Annie Mist í efsta sæti eftir þrjár greinar Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júní 2023 10:30 Annie Mist er komin upp í efsta sætið. Annie Mist Þórisdóttir er í efsta sæti undanúrslitamótsins í Crossfit í Berlín eftir þrjár greinar. Björgvin Karl Guðmundsson féll hins vegar niður í sextánda sætið. Undanúrslitamót fyrir heimsleikana í Crossit fer fram í Berlín nú um helgina en þar er barist um ellefu farseðla á heimsleikana í sumar. Eftir þriðju grein mótsins er Annie Mist Þórisdóttir komin upp í efsta sætið en hún náði næst besta árangri allra keppenda í þriðju greininni. Í þriðju greininni áttu keppendur að gera tíu umferðir af dauðalyftum, bekkpressulyftum með ketilbjöllur og hnébeygjum. Í fyrstu umferð þurfti að gera tíu endurtekningar, næst níu, síðan átta og svo koll af kolli og snerist keppnin um að klára sem fyrst. Annie Mist varð önnur í greininni, kláraði æfinguna á 12:08,97 mínútum og var aðeins tveimur hundraðshlutum úr sekúndu á eftir hinni pólsku Gabriela Migala sem varð fyrst en hún er í öðru sæti heildarkeppninnar. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð í þrettánda sæti á 14:28, 67 mínútum en hún er í fjórtánda sæti sem stendur. Þuríður Helgadóttir er í 24. sæti og Sólveig Sigurðardóttir í 33. sæti. Fjórar greinar eru eftir en Annie Mist er með 258 stig í efsta sæti, Migala í öðru sæti með 256 stig og hin sænska Emma Tall í því þriðja með 255 stig. Björgvin Karl féll niður listann Það gekk ekki alveg jafn vel hjá Björgvini Karli Guðmundssyni í þriðju greininni. Hann varð í 25. sæti, líkt og í grein tvö, og féll niður í sextánda sæti en hann var níundi eftir tvær greinar. Bretinn David Shorunke var fyrstur allra og kláraði æfinguna á 12:26,68 en Björgvin Karl var með tímann 16:32,19. Serbinn Lazar Dukic er efstur allra í heildarkeppninni með 285 stig en Björgvin Karl er með 165 stig í sextánda sætinu. Fjórða og fimmta grein keppninnar fara fram síðar í dag. CrossFit Tengdar fréttir Anníe flaug upp í annað sæti en var samt ekki best Íslendinganna Anníe Mist Þórisdóttir er komin nálægt efsta sætinu eftir tvær greinar af sjö á undanúrslitamótinu í Berlín þar sem barist er um sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. 2. júní 2023 16:18 Björgvin Karl níundi eftir aðra umferð Björgvin Karl Guðmundsson er í níunda sæti á undanúrslitamótinu í CrossFit í Berlín eftir að annarri umferð af sjö lauk fyrir skömmu. 2. júní 2023 18:47 Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Sjá meira
Undanúrslitamót fyrir heimsleikana í Crossit fer fram í Berlín nú um helgina en þar er barist um ellefu farseðla á heimsleikana í sumar. Eftir þriðju grein mótsins er Annie Mist Þórisdóttir komin upp í efsta sætið en hún náði næst besta árangri allra keppenda í þriðju greininni. Í þriðju greininni áttu keppendur að gera tíu umferðir af dauðalyftum, bekkpressulyftum með ketilbjöllur og hnébeygjum. Í fyrstu umferð þurfti að gera tíu endurtekningar, næst níu, síðan átta og svo koll af kolli og snerist keppnin um að klára sem fyrst. Annie Mist varð önnur í greininni, kláraði æfinguna á 12:08,97 mínútum og var aðeins tveimur hundraðshlutum úr sekúndu á eftir hinni pólsku Gabriela Migala sem varð fyrst en hún er í öðru sæti heildarkeppninnar. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð í þrettánda sæti á 14:28, 67 mínútum en hún er í fjórtánda sæti sem stendur. Þuríður Helgadóttir er í 24. sæti og Sólveig Sigurðardóttir í 33. sæti. Fjórar greinar eru eftir en Annie Mist er með 258 stig í efsta sæti, Migala í öðru sæti með 256 stig og hin sænska Emma Tall í því þriðja með 255 stig. Björgvin Karl féll niður listann Það gekk ekki alveg jafn vel hjá Björgvini Karli Guðmundssyni í þriðju greininni. Hann varð í 25. sæti, líkt og í grein tvö, og féll niður í sextánda sæti en hann var níundi eftir tvær greinar. Bretinn David Shorunke var fyrstur allra og kláraði æfinguna á 12:26,68 en Björgvin Karl var með tímann 16:32,19. Serbinn Lazar Dukic er efstur allra í heildarkeppninni með 285 stig en Björgvin Karl er með 165 stig í sextánda sætinu. Fjórða og fimmta grein keppninnar fara fram síðar í dag.
CrossFit Tengdar fréttir Anníe flaug upp í annað sæti en var samt ekki best Íslendinganna Anníe Mist Þórisdóttir er komin nálægt efsta sætinu eftir tvær greinar af sjö á undanúrslitamótinu í Berlín þar sem barist er um sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. 2. júní 2023 16:18 Björgvin Karl níundi eftir aðra umferð Björgvin Karl Guðmundsson er í níunda sæti á undanúrslitamótinu í CrossFit í Berlín eftir að annarri umferð af sjö lauk fyrir skömmu. 2. júní 2023 18:47 Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Sjá meira
Anníe flaug upp í annað sæti en var samt ekki best Íslendinganna Anníe Mist Þórisdóttir er komin nálægt efsta sætinu eftir tvær greinar af sjö á undanúrslitamótinu í Berlín þar sem barist er um sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. 2. júní 2023 16:18
Björgvin Karl níundi eftir aðra umferð Björgvin Karl Guðmundsson er í níunda sæti á undanúrslitamótinu í CrossFit í Berlín eftir að annarri umferð af sjö lauk fyrir skömmu. 2. júní 2023 18:47