Anníe Mist getur komist á heimsleika með fjórtán ára millibili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2023 06:30 Anníe Mist Þórisdóttir hefur æft vel og þykir líkleg til að tryggja sér heimsleikasæti. Instagram/@anniethorisdottir Óhætt er að segja að margir bíði spenntir eftir því að sjá hvað íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir gerir á undanúrslitamótinu í Berlín en einstaklingskeppnin hefst í dag og þar verður barist um laus sæti á heimsleikunum í haust. Spenningurinn einokast ekki aðeins við Ísland enda vill eflaust allur CrossFit heimurinn fá svar við því hvort Anníe Mist hafi sem þarf til til að verða sú fyrsta sem keppir í meistaraflokki á heimsleikum með fjórtán ára millibili. Anníe Mist keppti fyrst á heimsleikunum árið 2009 og frá 2010 til 2014 vann hún tvo heimsmeistaratitla og tvenn silfurverðlaun. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe keppti síðast í einstaklingskeppni heimsleikana árið 2021 og náði þá þriðja sætinu sem var jafnframt í sjötta sinn sem hún kemst á verðlaunapall á leikunum. Anníe sá vinkonu sína Katrínu Tönju Davíðsdóttur tryggja sér sæti á sínum tíundu heimsleikum um síðustu helgi og komist Anníe þangað líka þá mun hún keppa á sínum þrettándu heimsleikum þar af í tólfta sinn í einstaklingssæti. Ellefu sæti eru í boði fyrir Evrópu og allar fjórar íslensku stelpurnar gera sig líklegar til að tryggja sér farseðilinn. Anníe náði sjötta besta árangrinum í fjórðungsúrslitunum og var þar einu sæti á eftir Þuríði Erlu Helgadóttur. Þuríður Erla getur tryggt sig inn á sína fjórðu heimsleika í röð en hún varð efst íslensku stelpnanna á heimsleikunum í fyrra. Þetta yrði hennar níundi heimsleikar komist hún alla leið. Augu margra verða einnig á Söru Sigmundsdóttur sem varð níunda í fjórðungsúrslitunum og hefur sýnt að undanförnu að hún sé á réttri leið í hóp þeirra bestu í heimi á ný eftir að hafa misst úr tvö ár vegna erfiðra hnémeiðsla og vandamálum tengdum þeim. Sara hefur ekki komist á síðustu tvo heimsleika og það eru liðin sex ár síðan hún endaði síðast meðal þeirra efstu á heimsleikum. Fyrst á dagskrá hjá Söru er að koma sér inn á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Sólveig Sigurðardóttir þarf að gera betur en í fjórðungsúrslitunum ætli hún að komast á aðra heimsleikana í röð. Aðeins hún og Þuríður Erla komust alla leið á heimsleikana af íslensku stelpunum í einstaklingskeppninni í fyrra. Sólveig endaði í sextánda sæti í fjórðungsúrslitunum og þarf því að hækka sig um sex sæti til að komast til Madison. Vonandi skilar það sér að hafa æft með Anníe Mist í undirbúningnum fyrir mótið. Björgvin Karl Guðmundsson varð annar í Evrópu í fjórðungsúrslitunum og hefur allt til alls til að tryggja sig inn á tíundu heimsleika sína í röð sem yrði magnaður árangur og tákn um hans ótrúlega stöðugleika í hópi þeirra bestu. Björgvin Karl hefur endað inn á topp tíu á heimsleikunum undanfarin átta ár. Í dag fara fram tvær greinar, sú fyrri nú lukkan 7.55 að íslenskum tíma en sú síðari klukkan hálf tvö í dag. CrossFit Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Fleiri fréttir Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sjá meira
Spenningurinn einokast ekki aðeins við Ísland enda vill eflaust allur CrossFit heimurinn fá svar við því hvort Anníe Mist hafi sem þarf til til að verða sú fyrsta sem keppir í meistaraflokki á heimsleikum með fjórtán ára millibili. Anníe Mist keppti fyrst á heimsleikunum árið 2009 og frá 2010 til 2014 vann hún tvo heimsmeistaratitla og tvenn silfurverðlaun. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe keppti síðast í einstaklingskeppni heimsleikana árið 2021 og náði þá þriðja sætinu sem var jafnframt í sjötta sinn sem hún kemst á verðlaunapall á leikunum. Anníe sá vinkonu sína Katrínu Tönju Davíðsdóttur tryggja sér sæti á sínum tíundu heimsleikum um síðustu helgi og komist Anníe þangað líka þá mun hún keppa á sínum þrettándu heimsleikum þar af í tólfta sinn í einstaklingssæti. Ellefu sæti eru í boði fyrir Evrópu og allar fjórar íslensku stelpurnar gera sig líklegar til að tryggja sér farseðilinn. Anníe náði sjötta besta árangrinum í fjórðungsúrslitunum og var þar einu sæti á eftir Þuríði Erlu Helgadóttur. Þuríður Erla getur tryggt sig inn á sína fjórðu heimsleika í röð en hún varð efst íslensku stelpnanna á heimsleikunum í fyrra. Þetta yrði hennar níundi heimsleikar komist hún alla leið. Augu margra verða einnig á Söru Sigmundsdóttur sem varð níunda í fjórðungsúrslitunum og hefur sýnt að undanförnu að hún sé á réttri leið í hóp þeirra bestu í heimi á ný eftir að hafa misst úr tvö ár vegna erfiðra hnémeiðsla og vandamálum tengdum þeim. Sara hefur ekki komist á síðustu tvo heimsleika og það eru liðin sex ár síðan hún endaði síðast meðal þeirra efstu á heimsleikum. Fyrst á dagskrá hjá Söru er að koma sér inn á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Sólveig Sigurðardóttir þarf að gera betur en í fjórðungsúrslitunum ætli hún að komast á aðra heimsleikana í röð. Aðeins hún og Þuríður Erla komust alla leið á heimsleikana af íslensku stelpunum í einstaklingskeppninni í fyrra. Sólveig endaði í sextánda sæti í fjórðungsúrslitunum og þarf því að hækka sig um sex sæti til að komast til Madison. Vonandi skilar það sér að hafa æft með Anníe Mist í undirbúningnum fyrir mótið. Björgvin Karl Guðmundsson varð annar í Evrópu í fjórðungsúrslitunum og hefur allt til alls til að tryggja sig inn á tíundu heimsleika sína í röð sem yrði magnaður árangur og tákn um hans ótrúlega stöðugleika í hópi þeirra bestu. Björgvin Karl hefur endað inn á topp tíu á heimsleikunum undanfarin átta ár. Í dag fara fram tvær greinar, sú fyrri nú lukkan 7.55 að íslenskum tíma en sú síðari klukkan hálf tvö í dag.
CrossFit Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Fleiri fréttir Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sjá meira