Innlent

Kölluð út vegna nokkurra ofur­ölvi ein­stak­linga

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var meðal annars kölluð út vegna þjófnaðar úr verslun í verslunarmiðstöð í Reykjavík í gærkvöldi.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var meðal annars kölluð út vegna þjófnaðar úr verslun í verslunarmiðstöð í Reykjavík í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð úr vegna nokkurra ofurölvi einstaklinga í miðborg Reykjavíkur í nótt. Tveir þeirra höfðu verið sérstaklega til vandræða.

Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar. Einn þeirra hafði sýnt af sér ógnandi hegðun í miðborginni og var sá vistaður fangageymslu lögreglu þar til af honum rynni víman.

Þá var tilkynnt um annan ofurölvi mann sem hafði verið til vandræða inni á skemmtistað og þriðja sem var sofandi utandyra, en sá var farinn þegar lögreglu bar að garði. Ennfremur var tilkynnt um ölvaðan einstakling sem hafði dottið á svæði lögreglustöðvar 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, og hlotið við það höfuðáverka.

Í tilkynningunnisegir að lögregla hafi verið kölluð út vegna þjófnaðar úr verslunarmiðstöð í hverfi 103 í Reykjavík.

Auk þess hafði lögregla afskipti af nokkrum ökumönnum vegna hraðaksturs eða aksturs undir áhrifum. Þannig var tilkynnt um einn sem hafði ekið um á 111 kílómetra hraða sem hámarkshraði er 80 og má sá eiga von á greiðslu sektar.

Þá segir að skráningarmerki hafi verið fjarlægð af nokkrum bílum vegna þess að þeir höfðu ekki verið færðir til aðalskoðunar á tilskildum tíma eða reyndust vera ótryggðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×