Björn: Við þurfum meiri ákafa í boxið Kári Mímisson skrifar 31. maí 2023 22:48 Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss. Vísir/Hulda Margrét Björn Sigurbjörnsson var að vonum svekktur eftir tap Selfoss gegn Breiðablik nú í kvöld. Breiðablik var komið yfir eftir innan við þriggja mínútna leik og það var nokkuð ljóst að Selfyssingar væru í vandræðum. Björn segist þó vera ánægður með hvernig liðið steig upp hér í kvöld en Selfoss liðið var mun öflugra í seinni hálfleik. „Ég er auðvitað bara hundfúll yfir þessum fyrri hálfleik sem við spiluðum hér í kvöld. Á sama tíma er ég mjög ánægður að sjá liðið stíga upp í seinni hálfleiknum og hvernig það tekur þátt í leiknum. Við vorum allt of lengi að tengja okkur inn í þennan leik. Við vorum langt frá þeim í öllum mómentum og það var eins og það væri ótti í liðinu.“ Sagði Björn strax eftir leik. Lið Selfoss virtist ekki vera tilbúið frá fyrstu mínútu og náði ekkert að halda boltanum til að byrja með. Björn segir að liðið hafi verið hrætt. „Fyrsta markið kemur þegar við tengjum okkur frá vörninni og það er spilað milli miðvarðar og bakvarðar. Síðan kemur boltinn inn í teiginn og úr því verður eitthvað hnoð og mark, sá þetta ekki alveg nógu vel. En eins og ég segi þá vorum við hreinlega ekki mættar til leiks. Maður vill ekki þurfa að tala um eftir leiki að liðið sé að mæta hrætt eða illa fókuserað í leiki en það var bara þannig í dag.“ Jimena Fuentes fór meidd út af í kvöld og virtust það vera meiðsli á ökkla. Veist þú eitthvað stöðuna á henni? „Ég veit ekki hver staðan á henni er. Hún er búin að vera meidd frá því í fyrsta leik við ÍBV þar sem hún var tækluð harkalega. Hún var þokkaleg til að spila bæði fyrir norðan og hér í dag en þetta var hægri ökklinn á henni aftur svo þetta gæti verið einhver tími sem hún verður frá.“ Sóknarleikur Selfoss var eins og áður segir mjög tilviljunarkenndur og liðið virtist vera mjög óþolinmótt fram á við. Björn segir að liðið þurfi að vera yfirvegaðra í kringum vítateig andstæðinganna og ná að halda boltanum betur á því svæði. „Við þurfum aðallega að vera meira kúl í kringum box andstæðinganna. Við erum í einhverjum svona streitu mómentum að sparka boltanum frá okkur. Við byggjum okkar sóknarleik í vetur upp á það að vera með framherja sem að við fengum frá Bandaríkjunum. Hún fór svo heim og við það riðlast svolítið leikplanið okkar og við erum bara að reyna að vinna okkur út úr því. Það er búið að taka lengri tíma en ég vonaðist til.“ „ Við þurfum meiri ákafa í boxið og verða hraðari og fljótari að gera hlutina. Mér fannst alveg ýmiss teikn á lofti að við værum að koma okkur í stöðu til að pressa og fá hlaup inn í boxið. Katrín Ágústsdóttir kemur frábærlega inn á og heldur boltanum vel fyrir okkur á móti stórum og sterkum miðvörðum Breiðabliks. Það er það sem að við þurfum, að þora að halda boltanum og þora að koma okkur í kjörstöður.“ Besta deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Sjá meira
Björn segist þó vera ánægður með hvernig liðið steig upp hér í kvöld en Selfoss liðið var mun öflugra í seinni hálfleik. „Ég er auðvitað bara hundfúll yfir þessum fyrri hálfleik sem við spiluðum hér í kvöld. Á sama tíma er ég mjög ánægður að sjá liðið stíga upp í seinni hálfleiknum og hvernig það tekur þátt í leiknum. Við vorum allt of lengi að tengja okkur inn í þennan leik. Við vorum langt frá þeim í öllum mómentum og það var eins og það væri ótti í liðinu.“ Sagði Björn strax eftir leik. Lið Selfoss virtist ekki vera tilbúið frá fyrstu mínútu og náði ekkert að halda boltanum til að byrja með. Björn segir að liðið hafi verið hrætt. „Fyrsta markið kemur þegar við tengjum okkur frá vörninni og það er spilað milli miðvarðar og bakvarðar. Síðan kemur boltinn inn í teiginn og úr því verður eitthvað hnoð og mark, sá þetta ekki alveg nógu vel. En eins og ég segi þá vorum við hreinlega ekki mættar til leiks. Maður vill ekki þurfa að tala um eftir leiki að liðið sé að mæta hrætt eða illa fókuserað í leiki en það var bara þannig í dag.“ Jimena Fuentes fór meidd út af í kvöld og virtust það vera meiðsli á ökkla. Veist þú eitthvað stöðuna á henni? „Ég veit ekki hver staðan á henni er. Hún er búin að vera meidd frá því í fyrsta leik við ÍBV þar sem hún var tækluð harkalega. Hún var þokkaleg til að spila bæði fyrir norðan og hér í dag en þetta var hægri ökklinn á henni aftur svo þetta gæti verið einhver tími sem hún verður frá.“ Sóknarleikur Selfoss var eins og áður segir mjög tilviljunarkenndur og liðið virtist vera mjög óþolinmótt fram á við. Björn segir að liðið þurfi að vera yfirvegaðra í kringum vítateig andstæðinganna og ná að halda boltanum betur á því svæði. „Við þurfum aðallega að vera meira kúl í kringum box andstæðinganna. Við erum í einhverjum svona streitu mómentum að sparka boltanum frá okkur. Við byggjum okkar sóknarleik í vetur upp á það að vera með framherja sem að við fengum frá Bandaríkjunum. Hún fór svo heim og við það riðlast svolítið leikplanið okkar og við erum bara að reyna að vinna okkur út úr því. Það er búið að taka lengri tíma en ég vonaðist til.“ „ Við þurfum meiri ákafa í boxið og verða hraðari og fljótari að gera hlutina. Mér fannst alveg ýmiss teikn á lofti að við værum að koma okkur í stöðu til að pressa og fá hlaup inn í boxið. Katrín Ágústsdóttir kemur frábærlega inn á og heldur boltanum vel fyrir okkur á móti stórum og sterkum miðvörðum Breiðabliks. Það er það sem að við þurfum, að þora að halda boltanum og þora að koma okkur í kjörstöður.“
Besta deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Sjá meira