Upptaka til af Trump ræða um leyniskjölin Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2023 09:09 Upptakan var gerð á fundi á Bedminster-golfvelli Trump í New Jersey í júlí 2021. Myndin er frá öðrum velli Trump í Virginíu fyrir nokkrum dögum. AP/Alex Brandon Bandarískir alríkissaksóknarar hafa komist yfir hljóðupptöku þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, heyrist ræða um leyniskjöl sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Orð Trump á henni benda til þess að hann hafi vitað að leynd ríkti yfir skjölunum, þvet á það sem hann hefur haldið fram opinberlega. Trump hafði með sér fjölda leynilegra skjala sem tilheyra alríkisstjórninni þegar hann lét af embætti forseta árið 2021. Eftir að opinber rannsókn hófst á því hvort að hann hefði brotið lög hélt hann því fram að hann hefði verið búinn að aflétta leynd af öllum skjölunum. Það hafi hann gert „sjálfkrafa“ með almennri skipun sem hann á að hafa gefið undirsátum sínum. CNN-fréttastöðin greindi frá því í gær að upptaka sem var gerð sumarið 2021 sé í andstöðu við þessar skýringar Trump. Hún gæti verið lykilsönnunargagn í rannsókn Jacks Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á hvort að Trump hafi brotið lög um meðferð leyniskjala og reynt að hindra fulltrúa alríkisstjórnarinnar í að endurheimta þau. Ræddi um skjal um mögulega árás á Íran Á upptökunni heyrist Trump viðurkenna að hafa hangið á leynilegum skjölum frá varnarmálaráðuneytinu um mögulega árás á Íran. Heimildir CNN herma að Trump hafi áttað sig á að skjölin sem hann tók með sér væru enn ríkisleyndarmál. New York Times staðfesti tilvist upptökunnar hjá eigin heimildarmönnum í kjölfarið. Upptakan er sögð hafa verið gerð á fundi í tengslum við ritun æviminninga Marks Meadows, skrifstofustjóra Hvíta hússins undir lok forsetatíðar Trump. Í bókinni lýsir Meadows því að Trump hafi rætt um skýrslu Marks Milley, formanns herforingjaráðs Bandaríkjanna, um árás á Íran. Á fundinum voru tveir menn sem unnu að æviminningum Meadows auk aðstoðarmanna Trump. Engin þeirra hafði öryggisheimild til þess að fá aðgang að leynilegum upplýsingum. Þannig kann Trump að hafa gerst sekur um að ljóstra upp um ríkisleyndarmál. Húsleit var gerð á heimili Trump í Flórída vegna rannsóknarinnar í fyrra. Fram að þessu hafa fundist fleiri en þrjú hundruð skjöl sem voru merkt leynileg í fórum Trump, þar á meðal nokkur sem voru skilgreind sem háleynileg. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Skoða viðskipti Trump við erlend ríki í samhengi við leyniskjöl Alríkissaksóknarar sem rannsaka leyniskjöl sem Donald Trump hafði með sér þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna stefndu fyrirtæki hans um upplýsingar um viðskiptatengsl við sjö erlend ríki. Rannsóknin kann því að beinast að því hvort að Trump hafi nýtt sér skjölin í viðskiptum sínum á erlendri grundu. 23. maí 2023 11:01 Telja Trump hafa hindrað rannsókn á leyniskjölum Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan eru sögð hafa safnað nýjum sönnunargögnum sem benda til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi reynt að leggja stein í götu rannsóknar á leyniskjölum sem fundust á heimili hans í fyrra. 3. apríl 2023 15:10 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
Trump hafði með sér fjölda leynilegra skjala sem tilheyra alríkisstjórninni þegar hann lét af embætti forseta árið 2021. Eftir að opinber rannsókn hófst á því hvort að hann hefði brotið lög hélt hann því fram að hann hefði verið búinn að aflétta leynd af öllum skjölunum. Það hafi hann gert „sjálfkrafa“ með almennri skipun sem hann á að hafa gefið undirsátum sínum. CNN-fréttastöðin greindi frá því í gær að upptaka sem var gerð sumarið 2021 sé í andstöðu við þessar skýringar Trump. Hún gæti verið lykilsönnunargagn í rannsókn Jacks Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á hvort að Trump hafi brotið lög um meðferð leyniskjala og reynt að hindra fulltrúa alríkisstjórnarinnar í að endurheimta þau. Ræddi um skjal um mögulega árás á Íran Á upptökunni heyrist Trump viðurkenna að hafa hangið á leynilegum skjölum frá varnarmálaráðuneytinu um mögulega árás á Íran. Heimildir CNN herma að Trump hafi áttað sig á að skjölin sem hann tók með sér væru enn ríkisleyndarmál. New York Times staðfesti tilvist upptökunnar hjá eigin heimildarmönnum í kjölfarið. Upptakan er sögð hafa verið gerð á fundi í tengslum við ritun æviminninga Marks Meadows, skrifstofustjóra Hvíta hússins undir lok forsetatíðar Trump. Í bókinni lýsir Meadows því að Trump hafi rætt um skýrslu Marks Milley, formanns herforingjaráðs Bandaríkjanna, um árás á Íran. Á fundinum voru tveir menn sem unnu að æviminningum Meadows auk aðstoðarmanna Trump. Engin þeirra hafði öryggisheimild til þess að fá aðgang að leynilegum upplýsingum. Þannig kann Trump að hafa gerst sekur um að ljóstra upp um ríkisleyndarmál. Húsleit var gerð á heimili Trump í Flórída vegna rannsóknarinnar í fyrra. Fram að þessu hafa fundist fleiri en þrjú hundruð skjöl sem voru merkt leynileg í fórum Trump, þar á meðal nokkur sem voru skilgreind sem háleynileg.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Skoða viðskipti Trump við erlend ríki í samhengi við leyniskjöl Alríkissaksóknarar sem rannsaka leyniskjöl sem Donald Trump hafði með sér þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna stefndu fyrirtæki hans um upplýsingar um viðskiptatengsl við sjö erlend ríki. Rannsóknin kann því að beinast að því hvort að Trump hafi nýtt sér skjölin í viðskiptum sínum á erlendri grundu. 23. maí 2023 11:01 Telja Trump hafa hindrað rannsókn á leyniskjölum Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan eru sögð hafa safnað nýjum sönnunargögnum sem benda til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi reynt að leggja stein í götu rannsóknar á leyniskjölum sem fundust á heimili hans í fyrra. 3. apríl 2023 15:10 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
Skoða viðskipti Trump við erlend ríki í samhengi við leyniskjöl Alríkissaksóknarar sem rannsaka leyniskjöl sem Donald Trump hafði með sér þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna stefndu fyrirtæki hans um upplýsingar um viðskiptatengsl við sjö erlend ríki. Rannsóknin kann því að beinast að því hvort að Trump hafi nýtt sér skjölin í viðskiptum sínum á erlendri grundu. 23. maí 2023 11:01
Telja Trump hafa hindrað rannsókn á leyniskjölum Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan eru sögð hafa safnað nýjum sönnunargögnum sem benda til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi reynt að leggja stein í götu rannsóknar á leyniskjölum sem fundust á heimili hans í fyrra. 3. apríl 2023 15:10