Grímur og Svanhildur Nanna hafa verið saman síðan árið 2020. Smartland greinir frá kaupum parsins upp á 575 milljónir króna og fyrirhuguðu brúðkaupi á Mallorca í haust.
Húsið er 511 fermetrar en þar af er 24 fermetra bílskúr. Fasteignamat hússins hljómar upp á rúmar 213 milljónir króna.
Samkvæmt frétt Smartlandsins var húsið ekki auglýst til sölu. Það var í eigu Einars S. Gottskálkssonar, formanns sóknarnefndar Dómkirkjunnar, og Katrínar Arndísar Ásgeirsdóttur. Þau eru hluti af fjölskyldunni sem á Harðviðarval og Egil Árnason.