Björn: Við þurfum meiri ákafa í boxið Kári Mímisson skrifar 31. maí 2023 22:48 Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss. Vísir/Hulda Margrét Björn Sigurbjörnsson var að vonum svekktur eftir tap Selfoss gegn Breiðablik nú í kvöld. Breiðablik var komið yfir eftir innan við þriggja mínútna leik og það var nokkuð ljóst að Selfyssingar væru í vandræðum. Björn segist þó vera ánægður með hvernig liðið steig upp hér í kvöld en Selfoss liðið var mun öflugra í seinni hálfleik. „Ég er auðvitað bara hundfúll yfir þessum fyrri hálfleik sem við spiluðum hér í kvöld. Á sama tíma er ég mjög ánægður að sjá liðið stíga upp í seinni hálfleiknum og hvernig það tekur þátt í leiknum. Við vorum allt of lengi að tengja okkur inn í þennan leik. Við vorum langt frá þeim í öllum mómentum og það var eins og það væri ótti í liðinu.“ Sagði Björn strax eftir leik. Lið Selfoss virtist ekki vera tilbúið frá fyrstu mínútu og náði ekkert að halda boltanum til að byrja með. Björn segir að liðið hafi verið hrætt. „Fyrsta markið kemur þegar við tengjum okkur frá vörninni og það er spilað milli miðvarðar og bakvarðar. Síðan kemur boltinn inn í teiginn og úr því verður eitthvað hnoð og mark, sá þetta ekki alveg nógu vel. En eins og ég segi þá vorum við hreinlega ekki mættar til leiks. Maður vill ekki þurfa að tala um eftir leiki að liðið sé að mæta hrætt eða illa fókuserað í leiki en það var bara þannig í dag.“ Jimena Fuentes fór meidd út af í kvöld og virtust það vera meiðsli á ökkla. Veist þú eitthvað stöðuna á henni? „Ég veit ekki hver staðan á henni er. Hún er búin að vera meidd frá því í fyrsta leik við ÍBV þar sem hún var tækluð harkalega. Hún var þokkaleg til að spila bæði fyrir norðan og hér í dag en þetta var hægri ökklinn á henni aftur svo þetta gæti verið einhver tími sem hún verður frá.“ Sóknarleikur Selfoss var eins og áður segir mjög tilviljunarkenndur og liðið virtist vera mjög óþolinmótt fram á við. Björn segir að liðið þurfi að vera yfirvegaðra í kringum vítateig andstæðinganna og ná að halda boltanum betur á því svæði. „Við þurfum aðallega að vera meira kúl í kringum box andstæðinganna. Við erum í einhverjum svona streitu mómentum að sparka boltanum frá okkur. Við byggjum okkar sóknarleik í vetur upp á það að vera með framherja sem að við fengum frá Bandaríkjunum. Hún fór svo heim og við það riðlast svolítið leikplanið okkar og við erum bara að reyna að vinna okkur út úr því. Það er búið að taka lengri tíma en ég vonaðist til.“ „ Við þurfum meiri ákafa í boxið og verða hraðari og fljótari að gera hlutina. Mér fannst alveg ýmiss teikn á lofti að við værum að koma okkur í stöðu til að pressa og fá hlaup inn í boxið. Katrín Ágústsdóttir kemur frábærlega inn á og heldur boltanum vel fyrir okkur á móti stórum og sterkum miðvörðum Breiðabliks. Það er það sem að við þurfum, að þora að halda boltanum og þora að koma okkur í kjörstöður.“ Besta deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Sjá meira
Björn segist þó vera ánægður með hvernig liðið steig upp hér í kvöld en Selfoss liðið var mun öflugra í seinni hálfleik. „Ég er auðvitað bara hundfúll yfir þessum fyrri hálfleik sem við spiluðum hér í kvöld. Á sama tíma er ég mjög ánægður að sjá liðið stíga upp í seinni hálfleiknum og hvernig það tekur þátt í leiknum. Við vorum allt of lengi að tengja okkur inn í þennan leik. Við vorum langt frá þeim í öllum mómentum og það var eins og það væri ótti í liðinu.“ Sagði Björn strax eftir leik. Lið Selfoss virtist ekki vera tilbúið frá fyrstu mínútu og náði ekkert að halda boltanum til að byrja með. Björn segir að liðið hafi verið hrætt. „Fyrsta markið kemur þegar við tengjum okkur frá vörninni og það er spilað milli miðvarðar og bakvarðar. Síðan kemur boltinn inn í teiginn og úr því verður eitthvað hnoð og mark, sá þetta ekki alveg nógu vel. En eins og ég segi þá vorum við hreinlega ekki mættar til leiks. Maður vill ekki þurfa að tala um eftir leiki að liðið sé að mæta hrætt eða illa fókuserað í leiki en það var bara þannig í dag.“ Jimena Fuentes fór meidd út af í kvöld og virtust það vera meiðsli á ökkla. Veist þú eitthvað stöðuna á henni? „Ég veit ekki hver staðan á henni er. Hún er búin að vera meidd frá því í fyrsta leik við ÍBV þar sem hún var tækluð harkalega. Hún var þokkaleg til að spila bæði fyrir norðan og hér í dag en þetta var hægri ökklinn á henni aftur svo þetta gæti verið einhver tími sem hún verður frá.“ Sóknarleikur Selfoss var eins og áður segir mjög tilviljunarkenndur og liðið virtist vera mjög óþolinmótt fram á við. Björn segir að liðið þurfi að vera yfirvegaðra í kringum vítateig andstæðinganna og ná að halda boltanum betur á því svæði. „Við þurfum aðallega að vera meira kúl í kringum box andstæðinganna. Við erum í einhverjum svona streitu mómentum að sparka boltanum frá okkur. Við byggjum okkar sóknarleik í vetur upp á það að vera með framherja sem að við fengum frá Bandaríkjunum. Hún fór svo heim og við það riðlast svolítið leikplanið okkar og við erum bara að reyna að vinna okkur út úr því. Það er búið að taka lengri tíma en ég vonaðist til.“ „ Við þurfum meiri ákafa í boxið og verða hraðari og fljótari að gera hlutina. Mér fannst alveg ýmiss teikn á lofti að við værum að koma okkur í stöðu til að pressa og fá hlaup inn í boxið. Katrín Ágústsdóttir kemur frábærlega inn á og heldur boltanum vel fyrir okkur á móti stórum og sterkum miðvörðum Breiðabliks. Það er það sem að við þurfum, að þora að halda boltanum og þora að koma okkur í kjörstöður.“
Besta deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Sjá meira