Hlynnt því að framlengja tollfrelsi úkraínskra vara Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. maí 2023 19:01 Katrín segir undanþáguákvæðið táknrænan stuðning við Úkraínu. GETTY IMAGES/SERGII KHARCHENKO Forsætisráðherra telur það skynsamlegt að framlengja tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara. Efasemdir eru þó uppi um ágæti innflutningsins. Bráðabirgðaákvæði sem heimilar innflutninginn rennur út á morgun. Bráðabirgðaákvæðið um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara var samþykkt í júní á síðasta ári til að styðja við úkraínskt efnahags- og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla. Ákvæðið fellur úr gildi á morgun. Í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í dag spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort til stæði að framlengja tollfrelsið. Það hafi vakið furðu að sömu stjórnmálamenn og samþykktu að gefa Úkraínu færanlegan spítala séu hikandi við að framlengja svo skilvirka leið til að styðja Úkraínu. Sjá einnig: Ísland ætlar að gefa Úkraínu færanlegt neyðarsjúkrahús „Samkvæmt mínum heimildum hefur verðmæti þessara vara numið 90 milljónum króna, samanborið við 25 milljónum króna árið 2021,“ sagði Katrín í svari sínu. „Ég hefði talið það skynsamlega leið að halda þessu áfram,“ sagði hún jafnframt en viðurkenndi að málið hefði ekki komið inn á borð ríkisstjórnar. Það væri hægur vandi að framlengja frelsið. Mikilvægt sé að fylgjast vel með umfanginu og kanna hvort innflutningurinn hafi áhrif á samkeppnisstöðu innlends alífuglakjöts. Samkeppnisskaði og óþekktar bakteríur Samtök fyrirtækja í landbúnaði sendu einmitt fjármálaráðherra bréf fyrr í mánuðinum þar sem þau mælast til þess að ákvæðið verði ekki endurnýjað. Ákvæðið leið til tjóns fyrir bændur og komi niður á samkeppnislegri stöðu þeirra á alífugla markaði. Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda segir um smávægilega samkeppni að ræða og mikil kjarabót fyrir neytendur og stuðningur við Úkraínu vegi þyngra. „Mér finnst samtökin satt að segja leggjast lágt með þessu,“ sagði Ólafur í samtali við fréttastofu. Rætt var við hann í kvöldfréttum þar sem fram kom að Úkraínskar kjúklingabringur væru langtum ódýrari en þær íslensku: Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag kom einnig fram að læknir teldi að herða verði eftirlit með innflutningnum þar sem bakteríur, sem meðal annars eru ónæmar fyrir sýklalyfjum og hafa hingað til verið óþekktar hér á landi, finnist í miklu magni í úkraínsku kjöti. Úkraína Matvöruverslun Skattar og tollar Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Bráðabirgðaákvæðið um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara var samþykkt í júní á síðasta ári til að styðja við úkraínskt efnahags- og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla. Ákvæðið fellur úr gildi á morgun. Í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í dag spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort til stæði að framlengja tollfrelsið. Það hafi vakið furðu að sömu stjórnmálamenn og samþykktu að gefa Úkraínu færanlegan spítala séu hikandi við að framlengja svo skilvirka leið til að styðja Úkraínu. Sjá einnig: Ísland ætlar að gefa Úkraínu færanlegt neyðarsjúkrahús „Samkvæmt mínum heimildum hefur verðmæti þessara vara numið 90 milljónum króna, samanborið við 25 milljónum króna árið 2021,“ sagði Katrín í svari sínu. „Ég hefði talið það skynsamlega leið að halda þessu áfram,“ sagði hún jafnframt en viðurkenndi að málið hefði ekki komið inn á borð ríkisstjórnar. Það væri hægur vandi að framlengja frelsið. Mikilvægt sé að fylgjast vel með umfanginu og kanna hvort innflutningurinn hafi áhrif á samkeppnisstöðu innlends alífuglakjöts. Samkeppnisskaði og óþekktar bakteríur Samtök fyrirtækja í landbúnaði sendu einmitt fjármálaráðherra bréf fyrr í mánuðinum þar sem þau mælast til þess að ákvæðið verði ekki endurnýjað. Ákvæðið leið til tjóns fyrir bændur og komi niður á samkeppnislegri stöðu þeirra á alífugla markaði. Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda segir um smávægilega samkeppni að ræða og mikil kjarabót fyrir neytendur og stuðningur við Úkraínu vegi þyngra. „Mér finnst samtökin satt að segja leggjast lágt með þessu,“ sagði Ólafur í samtali við fréttastofu. Rætt var við hann í kvöldfréttum þar sem fram kom að Úkraínskar kjúklingabringur væru langtum ódýrari en þær íslensku: Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag kom einnig fram að læknir teldi að herða verði eftirlit með innflutningnum þar sem bakteríur, sem meðal annars eru ónæmar fyrir sýklalyfjum og hafa hingað til verið óþekktar hér á landi, finnist í miklu magni í úkraínsku kjöti.
Úkraína Matvöruverslun Skattar og tollar Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira