðum er lokið en margir leita enn ásvina sinna. AP „Móðir mín var týnd og ég fékk aðeins mynd af líkinu,“ segir sonur eins þeirra sem létust í hryllilegu lestarslysi í Odisha-ríki í Indlandi í gær. Að minnsta kosti 288 manns létust og ríflega þúsund manns slösuðust. Farþegalest fór út af sporinu og klessti á aðra lest sem kom úr gagnstæðri átt á um 130 kílómetra hraða á klukkustund, um sjöleytið að staðartíma í gær. Í grein Guardian er því lýst hvernig líkum hefur verið raðað upp á hvít lök samhliða brakinu. Í dag og í gær var beðið eftir sjúkrabílum, bílum íbúa og jafnvel traktorum til að ferja líkin á sjúkrahús. Munir farþeganna liggja allt um kring. Um er að ræða mannskæðasta lestarslys á Indlandi í tvo áratugi. Ríflega tvö þúsund farþegar samtals voru staddir í lestunum. Forsætisráðherrann, Narendra Modi, lýsti yfir þjóðarsorg í kjölfar slyssins og heitir því að borga aðstandendum hvers sem lést því sem nemur tæplega tveimur milljónum króna. Í grein Guardian er að auki sagt frá því að aðstandendur hafi leitað í óðagoti að ástvinum sínum sem voru um borð. Þar á meðal hinn fimmtíu og þriggja ára gamli Rabindra Shau sem leitaði sonar síns. „Hjálpið mér að finna son minn. Hjálpið mér að minnsta kosti með lík hans,“ er haft eftir Shau. Annar, Sheikh Zakir Hussain, þrjátíu og fimm ára gamall frá Vestur-Bengal leitaði fregna af bróður sínum, frænda og tveimur nágrönnum sem höfðu allir verið á leið til vinnu með lestinni. „Frá því að ég heyrði fréttirnar af slysinu hringdi ég í bróður minn og frænda, en slökkt var á símanum þeirra,“ sagði hann. „Ég kom snemma morguns og hef farið frá einu sjúkrahúsi til annars, en hef engan þeirra fundið.“ „Ég fór á staðinn og sá hrúgu af líkum liggja þar. Ég sá andlit hundruða látinna, en fann hvorki bróður minn, frænda né nágranna mína.“ Í frétt BBC er einnig rætt við aðstandendur hinna látnu og einn, Mukesh Pandit, sem lifði slysið af. „Það heyrðist þrumuhljóð og lestin valt. Ég var fastur og var bjargað hálftíma síðar af heimamönnum. Allar eigur okkar voru á víð og dreif fyrir utan. Ég fann ekkert af því. Ég fór út og settist á jörðina. Fjórir farþegar sem voru á ferð frá þorpinu mínu hafa komist lífs af en margir eru slasaðir eða enn saknað,“ er haft eftir honum. Indland Samgönguslys Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Farþegalest fór út af sporinu og klessti á aðra lest sem kom úr gagnstæðri átt á um 130 kílómetra hraða á klukkustund, um sjöleytið að staðartíma í gær. Í grein Guardian er því lýst hvernig líkum hefur verið raðað upp á hvít lök samhliða brakinu. Í dag og í gær var beðið eftir sjúkrabílum, bílum íbúa og jafnvel traktorum til að ferja líkin á sjúkrahús. Munir farþeganna liggja allt um kring. Um er að ræða mannskæðasta lestarslys á Indlandi í tvo áratugi. Ríflega tvö þúsund farþegar samtals voru staddir í lestunum. Forsætisráðherrann, Narendra Modi, lýsti yfir þjóðarsorg í kjölfar slyssins og heitir því að borga aðstandendum hvers sem lést því sem nemur tæplega tveimur milljónum króna. Í grein Guardian er að auki sagt frá því að aðstandendur hafi leitað í óðagoti að ástvinum sínum sem voru um borð. Þar á meðal hinn fimmtíu og þriggja ára gamli Rabindra Shau sem leitaði sonar síns. „Hjálpið mér að finna son minn. Hjálpið mér að minnsta kosti með lík hans,“ er haft eftir Shau. Annar, Sheikh Zakir Hussain, þrjátíu og fimm ára gamall frá Vestur-Bengal leitaði fregna af bróður sínum, frænda og tveimur nágrönnum sem höfðu allir verið á leið til vinnu með lestinni. „Frá því að ég heyrði fréttirnar af slysinu hringdi ég í bróður minn og frænda, en slökkt var á símanum þeirra,“ sagði hann. „Ég kom snemma morguns og hef farið frá einu sjúkrahúsi til annars, en hef engan þeirra fundið.“ „Ég fór á staðinn og sá hrúgu af líkum liggja þar. Ég sá andlit hundruða látinna, en fann hvorki bróður minn, frænda né nágranna mína.“ Í frétt BBC er einnig rætt við aðstandendur hinna látnu og einn, Mukesh Pandit, sem lifði slysið af. „Það heyrðist þrumuhljóð og lestin valt. Ég var fastur og var bjargað hálftíma síðar af heimamönnum. Allar eigur okkar voru á víð og dreif fyrir utan. Ég fann ekkert af því. Ég fór út og settist á jörðina. Fjórir farþegar sem voru á ferð frá þorpinu mínu hafa komist lífs af en margir eru slasaðir eða enn saknað,“ er haft eftir honum.
Indland Samgönguslys Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira