Lífið

Keyptu glæsihýsi í sendiráðahverfinu við Landakot

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Grímur og Svanhildur Nanna á góðri stundu á suðrænum slóðum.
Grímur og Svanhildur Nanna á góðri stundu á suðrænum slóðum. @grimur88

Grím­ur Garðars­son eig­andi Best­sell­er á Íslandi og Svan­hild­ur Nanna Vig­fús­dótt­ir fjárfestir hafa fest kaup á rúmlega fimm hundruð fermetra einbýlishúsi við Túngötu í Reykjavík. Húsið er staðsett við hlið franska og rússneska sendiráðsins í sannkölluðu sendiráðahverfi við Landakotstún.

Grímur og Svanhildur Nanna hafa verið saman síðan árið 2020. Smartland greinir frá kaupum parsins upp á 575 milljónir króna og fyrirhuguðu brúðkaupi á Mallorca í haust. 

Húsið er 511 fermetrar en þar af er 24 fermetra bílskúr. Fasteignamat hússins hljómar upp á rúmar 213 milljónir króna. 

Samkvæmt frétt Smartlandsins var húsið ekki auglýst til sölu. Það var í eigu Einars S. Gottskálkssonar, formanns sóknarnefndar Dómkirkjunnar, og Katrínar Arndísar Ásgeirsdóttur. Þau eru hluti af fjölskyldunni sem á Harðviðarval og Egil Árnason.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.