Ásakandi Bidens leitar skjóls í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2023 11:33 Tara Reade segir rússneskum miðli að hún upplifi sig ekki örugga í Bandaríkjunum undir stjórn Joes Biden sem hún sakaði um kynferðisofbeldi fyrir þremur árum. Sputnik/Tara Reade Kona á sextugsaldri sem sakaði Joe Biden Bandaríkjaforseta um kynferðisofbeldi í aðdraganda forsetakosninganna 2020 segist flutt til Rússlands og ætla að sækja um ríkisborgararétt þar. Hún segist upplifa sig öruggari í Rússlandi en heimalandinu. Tara Reade starfaði stuttlega á skrifstofu Biden þegar hann var öldungadeildarþingmaður árið 1993. Hún var í hópi nokkurra kvenna sem lýsti því að Biden hefði látið henni líða óþægilega með óviðeigandi snertingu árið 2019. Biden lofaði bót og betrun. Rétt áður en Biden tryggði sér tilnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi árið 2020 sakaði Reade hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Reade var stuðningsmaður Bernie Sanders, mótframbjóðanda Biden. Biden harðneitaði ásökuninni og bandarískum fjölmiðlum tókst ekki að staðfesta nokkrar af þeim lýsingum sem Reade gaf á atburðinum og eftirmálum hans. Trúverðugleiki Reade varð einnig fyrir hnaski þegar háskóli í Seattle kannaðist ekki við að hún hefði lokið námi þar. Lögmaður hennar sagði skilið við hana í kjölfarið. Stjórnvöld í Kreml „greiðvikin“ Stuðningsmenn Biden hermdu lof Reade um Vladímír Pútín Rússlandsforseta upp á Reade þegar hún setti ásakanir sínar fram fyrir þremur árum. Þá sagði hún að lofsyrði sín um Pútín hefði verið misráðin. Reade virðist hafa snúist hugur því hún sagði rússneska fjölmiðlinum Sputnik í dag að hún væri flutt til Rússlands og vildi gerast rússneskur ríkisborgari, að sögn New York Times. Draumur hennar væri að búa bæði í Bandaríkjunum og Rússlandi en hún gæti endað á að búa aðeins í Rússlandi vegna þess að það fyndist henni hún „varin og örugg“. Sagði hún að fleiri Bandaríkjamenn hefðu leitað skjóls í Rússlandi og líkti því við þegar sovéskir andófsmenn flúðu til Bandaríkjunum á tímum kalda stríðsins. Sem betur fer væru stjórnvöld í Kreml greiðvikin. „Þannig að við erum heppin,“ segir Reade. Maria Butina, sem náði kjöri á rússneska þingið eftir að hún var dæmd fyrir njósnir í Bandaríkjunum árið 2019, er sögð hafa lofað að ganga á eftir því að Reade fengi rússneskan ríkisborgararétt með flýtimeðferð. Bandaríkin Rússland MeToo Joe Biden Tengdar fréttir Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50 Butina sleppt úr haldi og á leið til Rússlands Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, er á leið til Rússlands. 25. október 2019 14:14 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Tara Reade starfaði stuttlega á skrifstofu Biden þegar hann var öldungadeildarþingmaður árið 1993. Hún var í hópi nokkurra kvenna sem lýsti því að Biden hefði látið henni líða óþægilega með óviðeigandi snertingu árið 2019. Biden lofaði bót og betrun. Rétt áður en Biden tryggði sér tilnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi árið 2020 sakaði Reade hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Reade var stuðningsmaður Bernie Sanders, mótframbjóðanda Biden. Biden harðneitaði ásökuninni og bandarískum fjölmiðlum tókst ekki að staðfesta nokkrar af þeim lýsingum sem Reade gaf á atburðinum og eftirmálum hans. Trúverðugleiki Reade varð einnig fyrir hnaski þegar háskóli í Seattle kannaðist ekki við að hún hefði lokið námi þar. Lögmaður hennar sagði skilið við hana í kjölfarið. Stjórnvöld í Kreml „greiðvikin“ Stuðningsmenn Biden hermdu lof Reade um Vladímír Pútín Rússlandsforseta upp á Reade þegar hún setti ásakanir sínar fram fyrir þremur árum. Þá sagði hún að lofsyrði sín um Pútín hefði verið misráðin. Reade virðist hafa snúist hugur því hún sagði rússneska fjölmiðlinum Sputnik í dag að hún væri flutt til Rússlands og vildi gerast rússneskur ríkisborgari, að sögn New York Times. Draumur hennar væri að búa bæði í Bandaríkjunum og Rússlandi en hún gæti endað á að búa aðeins í Rússlandi vegna þess að það fyndist henni hún „varin og örugg“. Sagði hún að fleiri Bandaríkjamenn hefðu leitað skjóls í Rússlandi og líkti því við þegar sovéskir andófsmenn flúðu til Bandaríkjunum á tímum kalda stríðsins. Sem betur fer væru stjórnvöld í Kreml greiðvikin. „Þannig að við erum heppin,“ segir Reade. Maria Butina, sem náði kjöri á rússneska þingið eftir að hún var dæmd fyrir njósnir í Bandaríkjunum árið 2019, er sögð hafa lofað að ganga á eftir því að Reade fengi rússneskan ríkisborgararétt með flýtimeðferð.
Bandaríkin Rússland MeToo Joe Biden Tengdar fréttir Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50 Butina sleppt úr haldi og á leið til Rússlands Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, er á leið til Rússlands. 25. október 2019 14:14 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50
Butina sleppt úr haldi og á leið til Rússlands Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, er á leið til Rússlands. 25. október 2019 14:14