Bjart framundan í Hafnarfirði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. júní 2023 11:56 Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Hafnarfirði næstkomandi sunnudag. Vísir/Vilhelm Það verður líf og fjör í Hafnarfirði allan júnímánuð, en þar eru að hefjast Bjartir dagar. Þriðju bekkingar settu hátíðina í morgun með söng en þétt dagskrá er framundan í bænum. Bjartir dagar er menningarhátíð sem endurspeglar allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í Hafnarfirði. Andri Ómarsson, verkefnastjóri segir fjölmarga taka þátt í að skapa viðburði um allan bæ, og á þar við stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. „Við vorum að setja hátíðina í morgun með því að þriðju bekkingar komu hingað á Thorsplan og sungu inn sumarið, við erum svolítið búin að vera að bíða eftir því núna síðustu daga í maí. Nú er ég viss um að það eru bjartir dagar fram undan,“ segir Andri. Og þessi dagskrá stendur út allan júní ekki satt? „Jú það er rétt, þetta er svona hattur yfir fjölmarga viðburði sem standa út júní. Til dæmis núna um helgina þá erum við að fara opna nýja sýningu í byggðasafni, annað kvöld verður opið í vinnustofum, söfnum og verslunum fram á kvöld þannig það verður hægt að rúlla við og heimsækja ýmsa skemmtilega staði. Svo um helgina verður pólski barnadagurinn og sjómannadagurinn er svo á sunnudaginn. Þá erum við nú bara rétt að byrja, svo heldur þetta áfram út júní.“ Það verður líf og fjör í Hafnarfirði næstu daga og viku.Vísir/Vilhelm Sjálfur segist Andri spenntastur fyrir sjómannadeginum en einnig fjölmörgum spennandi íþróttaviðburðum. „Til dæmis SUP jóga. Svo verður Hafnarfjarðarhlaupið haldið í fyrsta sinn í næstu viku, eitt af fáum götuhlaupum á landinu. Götum í bænum verður lokað og hlauparar taka yfir, það verður spennandi. Svo verða fjölmargir hjóla- og þríþrautadagar. Seinnipartinn i dag ætlar Keilir að leyfa fólki að prófa golf. Þannig það er um að gera að koma og prófa skemmtilegar íþróttir í heilsubænum Hafnafirði,“ segir Andri Ómarsson, verkefnastjóri í Hafnarfjarðarbæ. Hér er hægt að kynna sér viðburði og dagskrá hátíðarinnar. Hafnarfjörður Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Bjartir dagar er menningarhátíð sem endurspeglar allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í Hafnarfirði. Andri Ómarsson, verkefnastjóri segir fjölmarga taka þátt í að skapa viðburði um allan bæ, og á þar við stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. „Við vorum að setja hátíðina í morgun með því að þriðju bekkingar komu hingað á Thorsplan og sungu inn sumarið, við erum svolítið búin að vera að bíða eftir því núna síðustu daga í maí. Nú er ég viss um að það eru bjartir dagar fram undan,“ segir Andri. Og þessi dagskrá stendur út allan júní ekki satt? „Jú það er rétt, þetta er svona hattur yfir fjölmarga viðburði sem standa út júní. Til dæmis núna um helgina þá erum við að fara opna nýja sýningu í byggðasafni, annað kvöld verður opið í vinnustofum, söfnum og verslunum fram á kvöld þannig það verður hægt að rúlla við og heimsækja ýmsa skemmtilega staði. Svo um helgina verður pólski barnadagurinn og sjómannadagurinn er svo á sunnudaginn. Þá erum við nú bara rétt að byrja, svo heldur þetta áfram út júní.“ Það verður líf og fjör í Hafnarfirði næstu daga og viku.Vísir/Vilhelm Sjálfur segist Andri spenntastur fyrir sjómannadeginum en einnig fjölmörgum spennandi íþróttaviðburðum. „Til dæmis SUP jóga. Svo verður Hafnarfjarðarhlaupið haldið í fyrsta sinn í næstu viku, eitt af fáum götuhlaupum á landinu. Götum í bænum verður lokað og hlauparar taka yfir, það verður spennandi. Svo verða fjölmargir hjóla- og þríþrautadagar. Seinnipartinn i dag ætlar Keilir að leyfa fólki að prófa golf. Þannig það er um að gera að koma og prófa skemmtilegar íþróttir í heilsubænum Hafnafirði,“ segir Andri Ómarsson, verkefnastjóri í Hafnarfjarðarbæ. Hér er hægt að kynna sér viðburði og dagskrá hátíðarinnar.
Hafnarfjörður Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira