Bíræfnir bensíntittir Þorsteinn Sæmundsson skrifar 2. júní 2023 23:54 Síðast liðin misseri hefur eldsneytisverð verið í hæstu hæðum á Íslandi. Á síðasta eina og hálfa ári hefur greinarhöfundur verið í Danmörku nokkrum sinnum með nokkurra mánaða millibili. Í hvert eitt sinn hefur líter af bensíni og olíu verið um þrjátíu krónum ódýrari í Danmörku burtséð frá því hvernig gengi krónu og heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur sveiflast á tímabilinu. Engin haldbær rök hafa birst sem skýrt gætu þennan mun. Danir kunna alveg þá list að skattleggja eldsneyti. Greinarhöfundur hefur einnig fylgst með því hvernig verð á eldsneyti á Íslandi er misjafnt eftir landshlutum og jafnvel einstaka hverfum á Höfuðborgarsvæðinu án þess að skilja hvernig verðmyndun á sér stað. Þó virðist vera fylgni milli verðs á eldsneyti og fjarlægðar milli einstakra sölustaða íslenskra dreifingaraðila og bensínstöðvar Costco. Mismunur á söluverði tekur á sig hinar furðulegustu myndir. Þannig er um tvær bensínstöðvar Orkunnar sitt hvoru megin við Bústaðaveg í Reykjavík. Þar er tæplega þrjátíu króna verðmunur á lítra eftir því hvoru megin vegar er keypt. Hrósa verður þó þeim sem þar ákvað fyrir að sýna fram á fáránleika verðlagningarinnar á höfuðvettvangi verðsamráðs og markaðsmismunar í Öskjuhlíðinni. Menn eru alla vega með kímnigáfu hvað sem öðru líður. Samkvæmt upplýsingum þeirra sem gleggst fylgjast með virðist álagning dreifingaraðilanna hafa hækkað umtalsvert undanfarin misseri. Hjákátlegt hefur verið að fylgjast með skýringum yfirmanna olíudreifingarfyrirtækjanna á verðinu. Að það sé ekki olíuhreinsistöð á Íslandi líkt og í Danmörku, að allir versli við einn birgja (hver skyldi neyða menn til þess?) og að Ísland sé úr alfaraleið. Meint birgðahald félaganna er þjóðsaga eins og fram kom nýlega þegar verkfallshótun vofði yfir. Einlægast væri og heiðarlegast að eldsneytisdreifingarfélög á Íslandi gerðu verðmyndun opinbera. Þá sæju allir svart á hvítu hver hlutur ríkisins er, hver er flutningskostnaður til Íslands og álagning félaganna. Miðað við núverandi fákeppni fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér hver sé ábati neytenda af því að reka fimmfalt dreifikerfi sem í grunninn er með tíu aura verðmun á líter. Hugurinn hvarflar ósjálfrátt að Steinolíuverslun ríkisins. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Verðlag Bensín og olía Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Síðast liðin misseri hefur eldsneytisverð verið í hæstu hæðum á Íslandi. Á síðasta eina og hálfa ári hefur greinarhöfundur verið í Danmörku nokkrum sinnum með nokkurra mánaða millibili. Í hvert eitt sinn hefur líter af bensíni og olíu verið um þrjátíu krónum ódýrari í Danmörku burtséð frá því hvernig gengi krónu og heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur sveiflast á tímabilinu. Engin haldbær rök hafa birst sem skýrt gætu þennan mun. Danir kunna alveg þá list að skattleggja eldsneyti. Greinarhöfundur hefur einnig fylgst með því hvernig verð á eldsneyti á Íslandi er misjafnt eftir landshlutum og jafnvel einstaka hverfum á Höfuðborgarsvæðinu án þess að skilja hvernig verðmyndun á sér stað. Þó virðist vera fylgni milli verðs á eldsneyti og fjarlægðar milli einstakra sölustaða íslenskra dreifingaraðila og bensínstöðvar Costco. Mismunur á söluverði tekur á sig hinar furðulegustu myndir. Þannig er um tvær bensínstöðvar Orkunnar sitt hvoru megin við Bústaðaveg í Reykjavík. Þar er tæplega þrjátíu króna verðmunur á lítra eftir því hvoru megin vegar er keypt. Hrósa verður þó þeim sem þar ákvað fyrir að sýna fram á fáránleika verðlagningarinnar á höfuðvettvangi verðsamráðs og markaðsmismunar í Öskjuhlíðinni. Menn eru alla vega með kímnigáfu hvað sem öðru líður. Samkvæmt upplýsingum þeirra sem gleggst fylgjast með virðist álagning dreifingaraðilanna hafa hækkað umtalsvert undanfarin misseri. Hjákátlegt hefur verið að fylgjast með skýringum yfirmanna olíudreifingarfyrirtækjanna á verðinu. Að það sé ekki olíuhreinsistöð á Íslandi líkt og í Danmörku, að allir versli við einn birgja (hver skyldi neyða menn til þess?) og að Ísland sé úr alfaraleið. Meint birgðahald félaganna er þjóðsaga eins og fram kom nýlega þegar verkfallshótun vofði yfir. Einlægast væri og heiðarlegast að eldsneytisdreifingarfélög á Íslandi gerðu verðmyndun opinbera. Þá sæju allir svart á hvítu hver hlutur ríkisins er, hver er flutningskostnaður til Íslands og álagning félaganna. Miðað við núverandi fákeppni fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér hver sé ábati neytenda af því að reka fimmfalt dreifikerfi sem í grunninn er með tíu aura verðmun á líter. Hugurinn hvarflar ósjálfrátt að Steinolíuverslun ríkisins. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun