„Ódauðlegt myndband“ vegna þess að kerfið var ekki tilbúið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. júní 2023 10:27 Myndbandið hefur vakið upp margar spurningar um tilgang með flokkun sorps. Jón Þórir segir að verið sé að innleiða nýtt kerfi en það taki tíma. Skjáskot, Vísir/Vilhelm Myndband sem sýnir sorphirðumenn í Kópavogi tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl hefur vakið nokkra furðu. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir flokkunarkerfið ekki að fullu komið af stað. „PR-lega séð hefði ábyggilega verið betra að losa á sitthvorum bílnum út af svona myndböndum, sem eru ódauðleg. En kerfið er ekki lagt af stað,“ segir Jón Þórir um myndbandið sem hefur verið í dreifingu á TikTok og birt var á vefmiðlinum hun.is í gær. Eftir að hafa séð myndbandið hafa margir velt því fyrir sér hvers vegna heimilunum er gert að flokka rusl sem sé síðan sett í saman bíl og blandast þar. Jón Þórir segir hins vegar að innleiðing kerfisins sé enn þá í gangi og fyrir næstu losun ættu þeir íbúar sem fengið hafa tunnurnar að fá aðskilda tæmingu. „Kerfið er ekki búið að innleiða og það er ekki búið að gefa út fyrir dagatal fyrir sérsöfnun. Sérsöfnun á bláum tunnum, fyrir pappír, pappa og plast, hefst ekki fyrr en eftir hálfan mánuð,“ segir hann. „Við fylgjum enn þá gamla kerfinu fyrsta hálfa mánuðinn. Það var því ein losun sem var á gamla mátann.“ Fólk fékk ílát en kerfið ekki tilbúið Íslenska gámafélagið sér um sorphirðu í þremur sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Það er Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ. Jón Þórir segir að í gær hafi verið byrjað að losa pappír, pappa og plast aðskilið í Garðabæ og Mosfellsbæ. Dreifing á ílátum hófst fyrir um tíu dögum en innleiðingin á öllu svæði félagsins mun taka átta vikur í heildina. Fyrir næstu losun verði kerfið komið á að hluta í Kópavogi og í öllum bænum eftir um sex vikur. Þá eiga allir íbúar Kópavogs að vera komnir með fjóra flokka sorps sem verða sóttir á aðskildum bílum og búin til verðmæti úr því. Umtalsverð verðmæti í flokkun Jón Þórir fullvissar fólk um að það sé mikill tilgangur með flokkun sorps. Umtalsverð verðmæti séu í því. „Bráðlega getum við hætt að urða ruslið í Álfsnesi. Við búumst við því að útflutningur á pappír, pappa og plasti geti aukist um þrjátíu prósent við þessa flokkun hjá okkur. Það eru nokkur hundruð skipagámar á ári,“ segir hann. Yfirlýsing frá Íslenska gámafélaginu Í myndbandi sem gengur á samfélagsmiðlum af sorphirðu Íslenska gámafélagsins í Kópavogi sést hvar sótt er í einn bíl pappír, pappi og plast. Réttu verklagi er fylgt við söfnunina. Í mörgum sveitarfélögum er unnið að aðgreiningu á pappír og plasti og á það við um Kópavog líka. Unnið er að innleiðingu þess kerfis og hluti af því er aðgreining í tunnur. Að auki fer svo fram flokkun hjá Íslenska gámafélaginu. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins: „Við erum afar stolt af faglegu flokkunar- og endurvinnsluferli okkar. Ef rýnt er í myndbandið sem fór í umferð sést að ekki er verið að sækja almennan úrgang, heldur það efni sem áður fór í græntunnuna, sem víða þekkist.“ Gert er ráð fyrir að innleiðingu á nýju flokkunarkerfi í Kópavogi verði lokið innan átta vikna og verður þá sérsöfnun á úrgangsflokkunum fjórum sem undir eru, plastumbúðum, pappír og pappa, matarleifum og blönduðum úrgangi. Kópavogur Sorphirða Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
„PR-lega séð hefði ábyggilega verið betra að losa á sitthvorum bílnum út af svona myndböndum, sem eru ódauðleg. En kerfið er ekki lagt af stað,“ segir Jón Þórir um myndbandið sem hefur verið í dreifingu á TikTok og birt var á vefmiðlinum hun.is í gær. Eftir að hafa séð myndbandið hafa margir velt því fyrir sér hvers vegna heimilunum er gert að flokka rusl sem sé síðan sett í saman bíl og blandast þar. Jón Þórir segir hins vegar að innleiðing kerfisins sé enn þá í gangi og fyrir næstu losun ættu þeir íbúar sem fengið hafa tunnurnar að fá aðskilda tæmingu. „Kerfið er ekki búið að innleiða og það er ekki búið að gefa út fyrir dagatal fyrir sérsöfnun. Sérsöfnun á bláum tunnum, fyrir pappír, pappa og plast, hefst ekki fyrr en eftir hálfan mánuð,“ segir hann. „Við fylgjum enn þá gamla kerfinu fyrsta hálfa mánuðinn. Það var því ein losun sem var á gamla mátann.“ Fólk fékk ílát en kerfið ekki tilbúið Íslenska gámafélagið sér um sorphirðu í þremur sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Það er Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ. Jón Þórir segir að í gær hafi verið byrjað að losa pappír, pappa og plast aðskilið í Garðabæ og Mosfellsbæ. Dreifing á ílátum hófst fyrir um tíu dögum en innleiðingin á öllu svæði félagsins mun taka átta vikur í heildina. Fyrir næstu losun verði kerfið komið á að hluta í Kópavogi og í öllum bænum eftir um sex vikur. Þá eiga allir íbúar Kópavogs að vera komnir með fjóra flokka sorps sem verða sóttir á aðskildum bílum og búin til verðmæti úr því. Umtalsverð verðmæti í flokkun Jón Þórir fullvissar fólk um að það sé mikill tilgangur með flokkun sorps. Umtalsverð verðmæti séu í því. „Bráðlega getum við hætt að urða ruslið í Álfsnesi. Við búumst við því að útflutningur á pappír, pappa og plasti geti aukist um þrjátíu prósent við þessa flokkun hjá okkur. Það eru nokkur hundruð skipagámar á ári,“ segir hann. Yfirlýsing frá Íslenska gámafélaginu Í myndbandi sem gengur á samfélagsmiðlum af sorphirðu Íslenska gámafélagsins í Kópavogi sést hvar sótt er í einn bíl pappír, pappi og plast. Réttu verklagi er fylgt við söfnunina. Í mörgum sveitarfélögum er unnið að aðgreiningu á pappír og plasti og á það við um Kópavog líka. Unnið er að innleiðingu þess kerfis og hluti af því er aðgreining í tunnur. Að auki fer svo fram flokkun hjá Íslenska gámafélaginu. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins: „Við erum afar stolt af faglegu flokkunar- og endurvinnsluferli okkar. Ef rýnt er í myndbandið sem fór í umferð sést að ekki er verið að sækja almennan úrgang, heldur það efni sem áður fór í græntunnuna, sem víða þekkist.“ Gert er ráð fyrir að innleiðingu á nýju flokkunarkerfi í Kópavogi verði lokið innan átta vikna og verður þá sérsöfnun á úrgangsflokkunum fjórum sem undir eru, plastumbúðum, pappír og pappa, matarleifum og blönduðum úrgangi.
Yfirlýsing frá Íslenska gámafélaginu Í myndbandi sem gengur á samfélagsmiðlum af sorphirðu Íslenska gámafélagsins í Kópavogi sést hvar sótt er í einn bíl pappír, pappi og plast. Réttu verklagi er fylgt við söfnunina. Í mörgum sveitarfélögum er unnið að aðgreiningu á pappír og plasti og á það við um Kópavog líka. Unnið er að innleiðingu þess kerfis og hluti af því er aðgreining í tunnur. Að auki fer svo fram flokkun hjá Íslenska gámafélaginu. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins: „Við erum afar stolt af faglegu flokkunar- og endurvinnsluferli okkar. Ef rýnt er í myndbandið sem fór í umferð sést að ekki er verið að sækja almennan úrgang, heldur það efni sem áður fór í græntunnuna, sem víða þekkist.“ Gert er ráð fyrir að innleiðingu á nýju flokkunarkerfi í Kópavogi verði lokið innan átta vikna og verður þá sérsöfnun á úrgangsflokkunum fjórum sem undir eru, plastumbúðum, pappír og pappa, matarleifum og blönduðum úrgangi.
Kópavogur Sorphirða Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira