Alþjóðleg drengjakórahátíð á Íslandi í fyrsta sinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. júní 2023 12:04 Hressir og skemmtilegir strákar eru í Drengjakór Reykjavíkur, sem syngja fjölbreytta tónlist af ýmsum toga, trúarlega og veraldlega, gamla og nýja Aðsend Þessa dagana fer alþjóðlega drengjakórahátíðin „The Boys are Singing“ fram á Íslandi í fyrsta sinn. Á hátíðinni tekur Drengjakór Reykjavíkur á móti „Sofia Boys Choir“ frá Búlgaríu sem er meðal virtustu drengjakóra Evrópu. Drengjakór Reykjavíkur skipa um 20 drengir á aldrinum 8-15 ára sem syngja fjölbreytta tónlist af ýmsum toga, trúarlega og veraldlega, gamla og nýja. Drengjakór Reykjavíkur er eini drengjakór Íslands. Kórinn, sem í upphafi hét Drengjakór Laugarneskirkju, var stofnaður árið 1990 og fagnaði því 30 ára starfsafmæli árið 2020. Kórinn hefur nú aðsetur í Neskirkju undir stjórn Þorsteins Freys Sigurðssonar sem hefur stjórnað kórnum síðan 2019. Hann segir mikill heiður fyrir sig og kórinn að fá að taka þátt í alþjóðlegu drengjakórahátíðinni á Íslandi. „Í fyrra fórum við út til Búlgaríu og sungum þar með þessum Búlgarska kór ásamt drengjakór frá Tékklandi og frá Mexíkó. Fyrstu tónleikarnir eru í dag klukkan 13:00 í Skálholti og svo erum við sunnudaginn 4. júní í Hallgrímskirkju klukkan 14:00 og að lokum í Ytri Njarðvíkurkirkju á mánudaginn klukkan 17:00,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir efnisskrá tónleikanna mjög skemmtilega. „Já, hún er mjög fjölbreytt. Í fyrsta lagi eru þetta mjög ólíkir kórar. Okkar prógramm er í léttari kantinum. Það eru þessu elstu íslensku þjóðlög, sem allir þekkja með smá poppívafi líka. Þeir eru með svolítið meira klassískt prógramm, mikið af Búlgörskumsönglögum og Hendel og allskonar. Þetta er mjög flottur kór,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn Freyr Sigurðsson, stjórnandi Drengjakórs Reykjavíkur.Aðsend Eftir þessa þrennu tónleika þá er Drengjakór Reykjavíkur komin í sumarfrí en byrjar að æfa aftur á fullum krafti í haust. „Mig langar bara að hvetja fólk og foreldra, sem eiga drengi, sem finnst gaman að syngja að koma og leita til okkar. Það er alltaf pláss fyrir fleiri drengi,“ segir Þorsteinn, stjórnandi Drengjakórs Reykjavíkur. Viðburðurinn á Facebook Bláskógabyggð Reykjanesbær Menning Tónleikar á Íslandi Kórar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Drengjakór Reykjavíkur er eini drengjakór Íslands. Kórinn, sem í upphafi hét Drengjakór Laugarneskirkju, var stofnaður árið 1990 og fagnaði því 30 ára starfsafmæli árið 2020. Kórinn hefur nú aðsetur í Neskirkju undir stjórn Þorsteins Freys Sigurðssonar sem hefur stjórnað kórnum síðan 2019. Hann segir mikill heiður fyrir sig og kórinn að fá að taka þátt í alþjóðlegu drengjakórahátíðinni á Íslandi. „Í fyrra fórum við út til Búlgaríu og sungum þar með þessum Búlgarska kór ásamt drengjakór frá Tékklandi og frá Mexíkó. Fyrstu tónleikarnir eru í dag klukkan 13:00 í Skálholti og svo erum við sunnudaginn 4. júní í Hallgrímskirkju klukkan 14:00 og að lokum í Ytri Njarðvíkurkirkju á mánudaginn klukkan 17:00,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir efnisskrá tónleikanna mjög skemmtilega. „Já, hún er mjög fjölbreytt. Í fyrsta lagi eru þetta mjög ólíkir kórar. Okkar prógramm er í léttari kantinum. Það eru þessu elstu íslensku þjóðlög, sem allir þekkja með smá poppívafi líka. Þeir eru með svolítið meira klassískt prógramm, mikið af Búlgörskumsönglögum og Hendel og allskonar. Þetta er mjög flottur kór,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn Freyr Sigurðsson, stjórnandi Drengjakórs Reykjavíkur.Aðsend Eftir þessa þrennu tónleika þá er Drengjakór Reykjavíkur komin í sumarfrí en byrjar að æfa aftur á fullum krafti í haust. „Mig langar bara að hvetja fólk og foreldra, sem eiga drengi, sem finnst gaman að syngja að koma og leita til okkar. Það er alltaf pláss fyrir fleiri drengi,“ segir Þorsteinn, stjórnandi Drengjakórs Reykjavíkur. Viðburðurinn á Facebook
Bláskógabyggð Reykjanesbær Menning Tónleikar á Íslandi Kórar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira